Kirkjan skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 17:25 Kristinn Jens Sigþórsson var prestur í Saurbæjarprestkalli Þjóðkirkjan er skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jens Sigurþórssyni, fyrrverandi presti í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, en prestakallið var lagt niður árið 2019. Í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkrikjan að það boð hefði fallið niður. Því tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem féllst á það. Kristinn hafði gengt embættinu frá árinu 1996. Hluti af starfskjörum hans var að vera ábúandi og umráðamaður jarðarinnar Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en þar var heimili Kristins og fjölskyldu hans. Mygla og sveppamyndun Miklar skemmdir urðu á prestsbústaðnum árin 2013 og 2014 þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árið 2016 vildi Kristinn að gerðar yrðu nýjar mælingar á ástandi bústaðarins, en þá voru merki um versnandi heilsufar heimilisfólksins sem gæti bent til þess að ástand hússins væri heilsuspillandi. Tvær verkfræðistofur voru fengnar til að meta ástandið. Niðurstöður þeirra voru ólíkar. Mælingar annarrar stofunnar gáfu til kynna að mun meiri raka og myglu en niðurstöður hinnar stofunnar. Í kjölfarið var Kristni og fjölskyldu hans útvegað húsnæði á Akranesi, en þangað fluttu þau þegar viðgerðir á Prestsbústaðnum hófust í janúar 2018. Síðan voru frekari framkvæmdir lagðar til, en deilt var um hvort breytingarnar sem búið var að gera væru fullnægjandi. Boðið embætti en síðan neitað um það Árið 2019 var prestakallið lagt niður. Héraðsdómur féllst á það að sú ákvörðun hafi verið tekin án þess að það hafi verið kannað til hlítar hvaða kostnaður hefði fylgt frekari framkvæmdum. Hins vegar segir dómurinn ljóst að sama hverjar þær framkvæmdir hefðu orðið hefðu þær verið kostnaðarsamar. Dómurinn féllst á að ákvörðun Þjóðkirkjunnar um að leggja prestkallið niður stæði óhögguð. Líkt og áður segir var Kristni boðið annað embætti sem hann þáði nokkru síðar. Þjóðkirkjan vildi meina að þegar hann samþykkti það hafi langt verið um liðið frá því að honum var boðið embættið, og því hafi hún mátt hafna honum um það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðkirkjan hafi ekki gætt meðalhófs við ákvarðanatökuna. Því viðurkenndi dómurinn skaðabótaksyldu kirkjunnar gagnvart Kristni. Dómsmál Hvalfjarðarsveit Þjóðkirkjan Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Því tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem féllst á það. Kristinn hafði gengt embættinu frá árinu 1996. Hluti af starfskjörum hans var að vera ábúandi og umráðamaður jarðarinnar Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en þar var heimili Kristins og fjölskyldu hans. Mygla og sveppamyndun Miklar skemmdir urðu á prestsbústaðnum árin 2013 og 2014 þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árið 2016 vildi Kristinn að gerðar yrðu nýjar mælingar á ástandi bústaðarins, en þá voru merki um versnandi heilsufar heimilisfólksins sem gæti bent til þess að ástand hússins væri heilsuspillandi. Tvær verkfræðistofur voru fengnar til að meta ástandið. Niðurstöður þeirra voru ólíkar. Mælingar annarrar stofunnar gáfu til kynna að mun meiri raka og myglu en niðurstöður hinnar stofunnar. Í kjölfarið var Kristni og fjölskyldu hans útvegað húsnæði á Akranesi, en þangað fluttu þau þegar viðgerðir á Prestsbústaðnum hófust í janúar 2018. Síðan voru frekari framkvæmdir lagðar til, en deilt var um hvort breytingarnar sem búið var að gera væru fullnægjandi. Boðið embætti en síðan neitað um það Árið 2019 var prestakallið lagt niður. Héraðsdómur féllst á það að sú ákvörðun hafi verið tekin án þess að það hafi verið kannað til hlítar hvaða kostnaður hefði fylgt frekari framkvæmdum. Hins vegar segir dómurinn ljóst að sama hverjar þær framkvæmdir hefðu orðið hefðu þær verið kostnaðarsamar. Dómurinn féllst á að ákvörðun Þjóðkirkjunnar um að leggja prestkallið niður stæði óhögguð. Líkt og áður segir var Kristni boðið annað embætti sem hann þáði nokkru síðar. Þjóðkirkjan vildi meina að þegar hann samþykkti það hafi langt verið um liðið frá því að honum var boðið embættið, og því hafi hún mátt hafna honum um það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðkirkjan hafi ekki gætt meðalhófs við ákvarðanatökuna. Því viðurkenndi dómurinn skaðabótaksyldu kirkjunnar gagnvart Kristni.
Dómsmál Hvalfjarðarsveit Þjóðkirkjan Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira