Tónlistarveisla framundan í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júní 2024 13:05 Sumartónleikarnir verða í Skálholtskirkju dagana 6. til 14.júlí næstkomandi. Aðsend Einn besti fiðluleikari heims er á leið til landsins til að taka þátt í Sumartónleikum í Skálholti sem standa yfir dagana 6. til 14. júlí. Hátíðin er einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju en markmið tónleikana er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu. Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi sumartónleikanna. „Fertugustu og níunda sumarhátíðin, Sumartónleikar í Skálholti er að hefjast 6. júlí og mun verða til 14. júlí með tónleikum á hverjum einasta degi og um helgar verða fleiri en einn viðburður, mikið fyrir börnin, guðþjónustur og frábærir tónleikar,” segir Benedikt og bætir við. „Svo eru þetta náttúrulega unnendur klassískrar tónlistar, sem eru aðalmarkhópurinn myndi ég segja og þá kannski sérstaklega annað hvort mjög nýrri klassískri tónlist eða mjög ævafornri tónlist frá Barokktímabilinu.” Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi Sumartónleikanna í Skálholti.Aðsend Og eitthvað verður um erlenda tónlistarmenn, sem munu koma fram á hátíðinni eða hvað? „Ég myndi segja að helgarnar væru aðalnúmerin. Það er Bára Gísladóttir, sem verður staðartónskáld á þessu ári, sem semur ný verk og þau verða flutt sjötta og sjöunda júlí og svo á seinni helginni kemur einn fremsti fiðluleikari í heimi í dag, Sergey Malov og spilar bæði einn og líka með okkar færasta strengjakvartett, Kordó kvartettinum, sem eru allt meðlimir úr Sinfóníunni einmitt og það verður mikil sýning,” segir Benedikt Kristjánsson, listrænn stjórnandi sumartónleikanna í Skálholti um leið og hann tekur fram að ókeypis er inn á alla tónleikana en alla dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðunni sumartonleikar.is og á Facebook síðu tónleikanna. Heimasíða tónleikanna Kordó kvartettinn og Sergey Malov, einn besti fiðluleikari heims koma fram á tónleikunum laugardagskvöldið 13. júlí klukkan 19:30.Aðsend Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Tónlist Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju en markmið tónleikana er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu. Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi sumartónleikanna. „Fertugustu og níunda sumarhátíðin, Sumartónleikar í Skálholti er að hefjast 6. júlí og mun verða til 14. júlí með tónleikum á hverjum einasta degi og um helgar verða fleiri en einn viðburður, mikið fyrir börnin, guðþjónustur og frábærir tónleikar,” segir Benedikt og bætir við. „Svo eru þetta náttúrulega unnendur klassískrar tónlistar, sem eru aðalmarkhópurinn myndi ég segja og þá kannski sérstaklega annað hvort mjög nýrri klassískri tónlist eða mjög ævafornri tónlist frá Barokktímabilinu.” Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi Sumartónleikanna í Skálholti.Aðsend Og eitthvað verður um erlenda tónlistarmenn, sem munu koma fram á hátíðinni eða hvað? „Ég myndi segja að helgarnar væru aðalnúmerin. Það er Bára Gísladóttir, sem verður staðartónskáld á þessu ári, sem semur ný verk og þau verða flutt sjötta og sjöunda júlí og svo á seinni helginni kemur einn fremsti fiðluleikari í heimi í dag, Sergey Malov og spilar bæði einn og líka með okkar færasta strengjakvartett, Kordó kvartettinum, sem eru allt meðlimir úr Sinfóníunni einmitt og það verður mikil sýning,” segir Benedikt Kristjánsson, listrænn stjórnandi sumartónleikanna í Skálholti um leið og hann tekur fram að ókeypis er inn á alla tónleikana en alla dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðunni sumartonleikar.is og á Facebook síðu tónleikanna. Heimasíða tónleikanna Kordó kvartettinn og Sergey Malov, einn besti fiðluleikari heims koma fram á tónleikunum laugardagskvöldið 13. júlí klukkan 19:30.Aðsend
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Tónlist Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira