„Þessi vantrauststillaga verður felld“ Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. júní 2024 23:01 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að vantrauststillaga á ráðherra Vinstri grænna verði felld á morgun. Vísir/Vilhelm Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun. Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa gefið það út að þeir muni allir verja Bjarkeyju vantrausti. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þessi vantrauststillaga verður felld,“ sagði Hildur og að það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Pólitískt leikrit Málið hafi verið rætt á þingflokksfundi í dag. Hún hafi ekki tekið nafnakall en að þingflokkurinn muni stuðla að því að tillagan verði felld. „Enda er þessi tillaga eingöngu pólitískt leikrit sem aðför að ríkisstjórninni. Skiljanlega er stjórnarandstaðan að horfast í augu við að meirihlutinn hér ætlar að klára fullt af málum,“ segir Hildur og að það verði gert í samstöðu og málamiðlunum, fyrir fólkið í landinu. „Það er hlutverkið sem við vorum kosin til að sinna og við ætlum að gera það," segir Hildur. Innan þingflokksins hafi verið áhyggjur af þessu máli. Þingmenn hafi sterkar skoðanir á stjórnsýslunni en tillagan verði samt sem áður felld. Stefna á að ljúka þingi í þessari viku Hildur segir að flokkarnir vinni nú að því að miðla málum svo hægt verði að ljúka þingstörfum. Það væri eðlilegt að svo ólíkir flokkar þyrftu að gera það. „Það eru vissulega mjög mörg mál undir. En þetta gengu vel. Við ætlum að klára og við látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur upp við vegg með þessum hætti með svona furðutillögu,“ segir Hildur. Stefnt væri að því að ljúka þingstörfum í þessari viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa gefið það út að þeir muni allir verja Bjarkeyju vantrausti. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þessi vantrauststillaga verður felld,“ sagði Hildur og að það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Pólitískt leikrit Málið hafi verið rætt á þingflokksfundi í dag. Hún hafi ekki tekið nafnakall en að þingflokkurinn muni stuðla að því að tillagan verði felld. „Enda er þessi tillaga eingöngu pólitískt leikrit sem aðför að ríkisstjórninni. Skiljanlega er stjórnarandstaðan að horfast í augu við að meirihlutinn hér ætlar að klára fullt af málum,“ segir Hildur og að það verði gert í samstöðu og málamiðlunum, fyrir fólkið í landinu. „Það er hlutverkið sem við vorum kosin til að sinna og við ætlum að gera það," segir Hildur. Innan þingflokksins hafi verið áhyggjur af þessu máli. Þingmenn hafi sterkar skoðanir á stjórnsýslunni en tillagan verði samt sem áður felld. Stefna á að ljúka þingi í þessari viku Hildur segir að flokkarnir vinni nú að því að miðla málum svo hægt verði að ljúka þingstörfum. Það væri eðlilegt að svo ólíkir flokkar þyrftu að gera það. „Það eru vissulega mjög mörg mál undir. En þetta gengu vel. Við ætlum að klára og við látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur upp við vegg með þessum hætti með svona furðutillögu,“ segir Hildur. Stefnt væri að því að ljúka þingstörfum í þessari viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40
Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53
Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49