„Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júlí 2024 11:00 Hilmar Smári er leikstjórnandi og landsliðsmaður sem lék í Þýskalandi á síðasta tímabili. vísir / einar Hilmar Smári Henningsson mun leika með Stjörnunni í Subway-deild karla á næsta tímabili. Hann er spenntur fyrir vetrinum og telur að Stjarnan geti unnið alla titla sem í boði eru. Stjarnan tilkynnti um vistaskipti Hilmars til félagsins í gærkvöldi en hann spilaði í Þýskalandi í vetur með Eisbaren Bremerhaven. Hilmar Smári þekkir vel til hjá Stjörnunni en hann spilaði með liðinu tímabilið 2021-22. Hilmar lék síðast með uppeldisfélagið Haukum hér á landi á þar síðasta tímabili. Það tímabil var hann einn besti leikmaður deildarinnar. „Ég lenti í meiðslum síðasta tímabil sem ýttu undir að það væri sniðugt fyrir mig að koma heim, allavega í eitt tímabil. Baldur setti fyrir mér skemmtilegt verkefni, með frábæran hóp í kringum mig og lið sem mun gera mig betri, verkefni sem ég var til í að taka þátt í og er gríðarlega spenntur.“ Fór í aðgerð í mars Hlynur meiddist á hægri hönd fyrr í vetur, skothönd sem býr yfir mikilli mýkt en gengst nú undir stífa endurhæfingu. „Ég fór í hana [aðgerðina] í mars, það var verið að laga alls konar hluti. Liðbandið, sinina og allt svona, er búinn að vera í stífri endurhæfingu og sjúkraþjálfun hjá landsliðssjúkraþjálfaranum Valdimari [Halldórssyni].“ Annar landsliðsmaðurinn sem snýr sér til Stjörnunnar Ljóst er að Hilmar styrkir liðið mikið en félagið samdi einnig á dögunum við Orra Gunnarsson sem snýr aftur heim frá Austurríki þar sem hann lék á síðasta tímabili. Baldur Þór Ragnarsson tekur við liðinu af Arnari Guðjónssyni og mun hann stýra liðinu í Subway-deildinni. „Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana. Ég veit ekki hvaða leikmaður myndi setja sér markmið um að lenda í fjórða sæti, ég set markið á 1. sæti, taka bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn.“ Uppeldisfélagið vildi fá hann Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi uppeldisfélag hans, Haukar, að fá leikmanninn í sínar raðir og buðu væna summu. „Ég ákvað bara mjög snemma í ferlinu að taka ákvörðun gagnvart því hvaða leikmenn væru í kringum mig. Hvaða leikmönnum ég væri að mæta með á æfingar á hverjum degi, horfa fram á það að þetta væri rétt skref fyrir ferilinn, mæta á æfingar með leikmönnum sem gera mig betri á hverjum einasta degi. Í rauninni bara taldi ég Stjörnuna hafa besta hópinn fyrir það og Baldur er að leggja upp verkefni og tímabil sem ég vildi ólmur taka þátt í.“ Hilmar spilaði áður með Stjörnunni en fór frá félaginu 2022.En er uppalinn hjá Haukum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Stefán Árni Pálsson tók Hilmar tali. Subway-deild karla Stjarnan Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45 Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41 Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Sjá meira
Stjarnan tilkynnti um vistaskipti Hilmars til félagsins í gærkvöldi en hann spilaði í Þýskalandi í vetur með Eisbaren Bremerhaven. Hilmar Smári þekkir vel til hjá Stjörnunni en hann spilaði með liðinu tímabilið 2021-22. Hilmar lék síðast með uppeldisfélagið Haukum hér á landi á þar síðasta tímabili. Það tímabil var hann einn besti leikmaður deildarinnar. „Ég lenti í meiðslum síðasta tímabil sem ýttu undir að það væri sniðugt fyrir mig að koma heim, allavega í eitt tímabil. Baldur setti fyrir mér skemmtilegt verkefni, með frábæran hóp í kringum mig og lið sem mun gera mig betri, verkefni sem ég var til í að taka þátt í og er gríðarlega spenntur.“ Fór í aðgerð í mars Hlynur meiddist á hægri hönd fyrr í vetur, skothönd sem býr yfir mikilli mýkt en gengst nú undir stífa endurhæfingu. „Ég fór í hana [aðgerðina] í mars, það var verið að laga alls konar hluti. Liðbandið, sinina og allt svona, er búinn að vera í stífri endurhæfingu og sjúkraþjálfun hjá landsliðssjúkraþjálfaranum Valdimari [Halldórssyni].“ Annar landsliðsmaðurinn sem snýr sér til Stjörnunnar Ljóst er að Hilmar styrkir liðið mikið en félagið samdi einnig á dögunum við Orra Gunnarsson sem snýr aftur heim frá Austurríki þar sem hann lék á síðasta tímabili. Baldur Þór Ragnarsson tekur við liðinu af Arnari Guðjónssyni og mun hann stýra liðinu í Subway-deildinni. „Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana. Ég veit ekki hvaða leikmaður myndi setja sér markmið um að lenda í fjórða sæti, ég set markið á 1. sæti, taka bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn.“ Uppeldisfélagið vildi fá hann Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi uppeldisfélag hans, Haukar, að fá leikmanninn í sínar raðir og buðu væna summu. „Ég ákvað bara mjög snemma í ferlinu að taka ákvörðun gagnvart því hvaða leikmenn væru í kringum mig. Hvaða leikmönnum ég væri að mæta með á æfingar á hverjum degi, horfa fram á það að þetta væri rétt skref fyrir ferilinn, mæta á æfingar með leikmönnum sem gera mig betri á hverjum einasta degi. Í rauninni bara taldi ég Stjörnuna hafa besta hópinn fyrir það og Baldur er að leggja upp verkefni og tímabil sem ég vildi ólmur taka þátt í.“ Hilmar spilaði áður með Stjörnunni en fór frá félaginu 2022.En er uppalinn hjá Haukum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Stefán Árni Pálsson tók Hilmar tali.
Subway-deild karla Stjarnan Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45 Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41 Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Sjá meira
Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45
Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41
Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47