Ný heitavatnshola gjörbreytir stöðunni á Suðurnesjunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júní 2024 15:50 Ný borhola á Miðnesheiði við Rockville kemur í veg fyrir að heitavatnslaust geti orðið á Suðurnesjunum, ef röskun verður á starfsemi Svartsengis. Vísir/Vilhelm Ný tilraunaborhola á Miðnesheiði við Rockville á Suðurnesjunum, sem gefur um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni, gjörbreytir stöðunni í heitavatnsmálum á Suðurnesjum til betri vegar. Í tilkynningu segir að holan muni nýtast til að halda húsum á Suðurnesjum frostfríum, komið upp svipuð staða og í vetur þegar Njarðvíkuræðin brast undan hraunstraumi. Risastór tíðindi í orkuöryggi á Suðurnesjum Auður Agla Óladóttir hjá Ísor, segir að fyrir það fyrsta sé um að ræða algjöra byltingu í hitaveituöryggi Suðurnesjanna. Tilgangur verkefnisins hafi einmitt verið sá að athuga hvort hægt væri að koma á einhverri neyðarhitaveitu, ef upp kæmi svipuð staða og í vetur. Það gæti gerst ef heitavatnsframleiðsla í Svartsengi legðist niður, eða hraunstreymi færi yfir Njarðvíkuræð eins og í vetur. Agla segir að í framhaldinu verði skoðað hvort möguleikar séu á frekari jarðhitaleit og nýtingu á vatninu, en til að byrja með verði holan nýtt sem varahitaveita. Unnið að viðgerð á vatnslögnum frá Svarstengi í vetur.Ívar Fannar Neyðarverkefni vegna eldsumbrotanna Ráðist var í þetta neyðarverkefni á vegum Umhverfis-orku- og loftslagsráðuneytisins í vetur, þar sem lagt var upp með að bora þrjár djúpar tilraunaholur í leit að lághita og koma upp varahitaveitu ef röskum verður á starfsemi hitaveitunnar í Svartsengi vegna eldsumbrota. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, segir að skrapað hafi verið út úr öllum hirslum ráðuneytisins, til þess að fjármagna verkefnið. Sem betur fer hafi það gengið upp. Fyrsta holan var tilraunaborhola á Njarðvíkurheiði, nálægt Stapafellsvegi. Hún er að gefa um 30 sekúndulítra af um 40 gráðu heitu vatni. Holan við Rockville er að gefa um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni. Agla segia að borun sé hafin í þriðju holunni, sem er við Vogshól. Það komi í ljós á næstu vikum hvað komi út úr henni. Að þessu verkefni standa HS Orka, Ísor og Umhverfis-orku og loftslagsráðuneytið. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um að bora eftir vatninu. Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að holan muni nýtast til að halda húsum á Suðurnesjum frostfríum, komið upp svipuð staða og í vetur þegar Njarðvíkuræðin brast undan hraunstraumi. Risastór tíðindi í orkuöryggi á Suðurnesjum Auður Agla Óladóttir hjá Ísor, segir að fyrir það fyrsta sé um að ræða algjöra byltingu í hitaveituöryggi Suðurnesjanna. Tilgangur verkefnisins hafi einmitt verið sá að athuga hvort hægt væri að koma á einhverri neyðarhitaveitu, ef upp kæmi svipuð staða og í vetur. Það gæti gerst ef heitavatnsframleiðsla í Svartsengi legðist niður, eða hraunstreymi færi yfir Njarðvíkuræð eins og í vetur. Agla segir að í framhaldinu verði skoðað hvort möguleikar séu á frekari jarðhitaleit og nýtingu á vatninu, en til að byrja með verði holan nýtt sem varahitaveita. Unnið að viðgerð á vatnslögnum frá Svarstengi í vetur.Ívar Fannar Neyðarverkefni vegna eldsumbrotanna Ráðist var í þetta neyðarverkefni á vegum Umhverfis-orku- og loftslagsráðuneytisins í vetur, þar sem lagt var upp með að bora þrjár djúpar tilraunaholur í leit að lághita og koma upp varahitaveitu ef röskum verður á starfsemi hitaveitunnar í Svartsengi vegna eldsumbrota. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, segir að skrapað hafi verið út úr öllum hirslum ráðuneytisins, til þess að fjármagna verkefnið. Sem betur fer hafi það gengið upp. Fyrsta holan var tilraunaborhola á Njarðvíkurheiði, nálægt Stapafellsvegi. Hún er að gefa um 30 sekúndulítra af um 40 gráðu heitu vatni. Holan við Rockville er að gefa um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni. Agla segia að borun sé hafin í þriðju holunni, sem er við Vogshól. Það komi í ljós á næstu vikum hvað komi út úr henni. Að þessu verkefni standa HS Orka, Ísor og Umhverfis-orku og loftslagsráðuneytið. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um að bora eftir vatninu.
Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 10. febrúar 2024 00:48
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14