Taka tvö í Vesturbugt Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 14:31 Horft yfir Vesturbugt og hafnarsvæðið. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að byggingarréttur fyrir allt að 177 íbúðir í hjarta borgarinnar við gömlu höfnina í Reykjavík hafi verið boðinn út og tilboðsfrestur sé til 5. júlí næstkomandi. 27 þúsund blandaðir fermetrar Auk íbúða nái byggingarrétturinn einnig til atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. Á Hlésgötu 1 verði heimilt að byggja allt að 110 íbúðir í tveggja til fimm hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn á lóðinni sé 17.120 fermetrar. Á Hlésgötu 2 verði heimilt að byggja allt að 67 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn þeirrar lóðar sé 10.368 fermetrar. Hægt að færast ekki of mikið í fang Sem áður segir var samningi um uppbyggingu í Vesturbugt rift í fyrra. Reykjavíkurborg sagði byggingafélagið Vesturbugt ehf. ekki hafa aðhafst neitt frá því að samningar voru undirritaðir árið 2017. Vesturbugt ehf. taldi riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefði ekki enn verið samþykkt. „Riftunin er fullkomlega eðlileg miðað við forsögu málsins. Borgin mun bjóða þessar frábæru lóðir aftur út í haust,“ sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri við því. Í tilkynningunni nú segir að í kjölfar riftunarinnar hafi verið gerðar minniháttar breytingar frá fyrra deiliskipulagi, meðal annars að tvískipta lóðinni. Bjóðendur hafi nú val um bjóða í aðra lóðina eða báðar. Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23 Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að byggingarréttur fyrir allt að 177 íbúðir í hjarta borgarinnar við gömlu höfnina í Reykjavík hafi verið boðinn út og tilboðsfrestur sé til 5. júlí næstkomandi. 27 þúsund blandaðir fermetrar Auk íbúða nái byggingarrétturinn einnig til atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. Á Hlésgötu 1 verði heimilt að byggja allt að 110 íbúðir í tveggja til fimm hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn á lóðinni sé 17.120 fermetrar. Á Hlésgötu 2 verði heimilt að byggja allt að 67 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn þeirrar lóðar sé 10.368 fermetrar. Hægt að færast ekki of mikið í fang Sem áður segir var samningi um uppbyggingu í Vesturbugt rift í fyrra. Reykjavíkurborg sagði byggingafélagið Vesturbugt ehf. ekki hafa aðhafst neitt frá því að samningar voru undirritaðir árið 2017. Vesturbugt ehf. taldi riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefði ekki enn verið samþykkt. „Riftunin er fullkomlega eðlileg miðað við forsögu málsins. Borgin mun bjóða þessar frábæru lóðir aftur út í haust,“ sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri við því. Í tilkynningunni nú segir að í kjölfar riftunarinnar hafi verið gerðar minniháttar breytingar frá fyrra deiliskipulagi, meðal annars að tvískipta lóðinni. Bjóðendur hafi nú val um bjóða í aðra lóðina eða báðar.
Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23 Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23
Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30