„Vildum vinna þetta fyrir hann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2024 22:30 Harry Kane var tekinn snemma af velli í úrslitaleiknum í kvöld. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. „Það er erfitt að útskýra það hvernig okkur líður núna. Þetta var erfiður leikur, en við gerðum vel í að koma okkur aftur inn í leikinn eftir að við lentum undir. Við áttum hins vegar í erfiðleikum með að byggja ofan á það og að fá á sig mark svona í lokin er eitthvað sem er erfitt að kyngja,“ sagði framherjinn í leikslok. „Við erum búnir að vera að lenda undir og snúa leikjum við allt mótið. Við erum með það í okkar vopnabúri. En í kvöld náðum við ekki að taka skrefið og klára dæmið.“ „Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik og áttum erfitt með að halda boltanum. Við gerðum betur í seinni hálfleik og náðum að skora. Svo erum við kærulausir og ein fyrirgjöf klárar þetta,“ bætti Kane við. Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað vinna þetta fyrir þjálfara liðsins, Gareth Southgate. Kane segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þjálfarann. „Við nýttum ekki tækifærið. Það er ekki auðvelt að komast í þessa úrslitaleiki og þú verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Okkur mistókst það aftur. Það er ótrúlegur sársauki sem fylgir því og þetta verður vont í langan tíma.“ „Gareth mun núna fara heim og taka sér tíma í að ákveða hvað hann gerir. Við vildum vinna þetta fyrir hann.“ EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17 Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
„Það er erfitt að útskýra það hvernig okkur líður núna. Þetta var erfiður leikur, en við gerðum vel í að koma okkur aftur inn í leikinn eftir að við lentum undir. Við áttum hins vegar í erfiðleikum með að byggja ofan á það og að fá á sig mark svona í lokin er eitthvað sem er erfitt að kyngja,“ sagði framherjinn í leikslok. „Við erum búnir að vera að lenda undir og snúa leikjum við allt mótið. Við erum með það í okkar vopnabúri. En í kvöld náðum við ekki að taka skrefið og klára dæmið.“ „Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik og áttum erfitt með að halda boltanum. Við gerðum betur í seinni hálfleik og náðum að skora. Svo erum við kærulausir og ein fyrirgjöf klárar þetta,“ bætti Kane við. Hann segir að leikmenn liðsins hafi viljað vinna þetta fyrir þjálfara liðsins, Gareth Southgate. Kane segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þjálfarann. „Við nýttum ekki tækifærið. Það er ekki auðvelt að komast í þessa úrslitaleiki og þú verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Okkur mistókst það aftur. Það er ótrúlegur sársauki sem fylgir því og þetta verður vont í langan tíma.“ „Gareth mun núna fara heim og taka sér tíma í að ákveða hvað hann gerir. Við vildum vinna þetta fyrir hann.“
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17 Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja. 14. júlí 2024 18:17
Sjáðu mörkin sem tryggðu Spánverjum sinn fjórða Evrópumeistaratitil Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum. 14. júlí 2024 21:15