Hættulegar bikblæðingar víða á vegum landsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 20:19 Vegfarandi segir aðstæður mjög hættulegar á veginum í Ölfusi. G. Pétur upplýsingafulltrúi ræddi bikblæðingar í samtali við Vísi. vísir Vegfaranda í Ölfusi blöskraði aðkoman á veginum milli Hveragerðis og Þorlákshöfn í gær þar sem bikblæðingar eru áberandi. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ljóst að ná verði betri tökum á vandamálinu. „Þetta er stórhættulegt. Ég myndi ekki vilja vera þarna, þurfa að nauðhemla eða vera á mótorhjóli og fara í gegnum þetta,“ segir Þorsteinn T. Ragnarsson sem átti leið þar um og tók eftirfarandi myndband. „Bíllinn á undan mér fór í gegnum þetta og ég fór út í kant að skoða. Ég steig í þetta og tók bara drulluna með mér upp.“ Hann birti myndbandið á Facebook, þar sem það vakti mikla athygli. Margir agnúast út í Vegagerðina fyrir að gera ekki meira til að aftra slíkum blæðingum. Á föstudag varaði Vegagerðin við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði. Sama dag varð alvarlegt rútuslys á veginum í Öxnadal, þar sem ferðamannarúta hafnaði utan vegar. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Ekki fundið nógu góða lausn G. Pétur segir í samtali við fréttastofu erfitt að meta hvort um óvenjulegt magn bikbæðinga sé að ræða. „En þetta kemur fyrir, þegar það hlýnar er hætta á þessu. Menn verða að aka eftir aðstæðum, það segir í lögunum. Við vörum við þessu,“ segir G. Pétur. „Þetta kemur í raun upp á hverju sumri. Við vörum við þessu og söndum. Það sem myndi leysa málið væri að malbika, í stað þess að leggja klæðingu. En það kostar fjórum til fimm sinnum meira. Með vegakerfið undir erum við að tala um tugi milljarða króna, sem það myndi kosta. En við erum alltaf að lengja þá kafla sem eru malbikaðir, það er það sem við erum að gera til frambúðar.“ Hann bætir við Vegagerðin verði að ná betri tökum á þessu vandamáli. „Við getum ekki hætt að nota klæðingar. Við þekkjum líka að þetta er ekki séríslenskt vandamál en við höfum ekki fundið nógu góða lausn á þessu og hvað nákvæmlega orsakar þetta.“ Vegagerð Umferðaröryggi Ölfus Rútuslys í Öxnadal Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
„Þetta er stórhættulegt. Ég myndi ekki vilja vera þarna, þurfa að nauðhemla eða vera á mótorhjóli og fara í gegnum þetta,“ segir Þorsteinn T. Ragnarsson sem átti leið þar um og tók eftirfarandi myndband. „Bíllinn á undan mér fór í gegnum þetta og ég fór út í kant að skoða. Ég steig í þetta og tók bara drulluna með mér upp.“ Hann birti myndbandið á Facebook, þar sem það vakti mikla athygli. Margir agnúast út í Vegagerðina fyrir að gera ekki meira til að aftra slíkum blæðingum. Á föstudag varaði Vegagerðin við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði. Sama dag varð alvarlegt rútuslys á veginum í Öxnadal, þar sem ferðamannarúta hafnaði utan vegar. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Ekki fundið nógu góða lausn G. Pétur segir í samtali við fréttastofu erfitt að meta hvort um óvenjulegt magn bikbæðinga sé að ræða. „En þetta kemur fyrir, þegar það hlýnar er hætta á þessu. Menn verða að aka eftir aðstæðum, það segir í lögunum. Við vörum við þessu,“ segir G. Pétur. „Þetta kemur í raun upp á hverju sumri. Við vörum við þessu og söndum. Það sem myndi leysa málið væri að malbika, í stað þess að leggja klæðingu. En það kostar fjórum til fimm sinnum meira. Með vegakerfið undir erum við að tala um tugi milljarða króna, sem það myndi kosta. En við erum alltaf að lengja þá kafla sem eru malbikaðir, það er það sem við erum að gera til frambúðar.“ Hann bætir við Vegagerðin verði að ná betri tökum á þessu vandamáli. „Við getum ekki hætt að nota klæðingar. Við þekkjum líka að þetta er ekki séríslenskt vandamál en við höfum ekki fundið nógu góða lausn á þessu og hvað nákvæmlega orsakar þetta.“
Vegagerð Umferðaröryggi Ölfus Rútuslys í Öxnadal Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira