„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“ Aron Guðmundsson skrifar 25. júní 2024 08:01 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga sambandsins hafa verið hálf broslega og skakka. Vísir/Samsett mynd Formaður HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, segir umræðuna, sem spratt upp í kringum samstarfssamninga sambandsins við fyrirtækin umdeildu, Arnarlax og Rapyd, hálf broslega og skakka. Fyrirtækin séu stoltir samstarfsaðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á samfélagsmiðlum um samstarfið „vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um.“ Nú fyrir helgi sögðum við frá erfiðri rekstrarstöðu HSÍ sem skilaði áttatíu og fimm milljóna króna tapi á síðasta ári, sér eigið fé sitt uppurið og í raun neikvætt um tugi milljóna. Guðmundur, formaður HSÍ, var til viðtals og tók þar undir að staða sambandsins væri grafalvarleg og sagði hann að tapið að miklu leiti skýrast af góðum árangri landsliða Íslands í handbolta. Betri árangri sem fylgi ekki meira fé frá ríki og afrekssjóði ÍSÍ. Tekjur HSÍ standa nánast í stað milli ára. Er erfitt fyrir ykkur að auka tekjurnar? „Það er í sjálfu sér ekki mikið að selja,“ svarar Guðmundur. „Og það broslega í þessu er svo það að á síðasta ári vorum við að liggja undir ámælum á samfélagsmiðlum vegna samstarfsaðila okkar sem vildu styðja við bakið á okkur. Þá áttum við, samkvæmt einhverjum, að vera handvelja fyrirtækin sem við eigum í samstarfi við. Við sátum ámæli undir því og það er hálf broslegt í ljósi stöðunnar.“ Vísar Guðmundur þar í umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við umdeild fyrirtæki. Annars vegar fiskeldisfyrirtækið Arnarlax sem hefur verið mikið í umræðunni, sem og Rapyd. En forstjóri þess fyrirtækis og stofnandi, Arik Shtilman, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við ísraelska herinn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við ofangreind fyrirtæki mátti greina umræðu á samfélagsmiðlum þar sem að meðal annars þjóðþekktir einstaklingar sögðu HSÍ ekki eiga að eiga í samstarfi með umræddum fyrirtækjum. Kom þessi umræða þér spánskt fyrir sjónir? „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar.“ HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Sjá meira
Nú fyrir helgi sögðum við frá erfiðri rekstrarstöðu HSÍ sem skilaði áttatíu og fimm milljóna króna tapi á síðasta ári, sér eigið fé sitt uppurið og í raun neikvætt um tugi milljóna. Guðmundur, formaður HSÍ, var til viðtals og tók þar undir að staða sambandsins væri grafalvarleg og sagði hann að tapið að miklu leiti skýrast af góðum árangri landsliða Íslands í handbolta. Betri árangri sem fylgi ekki meira fé frá ríki og afrekssjóði ÍSÍ. Tekjur HSÍ standa nánast í stað milli ára. Er erfitt fyrir ykkur að auka tekjurnar? „Það er í sjálfu sér ekki mikið að selja,“ svarar Guðmundur. „Og það broslega í þessu er svo það að á síðasta ári vorum við að liggja undir ámælum á samfélagsmiðlum vegna samstarfsaðila okkar sem vildu styðja við bakið á okkur. Þá áttum við, samkvæmt einhverjum, að vera handvelja fyrirtækin sem við eigum í samstarfi við. Við sátum ámæli undir því og það er hálf broslegt í ljósi stöðunnar.“ Vísar Guðmundur þar í umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við umdeild fyrirtæki. Annars vegar fiskeldisfyrirtækið Arnarlax sem hefur verið mikið í umræðunni, sem og Rapyd. En forstjóri þess fyrirtækis og stofnandi, Arik Shtilman, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við ísraelska herinn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við ofangreind fyrirtæki mátti greina umræðu á samfélagsmiðlum þar sem að meðal annars þjóðþekktir einstaklingar sögðu HSÍ ekki eiga að eiga í samstarfi með umræddum fyrirtækjum. Kom þessi umræða þér spánskt fyrir sjónir? „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar.“
HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Sjá meira
Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25
Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07
Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54