Markvörðurinn sótti skóflu og fyllti upp í holu á vellinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2024 17:00 Derek Gaston fann skaftlausa skóflu til að bjarga málunum. Skjáskot/Raith Rovers Markvörður skoska D-deildarliðsins Stirling Albion, Derek Gaston, greip til sinna eigin ráða þegar hann uppgötvaði stærðarinnar holu á vellinum í leik gegn Raith Rovers í skoska deildarbikarnum um helgina. Stirling Albion tók á móti B-deildarliði Raith Rovers síðastliðinn laugardag í fyrstu umferð H-riðils skosku deildarbikarkeppninnar. Gestirnir í Raith Rovers voru 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk frá Aidan Connolly. Áður en Connolly fullkomnaði þrennuna á 66. mínútu þurfti þó að gera stutt hlé á leiknum þar sem markvörður heimamanna, Derek Gaston, hafði uppgötvað holu á vellinum, inni í hans eigin vítateig. Gaston bað dómara leiksins að stöðva leikinn og sýndi honum holuna, enda getur slíkt hreinlega reynst hættulegt. Það var svo Gaston sjálfur sem fann lausn á málinu. Við hlið vallarins var stærðarinnar sandhrúga og þar lá skófla. Gaston hljóp sjálfur og sótti eitt skóflufylli af sandi, sem reyndist nóg til að fylla upp í holuna og forða þannig leikmönnum frá því að slasa sig. Reyndar var ekkert skaft á skóflunni, en eins og sjá má að meðfylgjandi myndbandi lét Gaston það ekki stöðva sig. Gestirnir í Raith Rovers unnu að lokum 3-0 sigur og eru því með þrjú stig eftir einn leik í H-riðli skosku deildarbikarkeppninnar, en Stirling Albion er án stiga. Skoski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Stirling Albion tók á móti B-deildarliði Raith Rovers síðastliðinn laugardag í fyrstu umferð H-riðils skosku deildarbikarkeppninnar. Gestirnir í Raith Rovers voru 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk frá Aidan Connolly. Áður en Connolly fullkomnaði þrennuna á 66. mínútu þurfti þó að gera stutt hlé á leiknum þar sem markvörður heimamanna, Derek Gaston, hafði uppgötvað holu á vellinum, inni í hans eigin vítateig. Gaston bað dómara leiksins að stöðva leikinn og sýndi honum holuna, enda getur slíkt hreinlega reynst hættulegt. Það var svo Gaston sjálfur sem fann lausn á málinu. Við hlið vallarins var stærðarinnar sandhrúga og þar lá skófla. Gaston hljóp sjálfur og sótti eitt skóflufylli af sandi, sem reyndist nóg til að fylla upp í holuna og forða þannig leikmönnum frá því að slasa sig. Reyndar var ekkert skaft á skóflunni, en eins og sjá má að meðfylgjandi myndbandi lét Gaston það ekki stöðva sig. Gestirnir í Raith Rovers unnu að lokum 3-0 sigur og eru því með þrjú stig eftir einn leik í H-riðli skosku deildarbikarkeppninnar, en Stirling Albion er án stiga.
Skoski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira