Sami einstaklingur vann milljón tvisvar á sama staðnum Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júlí 2024 21:30 Steinunn Inga Björnsdóttir er rekstrarstjóri Happaþrenna hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Happaþrennur hafa tekið miklum breytingum síðan fyrsta þrennan var seld árið 1987. Nú er hægt að kaupa dýrustu þrennur sögunnar. Síðan fyrsta þrennan var seld hér á landi árið 1987 hafa fjölmargar útgáfur litið dagsins ljós og verið misvinsælar. Í mörg ár kostaði dýrasta happaþrennan ekki meira en þrjú hundruð krónur, þar til nýlega. „Þegar við fórum að skoða verðlagsþróunina, þá áttuðum við okkur á því að fimmtíu kallinn árið 1987 þegar við byrjuðum á þessu var orðinn að fjögur hundruð kalli í dag. Þannig við hugsuðum að við þyrftum kannski aðeins að bæta við. Við komum með þúsund krónu miðann í júlí í fyrra og svo erum við búin að bæta við fimm hundruð og sjö hundruð krónu miðum. Þetta er alveg að fara vel í fólk,“ segir Steinunn. Önnur nýjung sem HHÍ hefur boðið upp á í kringum happaþrennur er að nú er hægt að leysa út vinninga í gegnum smáforritið Happið, í stað þess að mæta á sölustaði. Steinunn segir marga verulega ánægða með það. Happaþrennur eru hannaðar og framleiddar hjá fyrirtæki í Búlgaríu. Salan á þeim hefur dregist lítillega saman síðustu ár. „Það er bara líka harðnandi markaður. Þetta er mikil samkeppni, komin miklu meiri samkeppni í þetta núna. Þannig við erum bara að reyna að gera okkar besta og þróa það sem við höfum,“ segir Steinunn. Vinningshlutfallið er í kringum sextíu prósent, en sumir eru heppnari en aðrir. „Einhvern tímann vorum við með þrjú hundruð krónu miða sem við kölluðum milljónamiðann. Hæsti vinningur var 25 stakar milljónir. Það er skemmst frá því að segja að sami aðili kom tvisvar. Hann vann tvisvar sinnum eina milljón, á sama sölustaðnum,“ segir Steinunn. Fjárhættuspil Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Síðan fyrsta þrennan var seld hér á landi árið 1987 hafa fjölmargar útgáfur litið dagsins ljós og verið misvinsælar. Í mörg ár kostaði dýrasta happaþrennan ekki meira en þrjú hundruð krónur, þar til nýlega. „Þegar við fórum að skoða verðlagsþróunina, þá áttuðum við okkur á því að fimmtíu kallinn árið 1987 þegar við byrjuðum á þessu var orðinn að fjögur hundruð kalli í dag. Þannig við hugsuðum að við þyrftum kannski aðeins að bæta við. Við komum með þúsund krónu miðann í júlí í fyrra og svo erum við búin að bæta við fimm hundruð og sjö hundruð krónu miðum. Þetta er alveg að fara vel í fólk,“ segir Steinunn. Önnur nýjung sem HHÍ hefur boðið upp á í kringum happaþrennur er að nú er hægt að leysa út vinninga í gegnum smáforritið Happið, í stað þess að mæta á sölustaði. Steinunn segir marga verulega ánægða með það. Happaþrennur eru hannaðar og framleiddar hjá fyrirtæki í Búlgaríu. Salan á þeim hefur dregist lítillega saman síðustu ár. „Það er bara líka harðnandi markaður. Þetta er mikil samkeppni, komin miklu meiri samkeppni í þetta núna. Þannig við erum bara að reyna að gera okkar besta og þróa það sem við höfum,“ segir Steinunn. Vinningshlutfallið er í kringum sextíu prósent, en sumir eru heppnari en aðrir. „Einhvern tímann vorum við með þrjú hundruð krónu miða sem við kölluðum milljónamiðann. Hæsti vinningur var 25 stakar milljónir. Það er skemmst frá því að segja að sami aðili kom tvisvar. Hann vann tvisvar sinnum eina milljón, á sama sölustaðnum,“ segir Steinunn.
Fjárhættuspil Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira