Ívar Örn: Ótrúleg vinnubrögð dómarans Ólafur Þór Jónsson skrifar 8. júlí 2024 21:55 Ívar Örn, fyrirliði KA, í leik kvöldsins. Vísir/Diego Ívar Örn Árnason leikmaður KA átti fínan leik í vörn Akureyringa í 1-1 jafntefli gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld. Hann var þó heldur ósáttur með mark FH í leiknum. „Er ekki sáttur en út frá því sem var komið í þessum leik og hvernig hann spilaðist. Er bara mjög sterkt að sækja punkt hérna. Ætluðum að hefna fyrir tapið á Akureyri en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Ívar og bætti við. „Þetta var bara baráttuleikur, hefði viljað fá þrjá punkta en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Mark FH var umdeilt þar sem leikmaður FH var klárlega rangstæður þegar Úlfur Ágúst skallaði boltann í markið. Ívar var vægast sagt ósáttur við markið. „Þetta var kolólöglegt mark. Sigurður Bjartur stendur beint fyrir framan markvörðinn okkar. Í beinni línu við markmanninn og er klárlega rangstæður. Ég hleyp til línuvarðarins og hann segir hann hafa verið rangstæðan. Þá metur dómarinn þannig að hann hafi ekki haft áhrif á leikinn. Samt sem áður beygir leikmaðurinn sig niður. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð.“ „Línuvörðurinn flaggar ekki. Hann segir við mig að Sigurður sé alltaf fyrir inná og þegar ég spyr hann afhverju markið fékk að standa hendir hann Arnari (aðaldómara) undir rútuna. Hann metur það þá þannig að hann hafi ekki áhrif, sem er auðvitað gjörsamlega galið,“ bætti Ívar Örn við. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, og Ívar Örn.Vísir/Diego KA er að komast í gírinn aftur eftir slæma byrjun í Bestu deildinni. Liðið er nú taplaust þrjá leiki í röð og útlitið bjartara að mati Ívars: „Þegar það gengur illa þá þarf að fara þetta svolítið á baráttunni. Við höfðum bikarinn með okkur og það gefur rosalega mikið í hópinn. Höfum verið að spila vel en verið mjög óheppnir. Erum núna tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og koma okkur ofar. Það eru allir sammála því í þessum klúbbi að við eigum ekkert að vera þarna niðri. Engin vill vera þarna. Það verður ekkert gefins héðan í frá.“ „Klárlega komnir á rétta braut. Þetta var einhver allra versta byrjun sem ég hef upplifað í meistaraflokk og við erum klárlega betri en taflan sínir. Erum með alltof fáa punkta og þurfum að fara að gefa í,“ sagði Ívar að lokum við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Er ekki sáttur en út frá því sem var komið í þessum leik og hvernig hann spilaðist. Er bara mjög sterkt að sækja punkt hérna. Ætluðum að hefna fyrir tapið á Akureyri en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Ívar og bætti við. „Þetta var bara baráttuleikur, hefði viljað fá þrjá punkta en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Mark FH var umdeilt þar sem leikmaður FH var klárlega rangstæður þegar Úlfur Ágúst skallaði boltann í markið. Ívar var vægast sagt ósáttur við markið. „Þetta var kolólöglegt mark. Sigurður Bjartur stendur beint fyrir framan markvörðinn okkar. Í beinni línu við markmanninn og er klárlega rangstæður. Ég hleyp til línuvarðarins og hann segir hann hafa verið rangstæðan. Þá metur dómarinn þannig að hann hafi ekki haft áhrif á leikinn. Samt sem áður beygir leikmaðurinn sig niður. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð.“ „Línuvörðurinn flaggar ekki. Hann segir við mig að Sigurður sé alltaf fyrir inná og þegar ég spyr hann afhverju markið fékk að standa hendir hann Arnari (aðaldómara) undir rútuna. Hann metur það þá þannig að hann hafi ekki áhrif, sem er auðvitað gjörsamlega galið,“ bætti Ívar Örn við. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, og Ívar Örn.Vísir/Diego KA er að komast í gírinn aftur eftir slæma byrjun í Bestu deildinni. Liðið er nú taplaust þrjá leiki í röð og útlitið bjartara að mati Ívars: „Þegar það gengur illa þá þarf að fara þetta svolítið á baráttunni. Við höfðum bikarinn með okkur og það gefur rosalega mikið í hópinn. Höfum verið að spila vel en verið mjög óheppnir. Erum núna tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og koma okkur ofar. Það eru allir sammála því í þessum klúbbi að við eigum ekkert að vera þarna niðri. Engin vill vera þarna. Það verður ekkert gefins héðan í frá.“ „Klárlega komnir á rétta braut. Þetta var einhver allra versta byrjun sem ég hef upplifað í meistaraflokk og við erum klárlega betri en taflan sínir. Erum með alltof fáa punkta og þurfum að fara að gefa í,“ sagði Ívar að lokum við Gunnlaug Jónsson eftir leik.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira