„Ég lofa miklu blóði“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 13:06 Egill Gauti frumsýnir blóðugt grín og hryllingsverk á morgun. Aðsend „Ég fékk mikið vampíruæði fyrir nokkrum árum og það mætti segja að þetta hafi verið besta útrásin,“ segir tónlistarmaðurinn, handritshöfundurinn og leikstjórinn Egill Gauti Sigurjónsson. Hann frumsýnir verkið Velkom Yn á morgun. Hér má sjá stiklu fyrir Velkom Yn: „Þetta er bæði grín og hryllingsleiksýning skrifuð og leikstýrð af mér. Mig hefur lengi langað til að búa til eitthvað með vampírum og er mjög ánægður með að fá að setja upp vampíru-splatter í leikhúsi. Ég fékk mikið vampíruæði fyrir nokkrum árum og það mætti segja að þetta hafi verið besta útrásin.“ Egill Gauti er sömuleiðis meðlimur danssveitarinnar Inspector Spacetime og hefur komið víða að í listinni. „Ég er búinn að vera í sviðshöfundanámi í LHÍ síðastliðin þrjú ár ásamt því að vera í hljómsveitinni og ég útskrifaðist svo núna í vor. Mér finnst mjög gaman að flakka á milli listforma og gera bara það sem ég er spenntastur fyrir á hverri stundu. Ég mun þó líklega einbeita mér að tónlistinni í smá tíma eftir þetta,“ segir hann. Þessi vampírusýning er stjörnum prýdd og fer Kristinn Óli, jafnan þekktur sem Króli, meðal annars með hlutverk ásamt Hólmfríði Hafliðadóttur, Sölva Dýrfjörð, Birtu Sólveigu Söring og Helgu Salvör Jónsdóttur. Kristinn Óli er meðal leikara í verkinu ásamt Hólmfríði Hafliðadóttur, Sölva Dýrfjörð, Birtu Sólveigu Söring og Helgu Salvör Jónsdóttur.Aðsend „Þetta er einskonar ástaróður til goðsagnarinnar og ég dró innblástur frá mörgum mismunandi formum vampírunnar. Sýningin gerist á einu kvöldi þar sem þrjár manneskjur skrá sig inn á gistiheimili sem rekið er af tveimur vampírum. Ég lofa miklu blóði.“ Sýningin er sett upp í samstarfi við Afturámóti sem hafa breytt Háskólabíói í leikhús yfir sumarið. Hún fer fram á morgun og á miðvikudaginn, 9. og 10. júlí en nánari upplýsingar má finna hér. „Mér finnst smá fullkomið að setja upp vampírusýningu í húsnæði sem var áður bíó,“ segir Egill Gauti að lokum. Sýningin er blanda af gríni og hrylling.Aðsend Leikhús Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Hér má sjá stiklu fyrir Velkom Yn: „Þetta er bæði grín og hryllingsleiksýning skrifuð og leikstýrð af mér. Mig hefur lengi langað til að búa til eitthvað með vampírum og er mjög ánægður með að fá að setja upp vampíru-splatter í leikhúsi. Ég fékk mikið vampíruæði fyrir nokkrum árum og það mætti segja að þetta hafi verið besta útrásin.“ Egill Gauti er sömuleiðis meðlimur danssveitarinnar Inspector Spacetime og hefur komið víða að í listinni. „Ég er búinn að vera í sviðshöfundanámi í LHÍ síðastliðin þrjú ár ásamt því að vera í hljómsveitinni og ég útskrifaðist svo núna í vor. Mér finnst mjög gaman að flakka á milli listforma og gera bara það sem ég er spenntastur fyrir á hverri stundu. Ég mun þó líklega einbeita mér að tónlistinni í smá tíma eftir þetta,“ segir hann. Þessi vampírusýning er stjörnum prýdd og fer Kristinn Óli, jafnan þekktur sem Króli, meðal annars með hlutverk ásamt Hólmfríði Hafliðadóttur, Sölva Dýrfjörð, Birtu Sólveigu Söring og Helgu Salvör Jónsdóttur. Kristinn Óli er meðal leikara í verkinu ásamt Hólmfríði Hafliðadóttur, Sölva Dýrfjörð, Birtu Sólveigu Söring og Helgu Salvör Jónsdóttur.Aðsend „Þetta er einskonar ástaróður til goðsagnarinnar og ég dró innblástur frá mörgum mismunandi formum vampírunnar. Sýningin gerist á einu kvöldi þar sem þrjár manneskjur skrá sig inn á gistiheimili sem rekið er af tveimur vampírum. Ég lofa miklu blóði.“ Sýningin er sett upp í samstarfi við Afturámóti sem hafa breytt Háskólabíói í leikhús yfir sumarið. Hún fer fram á morgun og á miðvikudaginn, 9. og 10. júlí en nánari upplýsingar má finna hér. „Mér finnst smá fullkomið að setja upp vampírusýningu í húsnæði sem var áður bíó,“ segir Egill Gauti að lokum. Sýningin er blanda af gríni og hrylling.Aðsend
Leikhús Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira