Meintum þolendum mansals, 32 manns, var boðið aðstoð, en aðeins einn þáði hana. Meintir þolendur eru frá sextán löndum og meirihluti þeirra var í vændisstarfsemi.
Einn var handtekinn eftir leit á nuddstofu í Reykjavík vegna gruns um mansal.
Eftir aðgerðadagana hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafið rannsókn á þremur nýjum málum þessu tengdu.
Í tilkynningu lögreglunnar segia að markmið verkefnisins hafi verið magþætt, meðal annars að fá yfirsýn yfir stöðu mansals á Íslandi, bera kennsl á fórnarlömb mansals og veita þeim viðeigandi aðstoð og auka eftirlit á landamærum með tilliti til fórnarlamba mansals og brotamanna.
Lögreglan greindi frá þessu á Feisbúkk.
Sjá einnig fréttatilkynningu Europol um málið.