Hafrún Rakel Halldórsdóttir var í byrjunarliði Brøndby en Kristín Dís Árnadóttir á bekknum.
Eftir markalausan fyrri hálfleik tók Nordsjælland tveggja marka forystu í seinni hálfleik. Emilía Kiær braut ísinn á 58. mínútu og Alma Aagard bætti svo við á 72. mínútu.
Brøndby minnkaði muninn sex mínútum síðar en tókst ekki að setja jöfnunarmarkið og horfði á eftir bikarmeistaratitlinum til Nordsjælland.
Brøndby IF er sigursælasta félag Danmerkur í bikarkeppninni með 11 titla en liðið hefur núna tapað þremur úrslitaleikjum í röð frá árinu 2019.
Nordsjælland er bikarmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn frá upphafi. Titlarnir unnust 2020, 2023 og 2024.