Faðir handtekinn á nærbuxunum á heimili sonar Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júní 2024 13:34 Sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók manninn. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða manni 170 þúsund krónur vegna handtöku sérsveitarinnar á honum árið 2022. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Að mati dómsins var handtakan sjálf lögmæt en vegna þess að maðurinn varð fyrir skaða vegna hennar á hann rétt á bótum. Þegar handtakan fór fram var sonur mannsins grunaður um að hafa skotið á bíl mannsins, föður síns. Nágrannar sonarins höfðu upplýst lögreglu um að hann væri að haga sér undarlega. Lögreglan hafi skoðað bíl föðurins og séð að öll hægri hlið hans væri sundurskotin. Hann hafi setið í bílnum og upplýst lögreglu um að sonurinn hefði skotið bílinn, sem væri ónýtur og til stæði að henda honum. Sonurinn á hins vega að hafa sagt að „hópur af svertingjum“ hefði ekið hjá og skotið á bílinn með vélbyssum. Var við það að sofna og náði ekki að klæða sig Faðirinn sagði við lögreglu að sonurinn ætti fleiri skotvopn en skráð væru í skotvopnaskrá. Þá væri skotvopnaleyfi hans útrunnið. Honum þætti mikilvægt að lögreglan myndi leita og leggja hald á skotvopn sonarins. Í kjölfarið fékk lögregla heimild til að leita í iðnaðarhúsnæði, geymslum og bílum sonarins. Lögreglan fékk sérsveitina til að aðstoða sig við að framfylgja úrskurðinum. Óskað var eftir því að sérsveitin myndi handtaka soninn og tryggja ástand í húsnæðinu, til dæmis með því að handtaka og færa alla á vettvangi í handjárn. Það var meðal annars gert til að tryggja að ekki væri hægt að spilla sönnunargögnum. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þegar þessi lögregluaðgerð fór fram var faðirinn staddur á heimili sonarins. Hann sagði að sér hafi brugðið mjög við þess aðgerð, en hann hafi legið í rúmi í nærbuxum einum fata og verið að sofna þegar hann hafi hrokkið upp við mikinn hávaða. Greinilegt væri að lögreglan væri komin í húsið. Áður en honum hafi tekist að komast fram úr og klæða sig hefðu sérsveitarmenn ruðst inn í herbergið, að sögn mannsins með fyrirgangi og ógnandi látbragði. Hann hafi verið handjárnaður og tilkynnt um að hann hefði réttarstöðu sakbornings en honum var ekki kynnt sakarefnið. Í stefnu mannsins sagði að hann hafi verið látinn liggja á grúfu, nánast nakinn, á meðan húsleit fór fram, en hún hafi í heildina tekið rúma klukkustund. Lögreglan vildi meina að hann hafi fengið sæng eða teppi til að hylja sig og í fyrstu legið uppi í rúmi og síðan sest upp. Hrekkur upp þegar hann heyrir í þyrlu Maðurinn vildi meina að hann fyndi fyrir áhrifum handtökunnar. Hann hrykki upp þegar hann heyrði í þyrlu þar sem það minnti hann á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem hafi sótt sérsveitarmennina sem tóku þátt í aðgerðinni. Hann krafðist einnar milljónar króna í miskabætur frá ríkinu. Íslenska ríkið, fyrir hönd lögreglunnar, féllst á bótaábyrgð, en krafðist þess að upphæðin myndi lækka verulega. Að mati dómsins var handtakan lögmæt og ekki hægt að fallast á að sérsveitarmennirnir hafi valdið ólögmætri meingerð gegn frelsi, firði, æru eða persónu mannsins. Dómurinn komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að ríkið skyldi greiða manninum 170 þúsund krónur. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Þegar handtakan fór fram var sonur mannsins grunaður um að hafa skotið á bíl mannsins, föður síns. Nágrannar sonarins höfðu upplýst lögreglu um að hann væri að haga sér undarlega. Lögreglan hafi skoðað bíl föðurins og séð að öll hægri hlið hans væri sundurskotin. Hann hafi setið í bílnum og upplýst lögreglu um að sonurinn hefði skotið bílinn, sem væri ónýtur og til stæði að henda honum. Sonurinn á hins vega að hafa sagt að „hópur af svertingjum“ hefði ekið hjá og skotið á bílinn með vélbyssum. Var við það að sofna og náði ekki að klæða sig Faðirinn sagði við lögreglu að sonurinn ætti fleiri skotvopn en skráð væru í skotvopnaskrá. Þá væri skotvopnaleyfi hans útrunnið. Honum þætti mikilvægt að lögreglan myndi leita og leggja hald á skotvopn sonarins. Í kjölfarið fékk lögregla heimild til að leita í iðnaðarhúsnæði, geymslum og bílum sonarins. Lögreglan fékk sérsveitina til að aðstoða sig við að framfylgja úrskurðinum. Óskað var eftir því að sérsveitin myndi handtaka soninn og tryggja ástand í húsnæðinu, til dæmis með því að handtaka og færa alla á vettvangi í handjárn. Það var meðal annars gert til að tryggja að ekki væri hægt að spilla sönnunargögnum. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þegar þessi lögregluaðgerð fór fram var faðirinn staddur á heimili sonarins. Hann sagði að sér hafi brugðið mjög við þess aðgerð, en hann hafi legið í rúmi í nærbuxum einum fata og verið að sofna þegar hann hafi hrokkið upp við mikinn hávaða. Greinilegt væri að lögreglan væri komin í húsið. Áður en honum hafi tekist að komast fram úr og klæða sig hefðu sérsveitarmenn ruðst inn í herbergið, að sögn mannsins með fyrirgangi og ógnandi látbragði. Hann hafi verið handjárnaður og tilkynnt um að hann hefði réttarstöðu sakbornings en honum var ekki kynnt sakarefnið. Í stefnu mannsins sagði að hann hafi verið látinn liggja á grúfu, nánast nakinn, á meðan húsleit fór fram, en hún hafi í heildina tekið rúma klukkustund. Lögreglan vildi meina að hann hafi fengið sæng eða teppi til að hylja sig og í fyrstu legið uppi í rúmi og síðan sest upp. Hrekkur upp þegar hann heyrir í þyrlu Maðurinn vildi meina að hann fyndi fyrir áhrifum handtökunnar. Hann hrykki upp þegar hann heyrði í þyrlu þar sem það minnti hann á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem hafi sótt sérsveitarmennina sem tóku þátt í aðgerðinni. Hann krafðist einnar milljónar króna í miskabætur frá ríkinu. Íslenska ríkið, fyrir hönd lögreglunnar, féllst á bótaábyrgð, en krafðist þess að upphæðin myndi lækka verulega. Að mati dómsins var handtakan lögmæt og ekki hægt að fallast á að sérsveitarmennirnir hafi valdið ólögmætri meingerð gegn frelsi, firði, æru eða persónu mannsins. Dómurinn komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að ríkið skyldi greiða manninum 170 þúsund krónur.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira