Sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson fóru yfir sögulínur leiksins í Stúkunni í gær.
„Þetta gerðist eiginlega þegar það kom leikhlé“ - sagði Sigubjörn og Baldur tók undir það. „Það er eiginlega bara sögulínan í leiknum, það er þetta stopp hérna. Leikurinn er stopp í sex og hálfa mínútu. Það svona dettur tempóið úr Víkingum og það sem gerist í kjölfarið er að það líður hálf mínúta og þá er KR búið að skora.“
Yfirferð þeirra félaga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.