Írsk kona ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í Dubai Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 07:49 Towey varð fyrir hrottalegri árás í Dubai. Detained in Dubai Ung írsk kona hefur verið ákærð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir tilraun til sjálfsvígs. Stjórnvöld á Írlandi hyggjast beita sér fyrir lausn hennar. Atvik eru nokkuð á reiki en samkvæmt umfjöllun erlendra miðla segir Tori Toway, 28 ára, að tilraunin hafi verið örvæntingafullt viðbragð í kjölfar heimilisofbeldis. Towey, sem fluttist til Sameinuðu arabísku furstadæmana árið 2023 til að starfa sem flugþjónn, virðist hafa orðið fyrir ofbeldisfullri árás en var í kjölfarið flutt á lögreglustöð þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til sjálfsvígs og fyrir að hafa neytt áfengis. Samtökin Detained in Dubai hafa deilt myndum af áverkum Towey. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, greindi frá málinu á írska þinginu í gær og sagði að Towey hefði verið meinað að yfirgefa landið. Forsætisráðherrann Simon Harris sagðist ekki hafa verið meðvitaður um málið en hann myndi tafarlaust grípa til aðgerða. Utanríkisráðuneytið sagði í samtali við Sky News að málið hefði komið þar inn á borð og verið væri að veita aðstoð vegna þess. Radha Stirling, framkvæmdastjóri Detained in Dubai, segir samtökin veita fjölskyldunni stuðning og hafa kallað eftir því að málið verði látið niður falla og Towey fái að snúa heim til Írlands. Um sé að ræða harmleik og Towey sé heppin að vera enn á lífi. Þá sakar Stirling stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um tvískinnung en á sama tíma og verið sé að auglýsa að áfengisneysla sé ekki lengur ólögleg sé enn verið að ákæra fólk fyrir að fá sér í glas. Írland Jafnréttismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Atvik eru nokkuð á reiki en samkvæmt umfjöllun erlendra miðla segir Tori Toway, 28 ára, að tilraunin hafi verið örvæntingafullt viðbragð í kjölfar heimilisofbeldis. Towey, sem fluttist til Sameinuðu arabísku furstadæmana árið 2023 til að starfa sem flugþjónn, virðist hafa orðið fyrir ofbeldisfullri árás en var í kjölfarið flutt á lögreglustöð þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til sjálfsvígs og fyrir að hafa neytt áfengis. Samtökin Detained in Dubai hafa deilt myndum af áverkum Towey. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, greindi frá málinu á írska þinginu í gær og sagði að Towey hefði verið meinað að yfirgefa landið. Forsætisráðherrann Simon Harris sagðist ekki hafa verið meðvitaður um málið en hann myndi tafarlaust grípa til aðgerða. Utanríkisráðuneytið sagði í samtali við Sky News að málið hefði komið þar inn á borð og verið væri að veita aðstoð vegna þess. Radha Stirling, framkvæmdastjóri Detained in Dubai, segir samtökin veita fjölskyldunni stuðning og hafa kallað eftir því að málið verði látið niður falla og Towey fái að snúa heim til Írlands. Um sé að ræða harmleik og Towey sé heppin að vera enn á lífi. Þá sakar Stirling stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um tvískinnung en á sama tíma og verið sé að auglýsa að áfengisneysla sé ekki lengur ólögleg sé enn verið að ákæra fólk fyrir að fá sér í glas.
Írland Jafnréttismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira