Segja Grindavík alls ekki ónýta og vilja hleypa fólki inn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 15:53 Þormar og Ómar segja stóran meirihluta bygginga í bænum óskemmdan. Vísir/Samsett Grindvíkingarnir Ómar Davíð Ólafsson og Þormar Ómarsson sem reka báðir fyrirtæki í Grindavík segja bæinn miklu heillegri en almenningur haldi. Þeir hvetja yfirvöld til að fjarlægja lokunarpósta og hleypa fólki inn í bæinn. Ómar sem rekur vélsmiðju í Grindavík segir sjávarútveginn ekki á leið úr bænum. Staðan í Grindavík sé miklu betri en landsmenn halda og stór hluti bæjarins óskemmdur. „Í fyrsta lagi eru sjávarútvegsfyrirtækin ekki að fara. Í öðru lagi er þetta spurning um hvernig þú lítur á þetta. Hvort þú ert með glasið hálffullt eða hálftómt. Við sjáum tækifæri þegar hægist á náttúrunni og við getum farið að byggja aftur upp. Við höfum verið að kalla eftir því líka núna að við förum að pjakka í sprungur. Af því að bærinn er tiltölulega heill,“ segir Ómar. „Áttatíu prósent af húsum í Grindavík eru í lagi. Það er búið að setja þetta jarðskönnunarverkefni í gang og allir vesturhluti bæjarins er bara stráheill. Þetta vita landsmenn til dæmis ekki. Ég tala við fólk sem býr úti á landi og það halda allir að Grindavík sé ónýt sem hún er bara alls ekki,“ bætir hann við. Girða sprungurnar af og opna inn Ómar segir tímann til kominn að hleypa fólki inn í bæinn og sér jafnvel tækifæri í að selja bæinn sem áfangastað eldgosaferðamanna. Fólk vilji sjá hvernig ástatt sé í bænum. „Það sem við erum búnir að kalla eftir núna er að opna lokunarpóstana. Hleypum fólki inn í bæinn, fáum túristana og landsmenn og leyfum fólki að koma að sjá. Girðum bara af þessar sprungur og opnum bæinn. Þannig hleypum við súrefni til fyrirtækjanna,“ segir Ómar. Þormar,annar eigenda Papa's Pizzeria í Grindavík, sér bjarta framtíð fyrir sér í bænum. Hann spáir því að bærinn verði fullur af fólki á nýjan leik eftir fjögur til fimm ár, þó það komi kannski til með að vera nýtt fólk. „Það eru tvö ár eftir af forgangsréttinum, þá fara menn að reyna að selja húsin eða leigja þau út. Ég hugsa að það taki tvö ár, kannski þrjú. Eftir svona fjögur til fimm ár verður þessi bær fullur af fólki aftur. Það verður kannski áttatíu prósent nýtt fólk,“ segir hann. Svarta myndin af bænum eigi sér ekki stoð „Því betur sem okkur gengur að hafa bæinn opinn og líf í verslun og þjónustu þá verður bærinn meira aðlaðandi,“ bætir hann við. Þormar segist vilja koma þeim skilaboðum til landsmanna að sú svarta mynd sem máluð hefur verið upp af bænum eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hann sé búsettur í Grindavík um þessar mundir og uni sér vel þar. Hann hvetur landsmenn einnig til að bóka tíma í golfi á golfvellinum þar í bæ sem er opinn þrátt fyrir smávægilegar sprungur hér og þar. Hann segist einnig vera vonsvikinn út í þingmenn Suðurkjördæmis sem honum finnst ekki sinna grindvísku atvinnulífi nægilega. „Aðstæður fólks og fyrirtækja eru mismunandi. Það eru fyrirtæki þarna sem eru í vandræðum, geta ekki verið án fólks. Mér finnst að þingmennirnir okkar í Suðurkjördæmi. Þeir mættu sýna þessu meiri áhuga. Þetta er leiðindamál. Menn nenna ekki að ræða þetta, komnir með leið á þessu. En það er ekkert búið að leysa öll vandamál,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Atvinnurekendur Verslun Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ómar sem rekur vélsmiðju í Grindavík segir sjávarútveginn ekki á leið úr bænum. Staðan í Grindavík sé miklu betri en landsmenn halda og stór hluti bæjarins óskemmdur. „Í fyrsta lagi eru sjávarútvegsfyrirtækin ekki að fara. Í öðru lagi er þetta spurning um hvernig þú lítur á þetta. Hvort þú ert með glasið hálffullt eða hálftómt. Við sjáum tækifæri þegar hægist á náttúrunni og við getum farið að byggja aftur upp. Við höfum verið að kalla eftir því líka núna að við förum að pjakka í sprungur. Af því að bærinn er tiltölulega heill,“ segir Ómar. „Áttatíu prósent af húsum í Grindavík eru í lagi. Það er búið að setja þetta jarðskönnunarverkefni í gang og allir vesturhluti bæjarins er bara stráheill. Þetta vita landsmenn til dæmis ekki. Ég tala við fólk sem býr úti á landi og það halda allir að Grindavík sé ónýt sem hún er bara alls ekki,“ bætir hann við. Girða sprungurnar af og opna inn Ómar segir tímann til kominn að hleypa fólki inn í bæinn og sér jafnvel tækifæri í að selja bæinn sem áfangastað eldgosaferðamanna. Fólk vilji sjá hvernig ástatt sé í bænum. „Það sem við erum búnir að kalla eftir núna er að opna lokunarpóstana. Hleypum fólki inn í bæinn, fáum túristana og landsmenn og leyfum fólki að koma að sjá. Girðum bara af þessar sprungur og opnum bæinn. Þannig hleypum við súrefni til fyrirtækjanna,“ segir Ómar. Þormar,annar eigenda Papa's Pizzeria í Grindavík, sér bjarta framtíð fyrir sér í bænum. Hann spáir því að bærinn verði fullur af fólki á nýjan leik eftir fjögur til fimm ár, þó það komi kannski til með að vera nýtt fólk. „Það eru tvö ár eftir af forgangsréttinum, þá fara menn að reyna að selja húsin eða leigja þau út. Ég hugsa að það taki tvö ár, kannski þrjú. Eftir svona fjögur til fimm ár verður þessi bær fullur af fólki aftur. Það verður kannski áttatíu prósent nýtt fólk,“ segir hann. Svarta myndin af bænum eigi sér ekki stoð „Því betur sem okkur gengur að hafa bæinn opinn og líf í verslun og þjónustu þá verður bærinn meira aðlaðandi,“ bætir hann við. Þormar segist vilja koma þeim skilaboðum til landsmanna að sú svarta mynd sem máluð hefur verið upp af bænum eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hann sé búsettur í Grindavík um þessar mundir og uni sér vel þar. Hann hvetur landsmenn einnig til að bóka tíma í golfi á golfvellinum þar í bæ sem er opinn þrátt fyrir smávægilegar sprungur hér og þar. Hann segist einnig vera vonsvikinn út í þingmenn Suðurkjördæmis sem honum finnst ekki sinna grindvísku atvinnulífi nægilega. „Aðstæður fólks og fyrirtækja eru mismunandi. Það eru fyrirtæki þarna sem eru í vandræðum, geta ekki verið án fólks. Mér finnst að þingmennirnir okkar í Suðurkjördæmi. Þeir mættu sýna þessu meiri áhuga. Þetta er leiðindamál. Menn nenna ekki að ræða þetta, komnir með leið á þessu. En það er ekkert búið að leysa öll vandamál,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Atvinnurekendur Verslun Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira