Frjósemi á Íslandi aldrei verið minni en í fyrra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2024 10:31 Frjósemi hefur aldrei mælst minni á Íslandi frá því mælingar hófust. Getty Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því mælingar hófust fyrir um 170 árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Hagstofu Íslands, en þar segir að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi í fyrra hafi verið 4.315 sem er fækkun frá 2022 þegar fædd börn voru 4.382. Meðalaldur mæðra hefur einnig hækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Mælikvarði á frjósemi miðast við fjölda lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2023 var frjósemi samkvæmt tölfræði Hagstofunnar 1,59 barn á hverja konu og hefur aldrei verið minni frá því frjósemismælingar hófust árið 1853. Jafnan er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þannig heldur frjósemi áfram að dragast saman en árið 2022 var frjósemi 1,67 sem er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur. Síðast mældist frjósemi á Íslandi yfir 2,1 fyrir fjórtán árum. Grafið hér að neðan sýnir þróun frjósemi á Íslandi frá 1950. Graf frá Hagstofu Íslands sem sýnir þróun frjósemi á Íslandi.Hagstofa Íslands Þegar nánar er rýnt í tölfræðina kemur í ljós að fæðingartíðni ungra mæðra undir tvítugu var 3,7 börn á hverjar þúsund konur í fyrra. Til samanburðar var fæðingartíðnin 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu á tímabilinu 1961 til 1965 þegar mest var. "yrir utan síðustu þrjú ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Frá 1932 og allt til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni mest hjá konum í aldurshópnum 20 til 24 ára en árið 2019 var hún mest í aldurshópnum 25 til 29 ára. Nú er fæðingartíðni hins vegar mest meðal kvenna í aldurshópnum 30 til 34, en í fyrra fæddust 108 börn á hverjar þúsund konur í þeim aldurshópi. Nánari gögn um frjósemi og fæðingartíðni á Íslandi má lesa á vef Hagstofunnar. Börn og uppeldi Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Mælikvarði á frjósemi miðast við fjölda lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2023 var frjósemi samkvæmt tölfræði Hagstofunnar 1,59 barn á hverja konu og hefur aldrei verið minni frá því frjósemismælingar hófust árið 1853. Jafnan er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þannig heldur frjósemi áfram að dragast saman en árið 2022 var frjósemi 1,67 sem er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur. Síðast mældist frjósemi á Íslandi yfir 2,1 fyrir fjórtán árum. Grafið hér að neðan sýnir þróun frjósemi á Íslandi frá 1950. Graf frá Hagstofu Íslands sem sýnir þróun frjósemi á Íslandi.Hagstofa Íslands Þegar nánar er rýnt í tölfræðina kemur í ljós að fæðingartíðni ungra mæðra undir tvítugu var 3,7 börn á hverjar þúsund konur í fyrra. Til samanburðar var fæðingartíðnin 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu á tímabilinu 1961 til 1965 þegar mest var. "yrir utan síðustu þrjú ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Frá 1932 og allt til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni mest hjá konum í aldurshópnum 20 til 24 ára en árið 2019 var hún mest í aldurshópnum 25 til 29 ára. Nú er fæðingartíðni hins vegar mest meðal kvenna í aldurshópnum 30 til 34, en í fyrra fæddust 108 börn á hverjar þúsund konur í þeim aldurshópi. Nánari gögn um frjósemi og fæðingartíðni á Íslandi má lesa á vef Hagstofunnar.
Börn og uppeldi Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira