Donald Sutherland er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 17:33 Ferill hans náði yfir hátt í sex áratugi. AP/Arthur Mola Kanadíski leikarinn Donald Sutherland, frægur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Dirty Dozen og MASH, er látinn eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 88 ára gamall. Miðillinn Variety greinir frá þessu. Ferill Donald Sutherland spannar hátt í sex áratugi og hreppti hann meðal annars Emmy-verðlaun og Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn. Hann er líklega þekktastur yngri kynslóðinni fyrir hlutverk sitt sem Snow forseti í kvikmyndunum um Hungurleikana. Sutherland hlaut Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Citizen X árið 1995 og var aftur tilnefndur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Human Trafficking árið 2006. With a heavy heart, I tell you that my father, Donald Sutherland, has passed away. I personally think one of the most important actors in the history of film. Never daunted by a role, good, bad or ugly. He loved what he did and did what he loved, and one can never ask for more… pic.twitter.com/3EdJB03KKT— Kiefer Sutherland (@RealKiefer) June 20, 2024 Kiefer Sutherland, leikari og sonur Donald Sutherland, greindi frá andláti hans í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. „Hann elskaði það sem hann gerði og gerði það sem hann elskaði og það getur enginn beðið um meira en það. Líf sem vel var lifað,“ skrifar hann meðal annars um föður sinn. Sutherland giftist þrisvar sinnum. Hann var giftur Lois Hardwick á árunum 1959 til 1966, Shirley Douglas frá 1966 til 1970 og Francine Racette giftist hann árið 1972. Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Miðillinn Variety greinir frá þessu. Ferill Donald Sutherland spannar hátt í sex áratugi og hreppti hann meðal annars Emmy-verðlaun og Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn. Hann er líklega þekktastur yngri kynslóðinni fyrir hlutverk sitt sem Snow forseti í kvikmyndunum um Hungurleikana. Sutherland hlaut Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Citizen X árið 1995 og var aftur tilnefndur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Human Trafficking árið 2006. With a heavy heart, I tell you that my father, Donald Sutherland, has passed away. I personally think one of the most important actors in the history of film. Never daunted by a role, good, bad or ugly. He loved what he did and did what he loved, and one can never ask for more… pic.twitter.com/3EdJB03KKT— Kiefer Sutherland (@RealKiefer) June 20, 2024 Kiefer Sutherland, leikari og sonur Donald Sutherland, greindi frá andláti hans í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. „Hann elskaði það sem hann gerði og gerði það sem hann elskaði og það getur enginn beðið um meira en það. Líf sem vel var lifað,“ skrifar hann meðal annars um föður sinn. Sutherland giftist þrisvar sinnum. Hann var giftur Lois Hardwick á árunum 1959 til 1966, Shirley Douglas frá 1966 til 1970 og Francine Racette giftist hann árið 1972.
Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein