Fjöldi látinn eftir árásir á sýnagógu og kirkjur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 23:02 Reykjarmökkur stígur upp í Makhachkala. Kveikt var í sýnagógum og kirkjum. AP/Golos Dagestana Að minnsta kosti sex lögregluþjónar og einn prestur létust í skotárásum í tveimur borgum í Dagestan á sunnanverðu Rússlandi í dag. Árásarmenn hófu skothríð í sýnagógu, tveimur kirkjum og lögreglustöð. Rússnesk yfirvöld segja fjóra árásarmannanna hafa fallið en aðrir flúðu vettvang og leit að þeim stendur yfir. Minnst tólf lögregluþjónar særðust einnig í árásunum sem rússnesk yfirvöld telja að tengist. Árásirnar áttu sér stað í Makhachkala, höfuðborg Dagestan, og Derbent, borg á landamærunum við Aserbaídsjan. The New York Times hafa eftir lögregluyfirvöldum í Derbent að menn vopnaðir hríðskotabyssum hafi hafið skothríð í sýnagógu og kirkju og drepið minnst einn lögregluþjón og sært annan. RIA Novosti, rússneskur ríkismiðill, birti myndefni á Telegram sem sýnir sýnagóguna í Derbent standa í ljósum logum. Sýnagógan og kirkja brunnu til kaldra kola í kjölfar árásarinnar. Í Makhachkala-borg við Kaspíahafið hófst skothríð á götu sem sýnagóga liggur á. Sýnagógan varð einnig fyrir árás en rabbíninn í Makhachkala sagði í samtali við RIA Novosti að enginn hafi særst í árásinni. „Það er enginn vafi á því að þessi hryðjuverk tengist á einn eða annan hátt leyniþjónustum Úkraínu og NATO-ríkjanna,“ skrifar þingmaðurinn Abdulkhakim Gadzhiyev þingmaður í Dagestan í færslu á Telegram. Hryðjuverkasamtök íslamista eiga sér þó langa sögu á svæðinu. Dagestan er eitt lýðvelda sambandslýðveldisins Rússlands og er meirihluti fólks þar Íslamstrúar en gyðingar eiga þar einnig heima. Mikið hefur verið um trúartengt ofbeldi frá upplausn Sovétríkjanna en það hefur færst í aukana í kjölfar þess að stríð braust út milli Ísraels og Hamas í október síðastliðnum. Rússland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Rússnesk yfirvöld segja fjóra árásarmannanna hafa fallið en aðrir flúðu vettvang og leit að þeim stendur yfir. Minnst tólf lögregluþjónar særðust einnig í árásunum sem rússnesk yfirvöld telja að tengist. Árásirnar áttu sér stað í Makhachkala, höfuðborg Dagestan, og Derbent, borg á landamærunum við Aserbaídsjan. The New York Times hafa eftir lögregluyfirvöldum í Derbent að menn vopnaðir hríðskotabyssum hafi hafið skothríð í sýnagógu og kirkju og drepið minnst einn lögregluþjón og sært annan. RIA Novosti, rússneskur ríkismiðill, birti myndefni á Telegram sem sýnir sýnagóguna í Derbent standa í ljósum logum. Sýnagógan og kirkja brunnu til kaldra kola í kjölfar árásarinnar. Í Makhachkala-borg við Kaspíahafið hófst skothríð á götu sem sýnagóga liggur á. Sýnagógan varð einnig fyrir árás en rabbíninn í Makhachkala sagði í samtali við RIA Novosti að enginn hafi særst í árásinni. „Það er enginn vafi á því að þessi hryðjuverk tengist á einn eða annan hátt leyniþjónustum Úkraínu og NATO-ríkjanna,“ skrifar þingmaðurinn Abdulkhakim Gadzhiyev þingmaður í Dagestan í færslu á Telegram. Hryðjuverkasamtök íslamista eiga sér þó langa sögu á svæðinu. Dagestan er eitt lýðvelda sambandslýðveldisins Rússlands og er meirihluti fólks þar Íslamstrúar en gyðingar eiga þar einnig heima. Mikið hefur verið um trúartengt ofbeldi frá upplausn Sovétríkjanna en það hefur færst í aukana í kjölfar þess að stríð braust út milli Ísraels og Hamas í október síðastliðnum.
Rússland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira