Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2024 11:53 Örn Pálsson er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Vísir/Friðrik Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra ákvað í síðustu viku að bæta tvö þúsund tonna þorskkvóta við strandveiðipottinn, með það að markmiði að fjölga strandveiðidögum. Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var haft á orði að ráðherra hefði látið undan græðgi strandveiðimanna, sem kunni sér vart hóf í þeim ólympísku veiðum sem strandveiðar séu. Það sé þrátt fyrir að veiðarnar séu óskynsamlegar og óarðbærar, eins og fullyrt er í tilkynningunni. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist undrandi yfir þessu. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt og við erum alveg gáttaðir á því. Við erum bara að reyna að bjarga okkur, og sjáum að sjórinn er fullur af fiski. Það er líka ljóst að þær veiðiheimildir sem var úthlutað 1. september síðastliðinn koma ekki til með að nást með veiðum á fiskveiðiárinu. Þannig að það er mjög eðlilegt að matvælaráðherra bregðist við og bæti við í það kerfi sem er mest lifandi núna,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Vonar að meiru verði bætt við Strandveiðileyfin gilda frá maí til loka ágúst, en veiða má tólf daga í mánuði. Með viðbótinni sé útlit fyrir að hægt verði að stunda strandveiðar áfram vel inn í júlí, sem annars hefði ekki verið hægt. „Og vonandi að það verði bara bætt meiru við þegar þar að kemur. Örn vísar því til föðurhúsanna að strandveiðarnar séu óarðbærar, og segir hæsta verð fást fyrir fiskinn. „Þetta er eins góð vara og hægt er, eins og allir Íslendingar vita.“ Hann segist ekki átta sig á uppleggi SFS í tilkynningunni. Að tala um arðsemi, þá spyr maður líka: Arðsemi fyrir hvern, ef þau eru í svona miklu arðsamari veiðum en hjá okkur? Við getum allavega boðið upp á það að það eru 750 útgerðaraðilar sem stunda þessar veiðar. Þeir hafa tekjur af þessu og væru ekki að þessu nema þeir hefðu eitthvað í sinn vasa,“ segir Örn. Sjávarútvegur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra ákvað í síðustu viku að bæta tvö þúsund tonna þorskkvóta við strandveiðipottinn, með það að markmiði að fjölga strandveiðidögum. Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var haft á orði að ráðherra hefði látið undan græðgi strandveiðimanna, sem kunni sér vart hóf í þeim ólympísku veiðum sem strandveiðar séu. Það sé þrátt fyrir að veiðarnar séu óskynsamlegar og óarðbærar, eins og fullyrt er í tilkynningunni. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist undrandi yfir þessu. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt og við erum alveg gáttaðir á því. Við erum bara að reyna að bjarga okkur, og sjáum að sjórinn er fullur af fiski. Það er líka ljóst að þær veiðiheimildir sem var úthlutað 1. september síðastliðinn koma ekki til með að nást með veiðum á fiskveiðiárinu. Þannig að það er mjög eðlilegt að matvælaráðherra bregðist við og bæti við í það kerfi sem er mest lifandi núna,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Vonar að meiru verði bætt við Strandveiðileyfin gilda frá maí til loka ágúst, en veiða má tólf daga í mánuði. Með viðbótinni sé útlit fyrir að hægt verði að stunda strandveiðar áfram vel inn í júlí, sem annars hefði ekki verið hægt. „Og vonandi að það verði bara bætt meiru við þegar þar að kemur. Örn vísar því til föðurhúsanna að strandveiðarnar séu óarðbærar, og segir hæsta verð fást fyrir fiskinn. „Þetta er eins góð vara og hægt er, eins og allir Íslendingar vita.“ Hann segist ekki átta sig á uppleggi SFS í tilkynningunni. Að tala um arðsemi, þá spyr maður líka: Arðsemi fyrir hvern, ef þau eru í svona miklu arðsamari veiðum en hjá okkur? Við getum allavega boðið upp á það að það eru 750 útgerðaraðilar sem stunda þessar veiðar. Þeir hafa tekjur af þessu og væru ekki að þessu nema þeir hefðu eitthvað í sinn vasa,“ segir Örn.
Sjávarútvegur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira