Ungur breskur maður týndur á Tenerife Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 17:47 Slater var í fríi með vinum sínum og fór heim með fólki sem hann kynntist á meðan hann skemmti sér. Hann ætlaði svo að ganga heim en ekkert hefur spurst til hans síðan snemma á mánudag. Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. Leitarteymi, ættingjar og vinir Slater hafa leitað að honum í fjalllendi við Rural de Teno national þjóðgarðinn en síðasta þekkta staðsetning hans var á fjallvegi þar. „Þetta er áfall og mér líður ekki eins og þetta sé raunverulegt. Þetta er skelfilegt, þetta er hryllilegt. Hann er æðisleg manneskja sem öllum langaði að vera með. Hann lítur vel út, hann er vinsæll strákur,“ sagði móðir hans, Debbie, við AP fréttastofu. Hún sagði einnig við þau að lögreglan sem leiðir leitina hafi verið mjög góð og að lögreglan hafi unnið sleitulaust við leit og notað til þess bæði hunda og dróna. Fram kemur í umfjöllun breska miðilsins BBC að Jay hafi á sunnudag birt myndir af sér á samfélagsmiðlum. Þar var hann klæddur í gráa skyrtu með grænum bútum á öxlunum og að skemmta sér. Haft er eftir vinkonu hans í frétt BBC að Jay hafi farið heim með fólki sem hann hafi hitt á meðan hann var úti að skemmta sér norðvestur af eyjunni. Hann hafi hringt í hana snemma á mánudagsmorgun til að segja henni að hann væri að reyna að labba heim til þeirra á suðurhluta eyjunnar og að hann hafi misst af strætisvagninum heim. Gangan heim væri um tíu klukkutíma, hann væri ekki með vatn og hann ætti aðeins um eitt prósent eftir af símanum sínum. Á meðan hún var að tala við hann slökknaði á símanum og enginn hefur heyrt frá honum síðan. Breskur blaðamaðurinn og ritstjóri Canarian Weekly sagði við BBC að svæðið þar sem Slater týndist væri mjög gróft. Fólk væri þangað til að ganga og klífa fjöll og það væri líkt eyðimörk. Þar væri einnig að finna djúp gil og gljúfur og að fólk vildi líklega ekki vera þar án nauðsynlegs búnaðar. Þegar hann sást síðast var hann klæddur í stuttbuxur, stuttermabol og íþróttaskó. Spánn Bretland Kanaríeyjar Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Leitarteymi, ættingjar og vinir Slater hafa leitað að honum í fjalllendi við Rural de Teno national þjóðgarðinn en síðasta þekkta staðsetning hans var á fjallvegi þar. „Þetta er áfall og mér líður ekki eins og þetta sé raunverulegt. Þetta er skelfilegt, þetta er hryllilegt. Hann er æðisleg manneskja sem öllum langaði að vera með. Hann lítur vel út, hann er vinsæll strákur,“ sagði móðir hans, Debbie, við AP fréttastofu. Hún sagði einnig við þau að lögreglan sem leiðir leitina hafi verið mjög góð og að lögreglan hafi unnið sleitulaust við leit og notað til þess bæði hunda og dróna. Fram kemur í umfjöllun breska miðilsins BBC að Jay hafi á sunnudag birt myndir af sér á samfélagsmiðlum. Þar var hann klæddur í gráa skyrtu með grænum bútum á öxlunum og að skemmta sér. Haft er eftir vinkonu hans í frétt BBC að Jay hafi farið heim með fólki sem hann hafi hitt á meðan hann var úti að skemmta sér norðvestur af eyjunni. Hann hafi hringt í hana snemma á mánudagsmorgun til að segja henni að hann væri að reyna að labba heim til þeirra á suðurhluta eyjunnar og að hann hafi misst af strætisvagninum heim. Gangan heim væri um tíu klukkutíma, hann væri ekki með vatn og hann ætti aðeins um eitt prósent eftir af símanum sínum. Á meðan hún var að tala við hann slökknaði á símanum og enginn hefur heyrt frá honum síðan. Breskur blaðamaðurinn og ritstjóri Canarian Weekly sagði við BBC að svæðið þar sem Slater týndist væri mjög gróft. Fólk væri þangað til að ganga og klífa fjöll og það væri líkt eyðimörk. Þar væri einnig að finna djúp gil og gljúfur og að fólk vildi líklega ekki vera þar án nauðsynlegs búnaðar. Þegar hann sást síðast var hann klæddur í stuttbuxur, stuttermabol og íþróttaskó.
Spánn Bretland Kanaríeyjar Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira