Uppgjör: Stjarnan – Þór/KA 1-4 | Sandra María hættir ekki að skora Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2024 18:46 Þór/KA skoraði fjögur í dag. Vísir/Hulda Margrét Þór/KA er komið aftur á beinu brautina í Bestu deild kvenna eftir 3-0 tap fyrir toppliði Breiðabliks í síðustu umferð. Í 8. umferð fór liðið í Garðabæinn og vann ótrúlegan 4-1 sigur eftir að lenda marki undir snemma leiks. Stjarnan komst yfir snemma leiks eftir að Hrefna Jónsdóttir var rétt kona á réttum stað. Eftir þungt tap í síðasta leik hefði maður haldið að það myndi fara um gestina frá Akureyri en svo var ekki. Þegar hálftími var liðinn barst boltinn á Söndru Maríu Jessen sem skoraði að sjálfsögðu en hún hefur verið óstöðvandi í upphafi móts. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en í þeim síðari gengu gestirnir á lagið. Sandra María hefur raðað inn mörkum í sumar.Vísir/Hulda Margrét Hildur Anna Birgisdóttir kom inn af bekknum hjá Þór/KA í hálfleik og það tók hana ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn, í orðsins fyllstu merkingu. Hún skoraði beint úr hornspyrnu aðeins tveimur mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst. Tveimur mínútum síðar tók Hildur Anna aftur hornspyrnu, að þessu sinni rataði boltinn inn á teig þar sem Margrét Árnadóttir náði að snúa og skófla tuðrunni í netið. Staðan orðin 1-3 og Akureyringar að njóta sín í botn. Það var svo á 69. mínútu sem Sandra María gerði endanlega út um leikinn þegar hún kláraði hlaup sitt á fjær og potaði boltanum í netið eftir að Amalía Árnadóttir hafði átt líka þessa fínu fyrirgjöf. Var þetta 10. deildarmark Söndru Maríu á leiktíðinni. Staðan orðin 1-4 og það reyndust lokatölur í Garðabænum. Tíu mörk takk fyrir pent.vísir/Hulda Margrét Þór/KA er nú komið upp í 3. sæti með 18 stig líkt og Íslandsmeistarar Vals sem sitja sæti ofar með leik til góða. Stjarnan er í 5. sæti með 9 stig. Atvik leiksins Ætli það sé ekki ákvörðun þjálfarateymis Þórs/KA að setja Hildi Önnu inn í hálfleik. Spyrnugeta hennar gjörbreytti leiknum. Stjörnur og skúrkar Hildur Anna og Sandra María eru stjörnur dagsins. Það væri forvitnilegt að vita hvað Sandra María var að gera í vetur en það er heldur betur að skila sér. Hildur Anna er svo enn ein af gríðarlega efnilegum knattspyrnum sem Akureyri hefur alið undanfarin misseri. Varnarleikur Stjörnunnar í heild sinni er skúrkur dagsins. Það er ekki boðlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli. Dómarar Stefán Ragnar Guðlaugsson og teymi hans átti ágætis dag í Garðabænum. Stemning og umgjörð Það hefði verið gaman að sjá fleiri í stúkunni en Stjarnan þarf að eiga það við sig að byggja stúku sem hatar hita og elskar kulda (og myrkur). Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Stjarnan komst yfir snemma leiks eftir að Hrefna Jónsdóttir var rétt kona á réttum stað. Eftir þungt tap í síðasta leik hefði maður haldið að það myndi fara um gestina frá Akureyri en svo var ekki. Þegar hálftími var liðinn barst boltinn á Söndru Maríu Jessen sem skoraði að sjálfsögðu en hún hefur verið óstöðvandi í upphafi móts. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en í þeim síðari gengu gestirnir á lagið. Sandra María hefur raðað inn mörkum í sumar.Vísir/Hulda Margrét Hildur Anna Birgisdóttir kom inn af bekknum hjá Þór/KA í hálfleik og það tók hana ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn, í orðsins fyllstu merkingu. Hún skoraði beint úr hornspyrnu aðeins tveimur mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst. Tveimur mínútum síðar tók Hildur Anna aftur hornspyrnu, að þessu sinni rataði boltinn inn á teig þar sem Margrét Árnadóttir náði að snúa og skófla tuðrunni í netið. Staðan orðin 1-3 og Akureyringar að njóta sín í botn. Það var svo á 69. mínútu sem Sandra María gerði endanlega út um leikinn þegar hún kláraði hlaup sitt á fjær og potaði boltanum í netið eftir að Amalía Árnadóttir hafði átt líka þessa fínu fyrirgjöf. Var þetta 10. deildarmark Söndru Maríu á leiktíðinni. Staðan orðin 1-4 og það reyndust lokatölur í Garðabænum. Tíu mörk takk fyrir pent.vísir/Hulda Margrét Þór/KA er nú komið upp í 3. sæti með 18 stig líkt og Íslandsmeistarar Vals sem sitja sæti ofar með leik til góða. Stjarnan er í 5. sæti með 9 stig. Atvik leiksins Ætli það sé ekki ákvörðun þjálfarateymis Þórs/KA að setja Hildi Önnu inn í hálfleik. Spyrnugeta hennar gjörbreytti leiknum. Stjörnur og skúrkar Hildur Anna og Sandra María eru stjörnur dagsins. Það væri forvitnilegt að vita hvað Sandra María var að gera í vetur en það er heldur betur að skila sér. Hildur Anna er svo enn ein af gríðarlega efnilegum knattspyrnum sem Akureyri hefur alið undanfarin misseri. Varnarleikur Stjörnunnar í heild sinni er skúrkur dagsins. Það er ekki boðlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli. Dómarar Stefán Ragnar Guðlaugsson og teymi hans átti ágætis dag í Garðabænum. Stemning og umgjörð Það hefði verið gaman að sjá fleiri í stúkunni en Stjarnan þarf að eiga það við sig að byggja stúku sem hatar hita og elskar kulda (og myrkur).
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira