Sir Jim Ratcliffe sendi enska landsliðinu kveðju frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 10:46 Sir Jim Ratcliffe er staddur í veiðiferð á Íslandi og sendi því baráttukveðju sína frá Íslandi. @BBCSport Íslandsvinurinn og einn af eigendum Manchester United, Sir Jim Ratcliffe, var í hópi heimsþekktra aðila sem sendu enska karlalandsliðinu í fótbolta sérstaka kveðju fyrir úrslitaleikinn á móti Spáni í kvöld. Karlalandslið Englands getur orðið Evrópumeistari í fyrsta skiptið í sögunni og unnið sitt fyrsta stórmót í 58 ár. Breska ríkisútvarpið fékk frægt fólk til að senda ensku landsliðsmönnunum baráttukveðju. Þarna má sjá sjónvarpskonuna Amöndu Holden, tónlistarmanninn Ed Sheeran, gamanleikarann Stephen Fry, tónlistarkonuna Little Simz, formúluökumanninn George Russell, gamanleikarana David Baddiel, Romesh Ranganathan, Sir Lenny Henry, Paddy McGuinness og Bob Mortimer, söngkonurnar Kylie Minogue, Mabel og Ellie Goulding, leikarana Ricky Tomlinson og Ross Kemp, alþjóðlegu leikarana Ryan Reynolds og Hugh Jackman, leikkonuna Rose Ayling-Ellis, sjónvarpsmennina Ade Adepitan og Shaun Wallace, grínistana Michael McIntyre og Matt Lucas og svo auðvitað sjálfan Sir Jim Ratcliffe. Ratcliffe er nýorðinn einn af eigendum Manchester United en hann hefur alltaf verið mikill knattspyrnuáhugamaður. Það sem vakti athygli með kveðju Ratcliffe að hann var staddur í veiðiferð á Íslandi þar sem hann á talsvert af landi í kringum öflugar laxveiðiár. „Ég óska ykkur alls hins besta á sunnudaginn og vona innilega að þetta takist hjá ykkur,“ sagði Ratcliffe og bætti við skilaboðum til eins leikmanns Manchester United. „Luke [Shaw], gerðu það fyrir mig að togna ekki aftur atan í læri,“ sagði Ratcliffe. Það má sjá allar þessar kveðjur hér fyrir neðan. 🗣️ 'COME ON ENGLAND!' 🏴A list of celebrities have wished England good luck for tonight 🥰Wait for the end... 😆#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/AILshiaM3s— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Karlalandslið Englands getur orðið Evrópumeistari í fyrsta skiptið í sögunni og unnið sitt fyrsta stórmót í 58 ár. Breska ríkisútvarpið fékk frægt fólk til að senda ensku landsliðsmönnunum baráttukveðju. Þarna má sjá sjónvarpskonuna Amöndu Holden, tónlistarmanninn Ed Sheeran, gamanleikarann Stephen Fry, tónlistarkonuna Little Simz, formúluökumanninn George Russell, gamanleikarana David Baddiel, Romesh Ranganathan, Sir Lenny Henry, Paddy McGuinness og Bob Mortimer, söngkonurnar Kylie Minogue, Mabel og Ellie Goulding, leikarana Ricky Tomlinson og Ross Kemp, alþjóðlegu leikarana Ryan Reynolds og Hugh Jackman, leikkonuna Rose Ayling-Ellis, sjónvarpsmennina Ade Adepitan og Shaun Wallace, grínistana Michael McIntyre og Matt Lucas og svo auðvitað sjálfan Sir Jim Ratcliffe. Ratcliffe er nýorðinn einn af eigendum Manchester United en hann hefur alltaf verið mikill knattspyrnuáhugamaður. Það sem vakti athygli með kveðju Ratcliffe að hann var staddur í veiðiferð á Íslandi þar sem hann á talsvert af landi í kringum öflugar laxveiðiár. „Ég óska ykkur alls hins besta á sunnudaginn og vona innilega að þetta takist hjá ykkur,“ sagði Ratcliffe og bætti við skilaboðum til eins leikmanns Manchester United. „Luke [Shaw], gerðu það fyrir mig að togna ekki aftur atan í læri,“ sagði Ratcliffe. Það má sjá allar þessar kveðjur hér fyrir neðan. 🗣️ 'COME ON ENGLAND!' 🏴A list of celebrities have wished England good luck for tonight 🥰Wait for the end... 😆#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/AILshiaM3s— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira