Stefna Starmers mörkuð í ræðu konungs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 10:10 Margar hefðir tengjast athöfninni sem eiga margar hverjar rætur sínar að rekja mörghundruð ár aftur í tímann. EPA/Andy Rain Í dag hefur breska þingið störf eftir stórsigur Verkamannaflokksins í kosningum fyrr í mánuðinum. Eins og hefð er fyrir heldur Karl III Bretakonungur ræðu í þinghúsinu við tilefnið. Ræða konungs er eins konar stefnuyfirlýsing nýviðtekinnar ríkisstjórnar og er skrifuð af ríkisstjórnarliðum. Ræða konungs er eins konar stikla af komandi störfum ríkisstjórnarinnar þar sem farið er yfir stefnur og mögulega löggjöf sem hún hyggst gera á kjörtímabilinu. Síðast í nóvember flutti konungur ræðu Rishi Sunaks þáverandi forsætisráðherra en nú er Keir Starmer tekinn við. Konungurinn mun fara frá Buckingham-höll í gullhúðaða vagni konungsins í þinghúsið. Þá verður kórónan sett á höfuð honum og hann sest í hásætið. Ræðan verður flutt úr hásæti konungs klukkan 10:30 á íslenskum tíma. Ræðuhöldunum fylgja alls konar skrautlegar og sögulegar athafnir sem fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins er búist við að konungurinn muni afhjúpa ríflega 35 frumvörp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnarliðar Verkamannaflokksins hafa sagt að þeir muni einblína á að bæta lífsskilyrði verkafólks og að metnaðarfull löggjafaráætlun sé í smíðum. Í ofangreindri metnaðarfullri löggjafaráætlun felst meðal annars frumvarp um að koma breskum lestarsamgöngum aftur í eigu hins opinbera þegar samningar ríkisins við einkarekstraraðila renna út. Verkamannaflokkurinn stefnir að því að sofna nýtt opinbert félag sem ber nafnið Great British Railways eða Stórbreskar járnbrautir sem mun hafa umsjón með lestarsamgöngum í landinu. Þá er einnig á döfinni ný áætlun í húsnæðis- og innviðauppbyggingu ásamt frumvarpi um frekara valdaafsal til ríkisstjórna Skotlands, Wales og Norður-Írlands. Bretland Karl III Bretakonungur Kosningar í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ræða konungs er eins konar stikla af komandi störfum ríkisstjórnarinnar þar sem farið er yfir stefnur og mögulega löggjöf sem hún hyggst gera á kjörtímabilinu. Síðast í nóvember flutti konungur ræðu Rishi Sunaks þáverandi forsætisráðherra en nú er Keir Starmer tekinn við. Konungurinn mun fara frá Buckingham-höll í gullhúðaða vagni konungsins í þinghúsið. Þá verður kórónan sett á höfuð honum og hann sest í hásætið. Ræðan verður flutt úr hásæti konungs klukkan 10:30 á íslenskum tíma. Ræðuhöldunum fylgja alls konar skrautlegar og sögulegar athafnir sem fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins er búist við að konungurinn muni afhjúpa ríflega 35 frumvörp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnarliðar Verkamannaflokksins hafa sagt að þeir muni einblína á að bæta lífsskilyrði verkafólks og að metnaðarfull löggjafaráætlun sé í smíðum. Í ofangreindri metnaðarfullri löggjafaráætlun felst meðal annars frumvarp um að koma breskum lestarsamgöngum aftur í eigu hins opinbera þegar samningar ríkisins við einkarekstraraðila renna út. Verkamannaflokkurinn stefnir að því að sofna nýtt opinbert félag sem ber nafnið Great British Railways eða Stórbreskar járnbrautir sem mun hafa umsjón með lestarsamgöngum í landinu. Þá er einnig á döfinni ný áætlun í húsnæðis- og innviðauppbyggingu ásamt frumvarpi um frekara valdaafsal til ríkisstjórna Skotlands, Wales og Norður-Írlands.
Bretland Karl III Bretakonungur Kosningar í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira