Of lítið fjármagn til viðhalds hafi kostað mannslíf Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 09:03 Bifhjólafólk hefur áhyggjur af tíðum bikblæðingum á vegum landsins. Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa miklar áhyggjur af tíðum bikblæðingum sem hafa verið í klæðningu á vegum landsins undanfarin ár. Haldinn var kynningarfundur á vegum Vegagerðarinnar 10. júlí þar sem meðal annars kom fram að ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára sé vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta með auknu fjárframlagi. Í fréttatilkynningu Snigla segir að á kynningarfundinum 10. júlí hafi lagning tilraunamalbiks á Reykjanesbraut verið til umfjöllunar. Samkvæmt fulltrúum Vegagerðarinnar er tilraunakaflinn með þremur gerðum malbiks, sem er hefðbundið malbik, malbik með lífbindiefni úr pappírsvinnslu og malbik með lífbindiefni úr grænmetisolíum. „Hemlunarviðnám hefur verið betra á þessum köflum en áður og fylgst verður með þróun þess og myndun hjólafara á tilraunakaflanum,“ segir í tilkynningu. Vinnuferlum breytt eftir banaslys 2020 Einnig hafi breytingar í lagningu klæðningar á undanförnum misserum verið kynntar. Breyting hafi verið gerð á íblöndunarefnum og steinastærð minnkuð. „Tekið var fram að notkun hvítspíra hefur verið hætt fyrir nokkru en var það einmitt vegna blæðinga sem það var gert.“ Þá kom fram að eftirlit með framkvæmdum hafi verið bætt, m.a. með gátlistum með það markmið að framkvæmdir uppfylli kröfur um öryggi og gæði. „Voru þessum vinnuferlum breytt í kjölfarið af slysinu sem að átti sér stað upp á Kjalarnesi þann 28.06.2020 sem varð 2 bifhjólamönnum að bana.“ Viðhaldsskuld í vegakerfinu 130 milljarðar Að sögn talsmanna Vegagerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. Bifhjólafólk benti á að víða væru merkingar við framkvæmdir í ólagi, sem geti reynst þeim lífshættulegt. Þess var m.a. krafist að sú vinnuregla yrði tekin upp að nota blikkljós þar sem fram færi vegklæðning, og að settar yrðu skýrar merkingar áður en komið væri inn á tilraunasvæði. Vegagerðin mun svara því erindi á næstunni. „Bifreiðagjöld voru lögð á árið 1988 og áttu þau að vera í skamman tíma og fara í viðhald og endurbyggingu á vegum landsins. Okkur þætti áhugavert að fá að vita hversu há þessi tala er á hverju ári og hversu mikið fer í vegakerfið okkar frá ríkisstjórn okkar,“ segir í tilkynningunni. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta , „því slæmir vegir hafa meiri áhrif á akstur bifhjóla en annarra ökutækja.“ Óskað er eftir því að Alþingismenn bregðist við með auknu fjárframlagi. „Mannslíf eru ómetanleg og ekki er hægt að taka til baka það sem að búið er og gert.“ Samgöngur Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Í fréttatilkynningu Snigla segir að á kynningarfundinum 10. júlí hafi lagning tilraunamalbiks á Reykjanesbraut verið til umfjöllunar. Samkvæmt fulltrúum Vegagerðarinnar er tilraunakaflinn með þremur gerðum malbiks, sem er hefðbundið malbik, malbik með lífbindiefni úr pappírsvinnslu og malbik með lífbindiefni úr grænmetisolíum. „Hemlunarviðnám hefur verið betra á þessum köflum en áður og fylgst verður með þróun þess og myndun hjólafara á tilraunakaflanum,“ segir í tilkynningu. Vinnuferlum breytt eftir banaslys 2020 Einnig hafi breytingar í lagningu klæðningar á undanförnum misserum verið kynntar. Breyting hafi verið gerð á íblöndunarefnum og steinastærð minnkuð. „Tekið var fram að notkun hvítspíra hefur verið hætt fyrir nokkru en var það einmitt vegna blæðinga sem það var gert.“ Þá kom fram að eftirlit með framkvæmdum hafi verið bætt, m.a. með gátlistum með það markmið að framkvæmdir uppfylli kröfur um öryggi og gæði. „Voru þessum vinnuferlum breytt í kjölfarið af slysinu sem að átti sér stað upp á Kjalarnesi þann 28.06.2020 sem varð 2 bifhjólamönnum að bana.“ Viðhaldsskuld í vegakerfinu 130 milljarðar Að sögn talsmanna Vegagerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. Bifhjólafólk benti á að víða væru merkingar við framkvæmdir í ólagi, sem geti reynst þeim lífshættulegt. Þess var m.a. krafist að sú vinnuregla yrði tekin upp að nota blikkljós þar sem fram færi vegklæðning, og að settar yrðu skýrar merkingar áður en komið væri inn á tilraunasvæði. Vegagerðin mun svara því erindi á næstunni. „Bifreiðagjöld voru lögð á árið 1988 og áttu þau að vera í skamman tíma og fara í viðhald og endurbyggingu á vegum landsins. Okkur þætti áhugavert að fá að vita hversu há þessi tala er á hverju ári og hversu mikið fer í vegakerfið okkar frá ríkisstjórn okkar,“ segir í tilkynningunni. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta , „því slæmir vegir hafa meiri áhrif á akstur bifhjóla en annarra ökutækja.“ Óskað er eftir því að Alþingismenn bregðist við með auknu fjárframlagi. „Mannslíf eru ómetanleg og ekki er hægt að taka til baka það sem að búið er og gert.“
Samgöngur Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira