Verðlagning landsbyggðarstrætó „glórulaus“ Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. júní 2024 21:48 Sindri Freyr Ásgeirsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hann hefur ekki tekið strætó út á land í mörg ár, en hann segir verðlagninguna glórulausa og nýtir sér frekar aðra kosti eins og skammtímaleigu bíla. vísir Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að landsbyggðarstrætó sé ekki fýsilegur kostur fyrir fólk sem lifir bíllausum lífsstíl. Fólk nýti sér frekar önnur úrræði eins og deilibíla. Rætt var við Sindra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kjölfar umfjöllunar um að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar kosti 17 þúsund krónur. Í dag var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, vakin athygli á því að strætóferð til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík kostaði tæplega 17 þúsund krónur, og væri dýrari en mörg flug til Evrópu, til dæmis Parísar. Ferð í landsbyggðarstrætó svari ekki kostnaði Sindri Freyr segir að þessi verðlagning sé algjörlega glórulaus. Þeir sem lifi bíllausum lífsstíl hafi mikið rætt þetta sín á milli. „Það svarar bara ekki kostnaði, það meikar bara ekki sens að nýta sér þennan valmöguleika. Þetta er bara ekki fýsilegur kostur þannig maður nýtir sér annað, eins og deilibílana eða skammtímaleigu hjá bílaleigum,“ segir Sindri. Verðlagningin sé fráhrindandi fyrir fólk sem vilji taka strætó út á land. „Já þetta er fráhrindandi. Ég hef ekki tekið strætó út á land í mjög mörg ár, samt á ég ekki bíl,“ segir Sindri. Samgöngur ódýrari í Evrópu Sindri er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, þar sem almenningssamgöngur voru talsvert ódýrari segir hann. Til samanburðar nefnir hann ferðalag frá Osló til Stokkhólms. Vegalengdin þar á milli sé um 550 kílómetrar, en milli Hafnar og Reykjavíkur séu um 450 kílómetrar. Ferðin frá Osló til Stokkhólms sé þó næstum helmingi ódýrari, og kosti aðeins um níu þúsund krónur. Sindra finnst glórulaust hvað það er mikil traffík á þjóðveginum miðað við það hvað við erum fá, og hann telur að fjárfestingar í almenningssamgöngum milli landshluta myndu spara pening til lengri tíma. Samgöngur Strætó Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Bein útsending: Kynna breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Sjá meira
Í dag var á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, vakin athygli á því að strætóferð til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík kostaði tæplega 17 þúsund krónur, og væri dýrari en mörg flug til Evrópu, til dæmis Parísar. Ferð í landsbyggðarstrætó svari ekki kostnaði Sindri Freyr segir að þessi verðlagning sé algjörlega glórulaus. Þeir sem lifi bíllausum lífsstíl hafi mikið rætt þetta sín á milli. „Það svarar bara ekki kostnaði, það meikar bara ekki sens að nýta sér þennan valmöguleika. Þetta er bara ekki fýsilegur kostur þannig maður nýtir sér annað, eins og deilibílana eða skammtímaleigu hjá bílaleigum,“ segir Sindri. Verðlagningin sé fráhrindandi fyrir fólk sem vilji taka strætó út á land. „Já þetta er fráhrindandi. Ég hef ekki tekið strætó út á land í mjög mörg ár, samt á ég ekki bíl,“ segir Sindri. Samgöngur ódýrari í Evrópu Sindri er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, þar sem almenningssamgöngur voru talsvert ódýrari segir hann. Til samanburðar nefnir hann ferðalag frá Osló til Stokkhólms. Vegalengdin þar á milli sé um 550 kílómetrar, en milli Hafnar og Reykjavíkur séu um 450 kílómetrar. Ferðin frá Osló til Stokkhólms sé þó næstum helmingi ódýrari, og kosti aðeins um níu þúsund krónur. Sindra finnst glórulaust hvað það er mikil traffík á þjóðveginum miðað við það hvað við erum fá, og hann telur að fjárfestingar í almenningssamgöngum milli landshluta myndu spara pening til lengri tíma.
Samgöngur Strætó Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Bein útsending: Kynna breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Sjá meira