Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. júlí 2024 07:00 Við sjálfstæðismenn gátum glaðst yfir mörgu við þinglok. Eitt af því var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa stutt ötullega. Við þinglega meðferð gerði meirihluti velferðarnefndar mikilvægar breytingar á málinu á þann veg að hækkunin gildi fyrir alla þá sem eiga rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður og síðar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp á Alþingi 1975 um rétt allra kvenna sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar til bótagreiðslu í samtals 90 daga. Ragnhildur benti á að með þessu væri mismunur sá sem hefði viðgengist í atvinnulífinu gagnvart konum leiðréttur og var frumvarpið samþykkt. Seinna rifjaði Ragnhildur það upp að á löngum og farsælum stjórnmálaferli, væri þetta mál bæði stærst og minnistæðast. Árið 1986 skipaði Ragnhildur, þá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, nefnd til að skoða endurbætur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Í kjölfarið lagði hún fram frumvörp sem fólu í sér meginbreytingar á kerfinu. Með því voru lögfest ný heildarlög um fæðingarorlof þar sem orlofið var m.a. lengt úr þremur mánuðum í sex. Ríkisstjórnir sem leiddar voru af Sjálfstæðisflokknum á tíunda áratugnum gerðu mikilvægar breytingar á fæðingarorlofi. Á þeim árum voru réttindi foreldra (og barna) aukin mjög mikið, ekki síst feðra. Árið 2000 kom fram tímamótafrumvarp um fæðingarorlof. Frumvarpið hafði verið unnið í samstarfi félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, ekki síst að frumkvæði fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Geirs H. Haarde. Markmiðið var að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Fæðingarorlofsréttur var þá m.a. lengdur úr sex mánuðum í níu. Með frumvarpinu lögfestu Íslendingar sömuleiðis lengsta sjálfstæða rétt feðra sem þá þekktist og urðu í forystu varðandi réttindi feðra. Eftir gildistöku laganna hækkaði hlutfall feðra sem tóku fæðingarorlof úr 30% í rúm 80% á örfáum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Birgir Kjaran þingmaður Sjálfstæðisflokksins átti, ásamt fleirum, frumkvæði að því að gera umhverfismál að viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Það var enda Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar með sérstöku jafnréttisákvæði og innleiðingu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu í stjórnskipun landsins. Sterkt fæðingarorlofskerfi sem virkar fellur því vel að stefnu Sjálfstæðisflokksins og viðeigandi að það hafi verið styrkt enn frekar í ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Jafnréttismál Fæðingarorlof Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Við sjálfstæðismenn gátum glaðst yfir mörgu við þinglok. Eitt af því var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa stutt ötullega. Við þinglega meðferð gerði meirihluti velferðarnefndar mikilvægar breytingar á málinu á þann veg að hækkunin gildi fyrir alla þá sem eiga rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður og síðar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp á Alþingi 1975 um rétt allra kvenna sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar til bótagreiðslu í samtals 90 daga. Ragnhildur benti á að með þessu væri mismunur sá sem hefði viðgengist í atvinnulífinu gagnvart konum leiðréttur og var frumvarpið samþykkt. Seinna rifjaði Ragnhildur það upp að á löngum og farsælum stjórnmálaferli, væri þetta mál bæði stærst og minnistæðast. Árið 1986 skipaði Ragnhildur, þá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, nefnd til að skoða endurbætur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Í kjölfarið lagði hún fram frumvörp sem fólu í sér meginbreytingar á kerfinu. Með því voru lögfest ný heildarlög um fæðingarorlof þar sem orlofið var m.a. lengt úr þremur mánuðum í sex. Ríkisstjórnir sem leiddar voru af Sjálfstæðisflokknum á tíunda áratugnum gerðu mikilvægar breytingar á fæðingarorlofi. Á þeim árum voru réttindi foreldra (og barna) aukin mjög mikið, ekki síst feðra. Árið 2000 kom fram tímamótafrumvarp um fæðingarorlof. Frumvarpið hafði verið unnið í samstarfi félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, ekki síst að frumkvæði fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Geirs H. Haarde. Markmiðið var að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Fæðingarorlofsréttur var þá m.a. lengdur úr sex mánuðum í níu. Með frumvarpinu lögfestu Íslendingar sömuleiðis lengsta sjálfstæða rétt feðra sem þá þekktist og urðu í forystu varðandi réttindi feðra. Eftir gildistöku laganna hækkaði hlutfall feðra sem tóku fæðingarorlof úr 30% í rúm 80% á örfáum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Birgir Kjaran þingmaður Sjálfstæðisflokksins átti, ásamt fleirum, frumkvæði að því að gera umhverfismál að viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Það var enda Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar með sérstöku jafnréttisákvæði og innleiðingu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu í stjórnskipun landsins. Sterkt fæðingarorlofskerfi sem virkar fellur því vel að stefnu Sjálfstæðisflokksins og viðeigandi að það hafi verið styrkt enn frekar í ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar