Skúli Tómas kominn með lækningaleyfi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 17:35 Skúli Tómas starfar á Landspítalanum í Fossvogi. Vísir Skúli Tómas Gunnlaugsson, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir, er kominn með lækningaleyfi á nýjan leik. Hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu og um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga. Á vef landlæknis má sjá að leyfi til almennra lyflækninga hafi verið gefið út til Skúla þann annan júní síðastliðinn. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í gegnum tíðina. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu en fékk síðan takmarkað lækningaleyfi. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Hann starfaði á takmörkuðu lækningaleyfi frá landlækni sem var bundið við Landspítalann en það hefur nú verið rýmkað og hann hefur nú almennt leyfi. Lögreglurannsókn er lokið á sex málum sem tengjast Skúla og hafa þau verið send í ákæruferli. Snemma árs í fyrra tjáði Skúli sig loks opinberlega um málið og birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hann að umfjöllun um málið hefði verið villandi og einhliða og að niðurstaða dómkvaddra matsmanna væri á einn veg, nefnilega að allir sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Í kjölfarið stigu margir kollegar hans fram og lýstu yfir stuðningi sínum við hann. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Lögreglumál Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 „Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ 12. febrúar 2023 07:00 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Á vef landlæknis má sjá að leyfi til almennra lyflækninga hafi verið gefið út til Skúla þann annan júní síðastliðinn. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í gegnum tíðina. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu en fékk síðan takmarkað lækningaleyfi. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Hann starfaði á takmörkuðu lækningaleyfi frá landlækni sem var bundið við Landspítalann en það hefur nú verið rýmkað og hann hefur nú almennt leyfi. Lögreglurannsókn er lokið á sex málum sem tengjast Skúla og hafa þau verið send í ákæruferli. Snemma árs í fyrra tjáði Skúli sig loks opinberlega um málið og birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hann að umfjöllun um málið hefði verið villandi og einhliða og að niðurstaða dómkvaddra matsmanna væri á einn veg, nefnilega að allir sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Í kjölfarið stigu margir kollegar hans fram og lýstu yfir stuðningi sínum við hann.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Lögreglumál Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 „Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ 12. febrúar 2023 07:00 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05
„Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ 12. febrúar 2023 07:00
Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34