Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 21:07 Að minnsta kosti 125 eru særðir eftir sprengingarnar. EPA/Vladyslav Musiienko Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. Rússar eru sagðir hafa skotið yfir fjörutíu eldflaugum á borgir víðsvegar um Úkraínu. Okhmatdyt-barnaspítalinn í Kænugarði fór einna verst úti. „Við heyrðum fyrstu sprenginguna, hún var ekki langt í burtu. Við brugðumst hratt við. Dóttir mín öskraði. Ég hljóp inn á deildina. Okkur var sagt að fara niður í kjallara. Ég greip dóttur mína á ganginum og þá kom önnur sprenging. Þau hjálpuðu okkur niður. Nú heyrum við í annarri loftvarnarflautunni og þau létu mig fara með dóttur mína niður í kjallara,“ segir Inna Bereznytska, móðir sjúklings á barnaspítalanum. Gríðarleg eyðilegging blasti við á spítalanum eftir árásina og alvarlega veik börn leituðu huggunar í fangi foreldra sinna, þar sem þau virtu fyrir sér rústirnar. Þá var íbúðarhús í vesturhluta Kænugarðs allt að því jafnað við jörðu. Íbúi í húsinu náði að leita skjóls úti á gangi rétt áður en íbúð hennar var sprengd í loft upp. „Þið sjáið að fjórða og fimmta hæð hússins okkar eru gjöreyðilagðar. Börn liggja undir rústunum. Nú er verið að leita að þeim. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju heimsbyggðin áttar sig ekki á því að Rússar eru að ráðast á okkur. Og enginn stöðvar þá. Úkraínumenn hafa sætt þessu ofbeldi af hálfu Rússa síðan 2013,“ segir Halina Sichievka, íbúi hússins. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að draga verði Rússa til ábyrgðar og heitir hefndum. Látinna var minnst með þögn á fundi forsetans í Varsjá í dag. Þar tilkynnti Selenskí einnig að Úkraínumenn hefðu beðið um neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa, einkum þeirrar sem þeir gerðu á barnaspítalann. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Rússar eru sagðir hafa skotið yfir fjörutíu eldflaugum á borgir víðsvegar um Úkraínu. Okhmatdyt-barnaspítalinn í Kænugarði fór einna verst úti. „Við heyrðum fyrstu sprenginguna, hún var ekki langt í burtu. Við brugðumst hratt við. Dóttir mín öskraði. Ég hljóp inn á deildina. Okkur var sagt að fara niður í kjallara. Ég greip dóttur mína á ganginum og þá kom önnur sprenging. Þau hjálpuðu okkur niður. Nú heyrum við í annarri loftvarnarflautunni og þau létu mig fara með dóttur mína niður í kjallara,“ segir Inna Bereznytska, móðir sjúklings á barnaspítalanum. Gríðarleg eyðilegging blasti við á spítalanum eftir árásina og alvarlega veik börn leituðu huggunar í fangi foreldra sinna, þar sem þau virtu fyrir sér rústirnar. Þá var íbúðarhús í vesturhluta Kænugarðs allt að því jafnað við jörðu. Íbúi í húsinu náði að leita skjóls úti á gangi rétt áður en íbúð hennar var sprengd í loft upp. „Þið sjáið að fjórða og fimmta hæð hússins okkar eru gjöreyðilagðar. Börn liggja undir rústunum. Nú er verið að leita að þeim. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju heimsbyggðin áttar sig ekki á því að Rússar eru að ráðast á okkur. Og enginn stöðvar þá. Úkraínumenn hafa sætt þessu ofbeldi af hálfu Rússa síðan 2013,“ segir Halina Sichievka, íbúi hússins. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að draga verði Rússa til ábyrgðar og heitir hefndum. Látinna var minnst með þögn á fundi forsetans í Varsjá í dag. Þar tilkynnti Selenskí einnig að Úkraínumenn hefðu beðið um neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa, einkum þeirrar sem þeir gerðu á barnaspítalann.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26
Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent