Magnús Geir endurráðinn þjóðleikhússtjóri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2024 16:13 Þjóðleikhúsið Magnús Geir Þórðarson hefur verið endurráðinn í stöðu Þjóðleikhússtjóra og mun því áfram halda um stjórnartauma leikhússins til ársins 2030. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hann „hafi reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri“ og að starfsemi Þjóðleikhússins sé með miklum blóma um þessar mundir. Formaður Þjóðleikhúsráðs segir að Magnús kunni að láta Þjóðleikhúsið rísa undir nafni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu, og á vef Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.. Þar segir að mikill meðbyr hafi verið með starfsemi Þjóðleikkhússins undanfarin misseri, og að áhorfendur hafi flykkst í leikhúsið. Frá árinu 2020 hafi stóraukin áhersla verið lögð á frumsköpun og íslenska leikritun í Þjóðleikhúsinu á sama tíma og virtir erlendir leikhúslistamenn í fremstu röð hafa unnið með leikhúsinu. Sýningar leikhússins hafi sópað að sér verðlaunum á tímabilinu, og þetta vor hafi verið með þeim aðsóknarmestu í sögu Þjóðleikhússins. Rekstur leikhússins verið með miklum blóma „Magnús Geir tók við sem þjóðleikhússtjóri í janúar 2020 og hafði því verið í starfi í tvo mánuði þegar Covid-heimsfaraldurinn skall á með öllum þeim áskorunum sem fylgdu. Þá kom vel í ljós hve vandaður stjórnandi hann er og hefur Magnús Geir reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri sem bæði er vel læs á list og rekstur en starfsemi Þjóðleikhússins er með miklum blóma um þessar mundir,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. „Magnús Geir hefur sýnt það að hann kann að láta leikhúsið brúa bilið milli hins vinsæla og hins kröfuharða, milli klassískra verka og nýsköpunar, íslenskra verka og erlendra, svo Þjóðleikhúsið rísi undir nafni. Mér finnst því fara vel á því að hann fái tækifæri til að halda starfi sínu áfram“ segir Halldór Guðmundsson, formaður þjóðleikhúsráðs. Stoltur og fullur þakklætis „Ég er fullur þakklætis fyrir það traust sem ráðherra og þjóðleikhúsráð sýna mér á þessum tímamótum. Ég er stoltur af stöðu Þjóðleikhússins, einstökum starfsmannahópi og þeim ótal mögnuðu sýningum sem hafa hrifið leikhúsgesti á undanförnum árum. Ég hlakka til að halda áfram í þessum einstaka töfraheimi með mínu frábæra samstarfsfólki. Við eigum skemmtileg og gefandi ár framundan,” segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Leikhús Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu, og á vef Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.. Þar segir að mikill meðbyr hafi verið með starfsemi Þjóðleikkhússins undanfarin misseri, og að áhorfendur hafi flykkst í leikhúsið. Frá árinu 2020 hafi stóraukin áhersla verið lögð á frumsköpun og íslenska leikritun í Þjóðleikhúsinu á sama tíma og virtir erlendir leikhúslistamenn í fremstu röð hafa unnið með leikhúsinu. Sýningar leikhússins hafi sópað að sér verðlaunum á tímabilinu, og þetta vor hafi verið með þeim aðsóknarmestu í sögu Þjóðleikhússins. Rekstur leikhússins verið með miklum blóma „Magnús Geir tók við sem þjóðleikhússtjóri í janúar 2020 og hafði því verið í starfi í tvo mánuði þegar Covid-heimsfaraldurinn skall á með öllum þeim áskorunum sem fylgdu. Þá kom vel í ljós hve vandaður stjórnandi hann er og hefur Magnús Geir reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri sem bæði er vel læs á list og rekstur en starfsemi Þjóðleikhússins er með miklum blóma um þessar mundir,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. „Magnús Geir hefur sýnt það að hann kann að láta leikhúsið brúa bilið milli hins vinsæla og hins kröfuharða, milli klassískra verka og nýsköpunar, íslenskra verka og erlendra, svo Þjóðleikhúsið rísi undir nafni. Mér finnst því fara vel á því að hann fái tækifæri til að halda starfi sínu áfram“ segir Halldór Guðmundsson, formaður þjóðleikhúsráðs. Stoltur og fullur þakklætis „Ég er fullur þakklætis fyrir það traust sem ráðherra og þjóðleikhúsráð sýna mér á þessum tímamótum. Ég er stoltur af stöðu Þjóðleikhússins, einstökum starfsmannahópi og þeim ótal mögnuðu sýningum sem hafa hrifið leikhúsgesti á undanförnum árum. Ég hlakka til að halda áfram í þessum einstaka töfraheimi með mínu frábæra samstarfsfólki. Við eigum skemmtileg og gefandi ár framundan,” segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri.
Leikhús Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira