Erfiðast að flytja til Íslands án mömmu sinnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júlí 2024 09:01 Alexandra Rún er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Alexandra Rún Landmark. Aldur? 19 ára. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mömmu var boðið að vera með en hún ákvað að gera það ekki. Hún hefur líka oft sagt mér að það gæti verið gaman að taka þátt. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að góð líkamsstaða gerir margt fyrir þig. Alexandra Rún segir góða líkamsstöðu mikilvæga.Arnór Trausti Hvaða tungumál talarðu? Ég bjó í Ameríku í níu ár svo ég tala reiprennandi ensku. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er að flytja aftur til Íslands og þekkja ekki marga. Ég er í kjölfarið betri í samskiptum við aðra. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Erfiðasta lífsreynslan var að flytja aftur til Íslands án mömmu minnar. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvernig mamma ól mig upp sem manneskju og ég er hver ég er í dag vegna hennar. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Best ráðið sem ég hef fengið er að ekki einbeita þér að fortíðinni því það mun alltaf draga þig til baka. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Rún Landmark (@a.landmarkk) Hver er uppáhalds maturinn þinn? Minn uppáhalds matur er sushi og asískur matur. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Mín fyrirmynd er mamma mín út af því hún er dugleg og góð manneskja og hefur afrekað margt sem ég er stolt af. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Ég fór í mat með Candace Bushnell, sem er höfundur Sex and The City. Ég hef líka hitt Daniel Baldwin og er vinkona dóttur hans. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég hef lent í sérsveitinni í Bandaríkjunum af því að litli bróðir minn setti svart límband yfir batterí og einhver hélt að þetta hafi verið sprengja og hringdi í lögguna, stór misskilningur. Hver er þinn helsti ótti? Minn ótti er djúpt vatn eða sjórinn því maður sér ekkert hvað er undir manni. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Í framtíðinni langar mig að stofna fyrirtæki og eiga börn og fjölskyldu. Hvaða lag tekur þú í karókí? Lagið sem ég tek í karíoki er Money money money með Abba. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er heppnust með vinkonur og vini sem þykja vænt um mig og hafa alltaf verið til staðar þegar ég þurfti og mömmu sem hefur alltaf stutt mig og leiðbeint mér í gegnum árin. Uppskrift að drauma degi? Vakna í Dubai, fá mér mjög góðan morgunmat, fara svo á ströndina og í sólbað, fá mér sushi í hádegismat, fara á fjórhjól í eyðimörkinni við sólsetur og fá mér að lokum fínan kvöldmat. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Alexandra Rún Landmark. Aldur? 19 ára. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mömmu var boðið að vera með en hún ákvað að gera það ekki. Hún hefur líka oft sagt mér að það gæti verið gaman að taka þátt. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að góð líkamsstaða gerir margt fyrir þig. Alexandra Rún segir góða líkamsstöðu mikilvæga.Arnór Trausti Hvaða tungumál talarðu? Ég bjó í Ameríku í níu ár svo ég tala reiprennandi ensku. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er að flytja aftur til Íslands og þekkja ekki marga. Ég er í kjölfarið betri í samskiptum við aðra. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Erfiðasta lífsreynslan var að flytja aftur til Íslands án mömmu minnar. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því hvernig mamma ól mig upp sem manneskju og ég er hver ég er í dag vegna hennar. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Best ráðið sem ég hef fengið er að ekki einbeita þér að fortíðinni því það mun alltaf draga þig til baka. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Rún Landmark (@a.landmarkk) Hver er uppáhalds maturinn þinn? Minn uppáhalds matur er sushi og asískur matur. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Mín fyrirmynd er mamma mín út af því hún er dugleg og góð manneskja og hefur afrekað margt sem ég er stolt af. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Ég fór í mat með Candace Bushnell, sem er höfundur Sex and The City. Ég hef líka hitt Daniel Baldwin og er vinkona dóttur hans. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég hef lent í sérsveitinni í Bandaríkjunum af því að litli bróðir minn setti svart límband yfir batterí og einhver hélt að þetta hafi verið sprengja og hringdi í lögguna, stór misskilningur. Hver er þinn helsti ótti? Minn ótti er djúpt vatn eða sjórinn því maður sér ekkert hvað er undir manni. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Í framtíðinni langar mig að stofna fyrirtæki og eiga börn og fjölskyldu. Hvaða lag tekur þú í karókí? Lagið sem ég tek í karíoki er Money money money með Abba. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er heppnust með vinkonur og vini sem þykja vænt um mig og hafa alltaf verið til staðar þegar ég þurfti og mömmu sem hefur alltaf stutt mig og leiðbeint mér í gegnum árin. Uppskrift að drauma degi? Vakna í Dubai, fá mér mjög góðan morgunmat, fara svo á ströndina og í sólbað, fá mér sushi í hádegismat, fara á fjórhjól í eyðimörkinni við sólsetur og fá mér að lokum fínan kvöldmat. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira