„Það er erfitt að koma hingað og sækja stig“ Hinrik Wöhler skrifar 15. júní 2024 16:46 Guðni Eiríksson á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/anton brink Breukelen Woodard skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu þegar FH marði Keflavík á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í dag. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku liðsins framan af leik þó að færanýtingin hefði mátt verið betri. „Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð góður hjá okkur. Við hefðum getað gert út um leikinn þá þar sem við fengum góðar stöður en nýttum færin ekki vel. Gerðum vel í föstum leikatriðum og skoruðum mark sem reyndist sigurmarkið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. „Í seinni hálfleik fór leikurinn úr því að vera með eitthvað upplegg í það að ‚grinda' sigur sem var raunin, sem betur fer.“ Guðni segir að uppleggið hafi gengið upp að vissu leyti og var sáttur með frammistöðu liðsins. Hann þakkar meðal annars markverði sínum, Aldísi Guðlaugsdóttur, fyrir stigin þrjú á heimavelli í dag. „Mér fannst í raun og veru stöðurnar sem við vorum að koma okkur í ágætar. Við vissum að þær myndu sækja upp á hægri væng þeirra þar sem þær eru hættulegar og með góða leikmenn og þær gerðu það. Þær komust full oft í gegnum okkur þar en sköpuðum sér nokkur álitleg færi og þá munaði um minna að hafa Aldísi í markinu sem gerði þetta virkilega vel. Hún á stóran þátt í því að við fengum ekki á okkur mark og það er jákvætt. Það eru tveir deildarleikir að baki og við höfum ekki fengið á okkur mark í þeim, það er gott,“ sagði Guðni en FH vann sannfærandi sigur á Fylki í umferðinni á undan. Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Guðni var sammála dómara leiksins þegar hann var spurður út í atvikin. „Hvorugt þessara atvika áttu að vera vítaspyrna, að mínu mati. Ég er ansi langt frá þessu og það má vel vera að sjónvarpsupptaka sýni eitthvað allt annað en ég held ekki.“ Styrkja stöðu sína í deildinni Með sigrinum ná FH-ingar að slíta sig frá miðjupakkanum og eru tveimur stigum eftir Þór/KA í þriðja sæti en Akureyringar eiga þó leik til góða. „Við styrkjum stöðu okkar í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri og náum að skilja okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur eða liðunum sem eru í tíunda til sjöunda sæti. Það er jákvætt og við erum brött,“ sagði Guðni. FH hefur sótt sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru með 13 stig í fjórða sæti deildarinnar. Guðni segist vera mjög ánægður með gengi liðsins að undanförnu. „Stigasöfnunin er góð á heimavelli og þetta er mjög sterkur heimavöllur. Það er erfitt að koma hingað og sækja stig og við viljum halda því áfram. Þetta er algjörlega vígi okkar og hér sækjum við stigin sem eru í boði,“ bætti Guðni við að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
„Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð góður hjá okkur. Við hefðum getað gert út um leikinn þá þar sem við fengum góðar stöður en nýttum færin ekki vel. Gerðum vel í föstum leikatriðum og skoruðum mark sem reyndist sigurmarkið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. „Í seinni hálfleik fór leikurinn úr því að vera með eitthvað upplegg í það að ‚grinda' sigur sem var raunin, sem betur fer.“ Guðni segir að uppleggið hafi gengið upp að vissu leyti og var sáttur með frammistöðu liðsins. Hann þakkar meðal annars markverði sínum, Aldísi Guðlaugsdóttur, fyrir stigin þrjú á heimavelli í dag. „Mér fannst í raun og veru stöðurnar sem við vorum að koma okkur í ágætar. Við vissum að þær myndu sækja upp á hægri væng þeirra þar sem þær eru hættulegar og með góða leikmenn og þær gerðu það. Þær komust full oft í gegnum okkur þar en sköpuðum sér nokkur álitleg færi og þá munaði um minna að hafa Aldísi í markinu sem gerði þetta virkilega vel. Hún á stóran þátt í því að við fengum ekki á okkur mark og það er jákvætt. Það eru tveir deildarleikir að baki og við höfum ekki fengið á okkur mark í þeim, það er gott,“ sagði Guðni en FH vann sannfærandi sigur á Fylki í umferðinni á undan. Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Guðni var sammála dómara leiksins þegar hann var spurður út í atvikin. „Hvorugt þessara atvika áttu að vera vítaspyrna, að mínu mati. Ég er ansi langt frá þessu og það má vel vera að sjónvarpsupptaka sýni eitthvað allt annað en ég held ekki.“ Styrkja stöðu sína í deildinni Með sigrinum ná FH-ingar að slíta sig frá miðjupakkanum og eru tveimur stigum eftir Þór/KA í þriðja sæti en Akureyringar eiga þó leik til góða. „Við styrkjum stöðu okkar í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri og náum að skilja okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur eða liðunum sem eru í tíunda til sjöunda sæti. Það er jákvætt og við erum brött,“ sagði Guðni. FH hefur sótt sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru með 13 stig í fjórða sæti deildarinnar. Guðni segist vera mjög ánægður með gengi liðsins að undanförnu. „Stigasöfnunin er góð á heimavelli og þetta er mjög sterkur heimavöllur. Það er erfitt að koma hingað og sækja stig og við viljum halda því áfram. Þetta er algjörlega vígi okkar og hér sækjum við stigin sem eru í boði,“ bætti Guðni við að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15