Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júlí 2024 15:51 Sigurður G. Guðjónsson við störf. Hann minnir á að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði hafi tryggt lögaðilum innan sambandsins frelsi til að eiga í viðskiptum við Íslendinga. Vísir/Vilhelm Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. Þetta segir Sigurður í nýlegri færslu á Facebook. Þar gagnrýnir hann málflutning Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hann viðhafði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Lárus telur það ólögmætt þegar Íslendingar kjósa að spila og veðja hjá erlendum veðmálafyrirtækjum á netinu, og kallar eftir banni við slíku athæfi. Áfengisbannið hafi ekki skilað árangri „Forsetinn, sem stýrir hluta æskulýðs- og íþróttastarfsemi landsins virðist því, eins og æskulýðsforingjar í upphafi síðustu aldar, telja að bann leysi allan vanda,“ segir Sigurður. Hann rifjar upp áfengisbannið sem lagt var á landið árið 1909. „Bannlögin frá 1909 náðu ekki tilætluðum árangri því hluti þjóðarinnar vildi sína áfengisvímu og átti örugglega við vímuefnavanda að etja,“ segir Sigurður. „Forsetinn ætti að vita verandi lögfræðingur að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði, færði einstaklingum og lögaðilum frelsi í viðskiptum innan Evrópusambandsins og einstaklingum og lögaðilum innan þess var tryggt frelsi til að eiga viðskipti við Íslendinga,“ segir Sigurður. Ríkið gæti haft af þessu fé Fyrirtæki sem hafi leyfi til veðmálastarfsemi innan Evrópusambandsins megi eiga í viðskiptum við einstakling á Íslandi án sérstaks leyfis stjórnvalda hér á landi. Þau geti hins vegar ekki opnað útibú hér eða auglýst starfsemina í íslenskum fjölmiðlum. Staðan sé svipuð og hefur verið með áfengisverslun á netinu og áfengisauglýsingar. Erlend netverslun með áfengi verði ekki bönnuð, og áfengisauglýsingar séu bannaðar í innlendum fjölmiðlum, en berist hingað í erlendum blöðum og fjölmiðlum. Í samtali við mbl segir Sigurður að miklu nær væri að hafa þessa starfsemi bara ofanjarðar. Ríkið geti eflaust fundið einhverjar leiðir til að ná af þessu fé. Fjárhættuspil Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta segir Sigurður í nýlegri færslu á Facebook. Þar gagnrýnir hann málflutning Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hann viðhafði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Lárus telur það ólögmætt þegar Íslendingar kjósa að spila og veðja hjá erlendum veðmálafyrirtækjum á netinu, og kallar eftir banni við slíku athæfi. Áfengisbannið hafi ekki skilað árangri „Forsetinn, sem stýrir hluta æskulýðs- og íþróttastarfsemi landsins virðist því, eins og æskulýðsforingjar í upphafi síðustu aldar, telja að bann leysi allan vanda,“ segir Sigurður. Hann rifjar upp áfengisbannið sem lagt var á landið árið 1909. „Bannlögin frá 1909 náðu ekki tilætluðum árangri því hluti þjóðarinnar vildi sína áfengisvímu og átti örugglega við vímuefnavanda að etja,“ segir Sigurður. „Forsetinn ætti að vita verandi lögfræðingur að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði, færði einstaklingum og lögaðilum frelsi í viðskiptum innan Evrópusambandsins og einstaklingum og lögaðilum innan þess var tryggt frelsi til að eiga viðskipti við Íslendinga,“ segir Sigurður. Ríkið gæti haft af þessu fé Fyrirtæki sem hafi leyfi til veðmálastarfsemi innan Evrópusambandsins megi eiga í viðskiptum við einstakling á Íslandi án sérstaks leyfis stjórnvalda hér á landi. Þau geti hins vegar ekki opnað útibú hér eða auglýst starfsemina í íslenskum fjölmiðlum. Staðan sé svipuð og hefur verið með áfengisverslun á netinu og áfengisauglýsingar. Erlend netverslun með áfengi verði ekki bönnuð, og áfengisauglýsingar séu bannaðar í innlendum fjölmiðlum, en berist hingað í erlendum blöðum og fjölmiðlum. Í samtali við mbl segir Sigurður að miklu nær væri að hafa þessa starfsemi bara ofanjarðar. Ríkið geti eflaust fundið einhverjar leiðir til að ná af þessu fé.
Fjárhættuspil Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira