Ástand Íslendingsins sem lenti í nautinu sagt stöðugt Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 15:25 Skjáskot úr myndbandi af atvikinu. Información.es Ástand íslensks karlmanns á fimmtugsaldri, sem særðist í nautahlaupi á Spáni í gær, er sagt stöðugt. Íslendingurinn særðist þegar naut réðst á hann í svokölluðu bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á götur út. Hann fékk horn nautsins í lærið og var sagður hafa fengið stórt sár, en að litlu hefði mátt muna svo hornið hefði rofið slagæð mannsins. Spænski fjölmiðillinn El Español greinir frá því að íslenski maðurinn, sem er 46 ára gamall, sé enn á sjúkrahúsi, en að ástand hans sé stöðugt. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á [email protected]. Atvikið átti sér stað í bænum Jávea sem er ekki langt frá ferðamannaborginni vinsælu Alicante. Myndband af atvikinu var birt á miðlinum Información. Íslendingurinn hafi áhyggur af pilti sem lenti líka í nauti Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að svipað atvik hafi átt sér stað. Fimmtán ára piltur var fluttur á sama sjúkrahús og Íslendingurinn með áverka á baki eftir að hafa lent í nauti á bous al carrer-nautahlaupi. Pilturinn var í framhaldinu fluttur á annan spítala vegna þess hve alvarlegir áverkar hans eru, en hann er sagður hafa misst mátt í fótunum. Óttast er að hann hafi orðið fyrir mænuskaða. Staðarmiðill kenndur við Levante segir jafnframt að ástand Íslendingsins sé betra. Nú hafi hann hins vegar mestar áhyggjur af piltinum. Þá bendir El Español á að í Valensíahéraði, þar sem Jávea-bærinn er staðsettur, hafi rúmlega þúsund manns særst og tveir látið lífið á sams konar viðburðum á síðasta ári. Íslendingar erlendis Spánn Dýr Tengdar fréttir Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. 19. júní 2024 10:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Íslendingurinn særðist þegar naut réðst á hann í svokölluðu bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á götur út. Hann fékk horn nautsins í lærið og var sagður hafa fengið stórt sár, en að litlu hefði mátt muna svo hornið hefði rofið slagæð mannsins. Spænski fjölmiðillinn El Español greinir frá því að íslenski maðurinn, sem er 46 ára gamall, sé enn á sjúkrahúsi, en að ástand hans sé stöðugt. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á [email protected]. Atvikið átti sér stað í bænum Jávea sem er ekki langt frá ferðamannaborginni vinsælu Alicante. Myndband af atvikinu var birt á miðlinum Información. Íslendingurinn hafi áhyggur af pilti sem lenti líka í nauti Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að svipað atvik hafi átt sér stað. Fimmtán ára piltur var fluttur á sama sjúkrahús og Íslendingurinn með áverka á baki eftir að hafa lent í nauti á bous al carrer-nautahlaupi. Pilturinn var í framhaldinu fluttur á annan spítala vegna þess hve alvarlegir áverkar hans eru, en hann er sagður hafa misst mátt í fótunum. Óttast er að hann hafi orðið fyrir mænuskaða. Staðarmiðill kenndur við Levante segir jafnframt að ástand Íslendingsins sé betra. Nú hafi hann hins vegar mestar áhyggjur af piltinum. Þá bendir El Español á að í Valensíahéraði, þar sem Jávea-bærinn er staðsettur, hafi rúmlega þúsund manns særst og tveir látið lífið á sams konar viðburðum á síðasta ári.
Íslendingar erlendis Spánn Dýr Tengdar fréttir Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. 19. júní 2024 10:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. 19. júní 2024 10:47