„Ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við“ Sverrir Mar Smárason skrifar 22. júní 2024 21:48 Fyrirliði KR, Theodór Elmar Bjarnason, jafnaði leikinn á 39. mínútu. Vísir/Anton Theodór Elmar, fyrirliði KR, var nokkuð sáttur með fengið stig á Víkingsvellinum þegar KR gerði 1-1 jafntefli við Víking í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld. „Bara gríðarlega sterkt að koma í Fossvoginn og taka eitt stig. Þó ég hefði bara viljað stela þessu hér í lokin. Við spiluðum gríðarlega skipulagðan varnarleik, þurftum að stoppa ákveðna bæðingu hjá okkur og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þeir skora úr föstu leikatriði og þeir voru auðvitað mikið með boltann en það var leikplanið okkar. Eftir það sem á undan hefur gengið hjá okkur á þessari leiktíð og hvernig staðan er á okkur þá er gríðarlega sterkt að koma og taka til. Þeir tapa ekki mörgum stigum hér,“ sagði fyrirliði KR. Síðastliðin vika hjá KR hefur verið skrýtin. Tapa á Akranesi í miðri viku, Gregg Ryder stýrði æfingu daginn eftir en var svo látinn fara. Pálmi Rafn tók við og leikmenn þurftu að bregðast við. „Við stöndum bara allir saman. Góður maður og góður þjálfari sem missti starfið sitt því við náðum ekki að standa okkur á vellinum. Það er alltaf leiðinlegt þegar það gerist. Það koma frábærir menn inn í staðin. Bjarni og Pálmi eru meira en færir til þess að leiða þetta lið til sigurs og ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við,“ sagði Theodór. KR-inga byrjuðu leikinn illa og fengu mark á sig eftir sjö mínútur. Þeir spiluðu í nýju kerfi, 5-3-2, og Theodór Elmar í vinstri væng bakverði. „Mjög mikil hlaup enda fór ég útaf eftir klukkutíma. Ég spilaði leik fyrir fjórum dögum, 37 ára gamall, á erfiðum grasvelli. Þetta var þungt. Ég er bara sáttur við eigin frammistöðu og liðsins,“ sagði Theodór um nýja stöðu. Að lokum var Theodór Elmar spurður hvort hann væri bjartsýnn á framhaldið og svarið var einfalt. „Heldur betur.“ Besta deild karla Íslenski boltinn KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
„Bara gríðarlega sterkt að koma í Fossvoginn og taka eitt stig. Þó ég hefði bara viljað stela þessu hér í lokin. Við spiluðum gríðarlega skipulagðan varnarleik, þurftum að stoppa ákveðna bæðingu hjá okkur og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þeir skora úr föstu leikatriði og þeir voru auðvitað mikið með boltann en það var leikplanið okkar. Eftir það sem á undan hefur gengið hjá okkur á þessari leiktíð og hvernig staðan er á okkur þá er gríðarlega sterkt að koma og taka til. Þeir tapa ekki mörgum stigum hér,“ sagði fyrirliði KR. Síðastliðin vika hjá KR hefur verið skrýtin. Tapa á Akranesi í miðri viku, Gregg Ryder stýrði æfingu daginn eftir en var svo látinn fara. Pálmi Rafn tók við og leikmenn þurftu að bregðast við. „Við stöndum bara allir saman. Góður maður og góður þjálfari sem missti starfið sitt því við náðum ekki að standa okkur á vellinum. Það er alltaf leiðinlegt þegar það gerist. Það koma frábærir menn inn í staðin. Bjarni og Pálmi eru meira en færir til þess að leiða þetta lið til sigurs og ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við,“ sagði Theodór. KR-inga byrjuðu leikinn illa og fengu mark á sig eftir sjö mínútur. Þeir spiluðu í nýju kerfi, 5-3-2, og Theodór Elmar í vinstri væng bakverði. „Mjög mikil hlaup enda fór ég útaf eftir klukkutíma. Ég spilaði leik fyrir fjórum dögum, 37 ára gamall, á erfiðum grasvelli. Þetta var þungt. Ég er bara sáttur við eigin frammistöðu og liðsins,“ sagði Theodór um nýja stöðu. Að lokum var Theodór Elmar spurður hvort hann væri bjartsýnn á framhaldið og svarið var einfalt. „Heldur betur.“
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti