Stærðarinnar skilti sem ekkert má sýna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2024 21:01 Kjartan sést hér við hið umdeilda skilti. Ef hann myndi kveikja á því myndi það kosta 150 þúsund krónur á dag. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Ormsson segir dapurlegt að deilur við Reykjavíkurborg um auglýsingaskilti félagsins þurfi að fara fyrir dómstóla. Þar sem skiltið hangir nú héngu áður dúkar sem prentaðir voru um tvisvar til þrisvar í mánuði, með mismunandi auglýsingum frá Ormsson. Framkvæmdastjórinn segir þann kost að vera með LED-skilti mun umhverfisvænni og hentugri. Fyrir uppsetningu skiltisins hafi þau svör borist frá borginni að þegar væru leyfi fyrir því. „Það var ekki fyrr en skiltið var komið upp og við vorum búnir að kveikja á því sem borgin sagði okkur að þetta væri óleyfisframkvæmd,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson Í kjölfarið hafi verið sótt um nýtt byggingaleyfi. Því var synjað, og lagðar dagsektir á félagið fyrir hvern dag sem kveikt væri á skiltinu. „Síðan gerist það að borgin sendir okkur bréf í nóvember þar sem okkur er tilkynnt að það sé búið að samþykkja byggingaleyfi á veggnum. Við vorum bara þakklát fyrir það og áttum ekki von á annarri niðurstöðu.“ Taka ekki sénsinn á að kveikja Engu að síður snýr deilan, sem nú hefur ratað fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, að því hvort byggingarleyfi hafi fengist eða ekki, en í stefnu Ormsson á hendur borginni er vísað til bréfs þar sem byggingarleyfi virðist samþykkt. „En við allavega þorum ekki að kveikja á skiltinu á meðan við höfum yfir höfði okkar að borga 150 þúsund krónur í dagsektir. Það eru stórir peningar fyrir hvaða fyrirtæki og hvern sem er,“ segir Kjartan. Ekki hefur verið kveikt á skiltinu síðan í mars vegna þessa. Ekki óskastaðan Kjartan telur stjórnvöld ekki sinna leiðbeiningarskyldu sinni í málinu. „Nú ef að vandamálið er að skiltið er of stórt, þá gætum við minnkað það. Við höfum ekki fengið neinar leiðbeiningar um slíkt.“ Best væri að geta unnið í sátt við borgina. „Það er hálf dapurlegt að borgarinn, og Ormsson í þessu tilfelli, þurfi að fara þá leið að stefna stjórnvaldinu. Því miður er það niðurstaðan.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Verslun Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Þar sem skiltið hangir nú héngu áður dúkar sem prentaðir voru um tvisvar til þrisvar í mánuði, með mismunandi auglýsingum frá Ormsson. Framkvæmdastjórinn segir þann kost að vera með LED-skilti mun umhverfisvænni og hentugri. Fyrir uppsetningu skiltisins hafi þau svör borist frá borginni að þegar væru leyfi fyrir því. „Það var ekki fyrr en skiltið var komið upp og við vorum búnir að kveikja á því sem borgin sagði okkur að þetta væri óleyfisframkvæmd,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson Í kjölfarið hafi verið sótt um nýtt byggingaleyfi. Því var synjað, og lagðar dagsektir á félagið fyrir hvern dag sem kveikt væri á skiltinu. „Síðan gerist það að borgin sendir okkur bréf í nóvember þar sem okkur er tilkynnt að það sé búið að samþykkja byggingaleyfi á veggnum. Við vorum bara þakklát fyrir það og áttum ekki von á annarri niðurstöðu.“ Taka ekki sénsinn á að kveikja Engu að síður snýr deilan, sem nú hefur ratað fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, að því hvort byggingarleyfi hafi fengist eða ekki, en í stefnu Ormsson á hendur borginni er vísað til bréfs þar sem byggingarleyfi virðist samþykkt. „En við allavega þorum ekki að kveikja á skiltinu á meðan við höfum yfir höfði okkar að borga 150 þúsund krónur í dagsektir. Það eru stórir peningar fyrir hvaða fyrirtæki og hvern sem er,“ segir Kjartan. Ekki hefur verið kveikt á skiltinu síðan í mars vegna þessa. Ekki óskastaðan Kjartan telur stjórnvöld ekki sinna leiðbeiningarskyldu sinni í málinu. „Nú ef að vandamálið er að skiltið er of stórt, þá gætum við minnkað það. Við höfum ekki fengið neinar leiðbeiningar um slíkt.“ Best væri að geta unnið í sátt við borgina. „Það er hálf dapurlegt að borgarinn, og Ormsson í þessu tilfelli, þurfi að fara þá leið að stefna stjórnvaldinu. Því miður er það niðurstaðan.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Verslun Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira