Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. Banatilræðið gegn Trump var langt frá því að vera það fyrsta sem beindist að forseta eða frambjóðanda. Fjórir forsetar hafa verið myrtir og tveir aðrir særst í skotárásum að Trump undan skyldum. Þá hafa talsvert fleiri tilræði verið skipulögð og jafnvel framkvæmd en án árangurs. Starfið virðist vera stórhættulegt miðað við öll tilræðin sem gerð hafa verið. Hér að neðan verður fjallað um nokkrar þeirra. Lincoln skotinn í leikhúsi Abraham Lincoln var fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem var myrtur. Þann 14. apríl árið 1865 í Ford-leikhúsinu í Washington-borg skaut maður að nafni John Wilkes Booth forsetann í höfuðið. Lincoln dó af sárum sínum morguninn eftir. Um var að ræða þátt í stærra samsæri. Tveir samverkamenn Booth áttu að koma utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjamanna fyrir kattarnef. Um þessar mundir var Þrælastríðið svokallaða að líða undir lok og markmið Booth og samverkamanna hans var að efla baráttu Suðurríkjasambandsins. Booth komst undan, en fannst tólf dögum eftir skotárásina af bandarískum hermönnum. Hann neitaði að gefast upp og var skotinn til bana. Fjórir samverkamenn hans voru síðar hengdir fyrir aðild sína í málinu. Margar myndir hafa verið gerðar sem eiga að sýna morð John Wilkes Booth á Abraham Lincoln.Getty Lést 79 dögum eftir árásina James A. Garfield var búinn að vera í embætti forseta Bandaríkjanna í tæplega fjóra mánuði þegar hann var skotinn í öxl og í bak þann 2. júlí 1881 á lestarstöð í borginni Baltimore í Maryland-ríki „Á járnbrautarstöðinni beið morðinginn hans og hleypti á hann aptan að úr pístólu. Kúlan sótti til hols hægra megin og nam staðar nálægt lifrinni. Garfield gekk við hönd Blaines, ráðherra utanríkismálanna, og hnje þegar niður,“ sagði í Skírni um málið. Garfield lét lífið 79 dögum eftir árásina, þann 19. september. Sjálf dánarorsökin er talin hafa verið sýking sem forsetinn hlaut í sár sitt vegna ítrekaðrar snertingar ósótthreinsaðra handa lækna. Garfield lifði í tæplega áttatíu daga eftir skotárásina áður en hann lést.Getty Maðurinn sem skaut Garfield hét Charles J. Guiteau. Sá var haldinn ranghugmyndum um að hann sjálfur hefði skipt sköpum í forsetaframboði Garfield og hjálpað honum að ná kjöri. Vegna þess vildi hann fá ræðismannastarf erlendis, helst í Vín eða París, en því var hafnað. Það fór fyrir brjóstið á Guiteau sem ákvað að drepa forsetann. Guiteau var handtekinn strax í kjölfar árásarinnar og var síðar dæmdur til dauða. Hann var hengdur 30. júní 1882, rétttæpu ári eftir að hann skaut Garfield. Heimssýning vettvangur skotárásar William McKinley var skotinn á heimssýningunni í Buffaló í New York-ríki þann sjötta september 1901. Forsetinn, sem var þekktur fyrir að blanda geði við almenning, var að heilsa óbreyttum borgurum þegar Leon Czolgosz skaut hann tvisvar í kviðinn. McKinley lést átta dögum síðar úr drepi. Múgur manna náði og yfirbugaði Czolgosz, sem var síðan barinn til óbóta. Hann var svo illa farinn að í fyrstu héldu menn að hann væri ekki hæfur til að láta rétta yfir sér. Réttarhöldin fóru þó fram skömmu eftir árásina, en Czolgosz neitaði að verja sig og var dæmdur til dauða. Hann var tekinn af lífi í rafmagnsstól 29. október sama ár. „Fúlasti glæpur nýrrar aldar“ stóð upprunalega með þessari mynd sem á að sýna árásina sem orsakaði dauða William McKinleyGetty Czolgosz var anarkisti og er talið ljóst að ásetningur hans hafi verið pólitískur. Þrátt fyrir það liggur ekki fyrir hvern hann taldi ávinninginn með banatilræðinu vera, ef einhvern. Í kjölfar árásarinnar á McKinley var hin svokallaða Leyniþjónusta (Secret Service) fengin til þess að vernda Bandaríkjaforseta. Þessi sama Leyniþjónusta sinnir því sama hlutverki enn þann dag í dag og átti að vera að vernda Donald Trump um helgina þegar hann var skotinn. Kláraði ræðuna eftir skot í bringu Þrátt fyrir að McKinley hefði látist árið 1901 er hans minnst þegar fjallað er um skotárás sem beindist að Theodore Roosevelt, mannsins sem tók við af McKinley. Þann 14. október árið 1912, þegar Roosevelt var farinn úr embætti forseta, hélt hann fund í Milwaukee-borg í Wisconsin-ríki. Hann var að bjóða sig aftur fram til forseta en ekki fyrir hönd Repúblikanaflokksins, eins og áður, heldur fyrir Framsóknarflokk Bandaríkjanna sem hann stofnaði sjálfur. John Flammang Schrank skaut Roosevelt, en hann átti síðar eftir að segja að William McKinley hefði heimsótt hann í draumi og sagt honum að hefna sín og drepa Roosevelt. Skotið hafnaði í bringu Roosevelt. Í brjóstvasanum geymdi hann 50 blaðsíðna samanbrotna ræðu sem hann ætlaði að flytja á fundinum, sem og gleraugnahulstur úr málmi. Þessir tveir munir eru taldir hafa bjargað lífi Roosevelt. Svona leit skyrta Roosevelts út að ræðuhöldunum loknum.Getty Forsetinn fyrrverandi ályktaði réttilega að þar sem hann væri ekki að hósta blóði þá hefði byssukúlan ekki hafnað í lunganu hans. Hann neitaði að fara á sjúkrahús og hélt þess í stað ræðuna sína, sem varði í 84 mínútur. „Dömur mínar og herrar. Ég veit ekki hvort þið áttið ykkur á því en ég varð fyrir skoti rétt áðan. En það þarf meira til að drepa elgnaut!“ eiga að hafa verið upphafsorð ræðunnar. Þá heimtaði hann að áhorfendur myndu láta Schrank eftir óskaddaðan. Talið er múgurinn hefði hæglega getað tekið Schrank af lífi án dóms og laga hefði Roosevelt ekki farið fram á það. Eftir ræðuna fór Roosevelt á sjúkrahús og þar dvaldi hann í um tvær vikur. Byssukúlan hafði endað í brjóstvöðva og ákváðu læknar að skynsamlegast væri að skilja hana þar eftir, og þar var hún til dauðadags Rosevelt 1919. Schrank var metinn ósakhæfur og var vistaður á stofnun þangað til hann lést árið 1943. Theodore Roosevelt var mikill veiðimaður líkt og sjá má á þessari mynd. Ef til vill var það vegna reynslu hans af veiði sem hann áttaði sig á því að kúlan hefði ekki hafnað í lunganu.Getty Morðið sem er uppspretta endalausra samsæriskenninga Eitt umtalaðasta morð sögunnar átti sér stað þann 22. nóvember 1963 en þá var John F. Kennedy skotinn til bana úr launsátri þegar hann keyrði um borgina Dallas í Texas-ríki. Ríkisstjóri Texas, sem var með Kennedy í bíl, hlaut jafnframt alvarlega áverka í árásinni. Atburðurinn hefur síðan verið ein helsta uppspretta samsæriskenninga fyrr og síðar. Lyndon B. Johnson, tók við embætti Bandaríkjaforseta og skipaði hina svokölluðu Warren-nefnd sem rannsakaði andlátið og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði myrt Kenndy og verið einn að verki. Svona voru forsíður Vísis, Morgunblaðsins, og Alþýðublaðsins daginn eftir að Kennedy var sktotinn til bana.Tímarit.is Oswald kom sér af vettvangi og skaut lögreglumann til bana í íbúðahverfi í nágrenninu skömmu síðar. Í kjölfarið var hann handtekinn grunaður um þessi tvö morð. Í yfirheyrslum neitaði hann sök, sagðist ekki eiga riffil né skammbyssu, og að myndir sem sýndu hann halda á riffli og skammbyssu væru falsaðar. Hann sagðist vera blóraböggull í málinu. Tveimur dögum eftir árásina á Kennedy var Oswald sjálfur skotinn til bana í beinni útsendingu í sjónvarpi í kjallara lögreglustöðvar í Dallas. Það var maður að nafni Jack Ruby sem myrti Oswald og var handtekinn strax í kjölfarið. Í fyrstu var Ruby dæmdur til dauða en þeim dómi var snúið við og hann átti ný réttarhöld yfir höfði sér þegar hann greindist með krabbamein. Hann lést árið 1967 vegna þess. Oswald vildi meina að þessi mynd væri fölsuð.Getty Tvær skotárásir á örfáum dögum Gerald Ford var skotmark tveggja skotárása í Kalíforníuríki í september 1975. Fimmta dag mánaðarins var Ford staddur í Sacramento-borg að heilsa almenningi þegar fylgjandi Charles Mansons, kona sem hét Lynette Fromme, tók í hönd forsetans og ætlaði að skjóta hann með skammbyssu. Það vantaði þó kúlu í sjálft byssuhólfið og því tókst henni ekki að hleypa af. Lífverðir Ford yfirbuguðu Fromme sem hlaut síðar lífstíðardóm fyrir árásina. Henni var sleppt úr haldi árið 2009, næstum því þremur árum eftir að Ford lést. Einungis sautján dögum eftir árásina í Sacramento var Ford staddur í San Francisco þegar önnur kona, sem hét Sara Jane Moore, skaut að forsetanum með skammbyssu. Óbreyttur borgari að nafni Oliver Sipple greip í hönd Moore sem hæfði forsetann þar af leiðandi ekki. Byssukúlan skaust í vegg og særði leigubílstjóra lítillega í staðinn. Hún hlaut líka lífstíðardóm en losnaði úr fangelsi á gamlársdag 2007, rétt rúmu ári eftir andlát Ford. Þessi mynd á að hafa verið tekin á því augnabliki sem Gerald Ford heyrði hvellinn úr byssu Söru Jane Moore.Getty Ætlaði að heilla Jodie Foster Þegar Ronald Reagan var búinn að gegna embætti Bandaríkjaforseta í tvo mánuði varð hann fyrir skotárás þann 30. mars 1981. Reagan hafði verið að halda ræðu á Hilton-hótelinu í Washington-borg og var á leið í limmósínuna sína þegar maður að nafni John Hinckley Jr. skaut að honum. Fjórir særðust í árásinni, þar á meðal forsetinn sem var mjög illa haldinn og sagður nær dauða en lífi þegar hann komst á sjúkrahús. Hann náði þó bata og útskrifaðist tólf dögum síðar. Hinir þrír lifðu árásina af, en James Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, lamaðist. Hann lést þó árið 2014 og var komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði dáið vegna áverkanna sem hann hlaut í árásinni og því hafi verið um morð að ræða. Ringulreið fyrir utan Hilton-hótelið í Washington eftir árás Hinckley.Getty Hinckley var metinn ósakhæfur, en hann framdi árásina í von um að heilla leikkonuna Jodie Foster, sem var einungis átján ára gömul en hafði gert garðinn frægan í Taxi Driver. Hann dvaldi á sjúkrahúsi í mörg ár, en var endanlega látinn laus í júní 2022. Á síðustu árum hefur hann vakið nokkra athygli á YouTube. Þar birtir hann myndbönd af sjálfum sér syngja ástarlög sem mörg hver eru frumsamin. Handsprengju kastað að forsetanum George Bush var í formlegri heimsókn í Tíblisí í Geórgíu þann 10. maí 2005. Hann og Mikheil Saakashvili voru með opinber ræðuhöld þegar handsprengju var kastað í áttina að þeim. Það var maður að nafni Vladimir Arutyunian sem kastaði sprengjunni, sem var af sóvíeskum uppruna, en sprakk ekki. Það var vegna þess að hún hafði verið þétt vafin í rauðan hálsklút sem varð til þess að öryggið fór ekki af. Bush var ekki upplýstur um tilræðið fyrr en eftir viðburðinn. Arutyunian komst af vettvangi en var handtekinn í júlí sama ár. Við handtökuna hófst byssubardagi þar sem Arutyunian drap háttsettan mann í innanríkisráðuneyti Georgíu. Hann hlaut lífstíðardóm árið 2006. Mikheil Saakashvili og George Bush yngri í heimsókninni sem um ræðir. Bush vissi ekki af handsprengjunni fyrr en af ræðuhöldum loknum.Getty Málið sem skekur heiminn Það var síðan um helgina, þrettánda júlí síðastliðinn, þegar Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð skotmark skotárásar. Trump var að halda kosningafund við bæinn Butler í Pennsylvaníuríki þegar skothríð hófst, en ein kúla hafnaði í eyra forsetans, þá lést einn og að minnsta kosti tveir aðrir særðust. Árásarmaðurinn hét Thomas Matthew Crooks. Hann kom sér fyrir á þaki sem var ekki langt í burtu frá sviði þar sem Trump var að halda ræðu og hleypti af úr launsátri. Viðbrögð Trump vöktu athygli, en hann féll til jarðar en stóð skömmu síðar upp og lyfti hnefa á loft áður en honum var komið af vettvangi. Þess má þó geta að nokkrir gestir kosningafundarins sáu hann uppi á þakinu og reyndu að gera lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum viðvart áður en hann framdi árásina. Crooks var skotinn til bana af lífvarðarsveit forsetans fyrrverandi. Trump hefur borið sárabindi um eyrað í kjölfar árásarinnar.Getty Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hver ástæða árásar Crooks var. Hann var skráður í Repúblikanaflokkinn, en hafði styrkt samtök tengd Demókrötum með lítilli peningagjöf. Trump var fljótur að jafna sig og mætti á Landsfund Repúblikana daginn eftir árásina með sárabindi um eyrað. Bandaríkin Erlend sakamál Einu sinni var... Donald Trump George W. Bush Ronald Reagan Fréttaskýringar Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent
Banatilræðið gegn Trump var langt frá því að vera það fyrsta sem beindist að forseta eða frambjóðanda. Fjórir forsetar hafa verið myrtir og tveir aðrir særst í skotárásum að Trump undan skyldum. Þá hafa talsvert fleiri tilræði verið skipulögð og jafnvel framkvæmd en án árangurs. Starfið virðist vera stórhættulegt miðað við öll tilræðin sem gerð hafa verið. Hér að neðan verður fjallað um nokkrar þeirra. Lincoln skotinn í leikhúsi Abraham Lincoln var fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem var myrtur. Þann 14. apríl árið 1865 í Ford-leikhúsinu í Washington-borg skaut maður að nafni John Wilkes Booth forsetann í höfuðið. Lincoln dó af sárum sínum morguninn eftir. Um var að ræða þátt í stærra samsæri. Tveir samverkamenn Booth áttu að koma utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjamanna fyrir kattarnef. Um þessar mundir var Þrælastríðið svokallaða að líða undir lok og markmið Booth og samverkamanna hans var að efla baráttu Suðurríkjasambandsins. Booth komst undan, en fannst tólf dögum eftir skotárásina af bandarískum hermönnum. Hann neitaði að gefast upp og var skotinn til bana. Fjórir samverkamenn hans voru síðar hengdir fyrir aðild sína í málinu. Margar myndir hafa verið gerðar sem eiga að sýna morð John Wilkes Booth á Abraham Lincoln.Getty Lést 79 dögum eftir árásina James A. Garfield var búinn að vera í embætti forseta Bandaríkjanna í tæplega fjóra mánuði þegar hann var skotinn í öxl og í bak þann 2. júlí 1881 á lestarstöð í borginni Baltimore í Maryland-ríki „Á járnbrautarstöðinni beið morðinginn hans og hleypti á hann aptan að úr pístólu. Kúlan sótti til hols hægra megin og nam staðar nálægt lifrinni. Garfield gekk við hönd Blaines, ráðherra utanríkismálanna, og hnje þegar niður,“ sagði í Skírni um málið. Garfield lét lífið 79 dögum eftir árásina, þann 19. september. Sjálf dánarorsökin er talin hafa verið sýking sem forsetinn hlaut í sár sitt vegna ítrekaðrar snertingar ósótthreinsaðra handa lækna. Garfield lifði í tæplega áttatíu daga eftir skotárásina áður en hann lést.Getty Maðurinn sem skaut Garfield hét Charles J. Guiteau. Sá var haldinn ranghugmyndum um að hann sjálfur hefði skipt sköpum í forsetaframboði Garfield og hjálpað honum að ná kjöri. Vegna þess vildi hann fá ræðismannastarf erlendis, helst í Vín eða París, en því var hafnað. Það fór fyrir brjóstið á Guiteau sem ákvað að drepa forsetann. Guiteau var handtekinn strax í kjölfar árásarinnar og var síðar dæmdur til dauða. Hann var hengdur 30. júní 1882, rétttæpu ári eftir að hann skaut Garfield. Heimssýning vettvangur skotárásar William McKinley var skotinn á heimssýningunni í Buffaló í New York-ríki þann sjötta september 1901. Forsetinn, sem var þekktur fyrir að blanda geði við almenning, var að heilsa óbreyttum borgurum þegar Leon Czolgosz skaut hann tvisvar í kviðinn. McKinley lést átta dögum síðar úr drepi. Múgur manna náði og yfirbugaði Czolgosz, sem var síðan barinn til óbóta. Hann var svo illa farinn að í fyrstu héldu menn að hann væri ekki hæfur til að láta rétta yfir sér. Réttarhöldin fóru þó fram skömmu eftir árásina, en Czolgosz neitaði að verja sig og var dæmdur til dauða. Hann var tekinn af lífi í rafmagnsstól 29. október sama ár. „Fúlasti glæpur nýrrar aldar“ stóð upprunalega með þessari mynd sem á að sýna árásina sem orsakaði dauða William McKinleyGetty Czolgosz var anarkisti og er talið ljóst að ásetningur hans hafi verið pólitískur. Þrátt fyrir það liggur ekki fyrir hvern hann taldi ávinninginn með banatilræðinu vera, ef einhvern. Í kjölfar árásarinnar á McKinley var hin svokallaða Leyniþjónusta (Secret Service) fengin til þess að vernda Bandaríkjaforseta. Þessi sama Leyniþjónusta sinnir því sama hlutverki enn þann dag í dag og átti að vera að vernda Donald Trump um helgina þegar hann var skotinn. Kláraði ræðuna eftir skot í bringu Þrátt fyrir að McKinley hefði látist árið 1901 er hans minnst þegar fjallað er um skotárás sem beindist að Theodore Roosevelt, mannsins sem tók við af McKinley. Þann 14. október árið 1912, þegar Roosevelt var farinn úr embætti forseta, hélt hann fund í Milwaukee-borg í Wisconsin-ríki. Hann var að bjóða sig aftur fram til forseta en ekki fyrir hönd Repúblikanaflokksins, eins og áður, heldur fyrir Framsóknarflokk Bandaríkjanna sem hann stofnaði sjálfur. John Flammang Schrank skaut Roosevelt, en hann átti síðar eftir að segja að William McKinley hefði heimsótt hann í draumi og sagt honum að hefna sín og drepa Roosevelt. Skotið hafnaði í bringu Roosevelt. Í brjóstvasanum geymdi hann 50 blaðsíðna samanbrotna ræðu sem hann ætlaði að flytja á fundinum, sem og gleraugnahulstur úr málmi. Þessir tveir munir eru taldir hafa bjargað lífi Roosevelt. Svona leit skyrta Roosevelts út að ræðuhöldunum loknum.Getty Forsetinn fyrrverandi ályktaði réttilega að þar sem hann væri ekki að hósta blóði þá hefði byssukúlan ekki hafnað í lunganu hans. Hann neitaði að fara á sjúkrahús og hélt þess í stað ræðuna sína, sem varði í 84 mínútur. „Dömur mínar og herrar. Ég veit ekki hvort þið áttið ykkur á því en ég varð fyrir skoti rétt áðan. En það þarf meira til að drepa elgnaut!“ eiga að hafa verið upphafsorð ræðunnar. Þá heimtaði hann að áhorfendur myndu láta Schrank eftir óskaddaðan. Talið er múgurinn hefði hæglega getað tekið Schrank af lífi án dóms og laga hefði Roosevelt ekki farið fram á það. Eftir ræðuna fór Roosevelt á sjúkrahús og þar dvaldi hann í um tvær vikur. Byssukúlan hafði endað í brjóstvöðva og ákváðu læknar að skynsamlegast væri að skilja hana þar eftir, og þar var hún til dauðadags Rosevelt 1919. Schrank var metinn ósakhæfur og var vistaður á stofnun þangað til hann lést árið 1943. Theodore Roosevelt var mikill veiðimaður líkt og sjá má á þessari mynd. Ef til vill var það vegna reynslu hans af veiði sem hann áttaði sig á því að kúlan hefði ekki hafnað í lunganu.Getty Morðið sem er uppspretta endalausra samsæriskenninga Eitt umtalaðasta morð sögunnar átti sér stað þann 22. nóvember 1963 en þá var John F. Kennedy skotinn til bana úr launsátri þegar hann keyrði um borgina Dallas í Texas-ríki. Ríkisstjóri Texas, sem var með Kennedy í bíl, hlaut jafnframt alvarlega áverka í árásinni. Atburðurinn hefur síðan verið ein helsta uppspretta samsæriskenninga fyrr og síðar. Lyndon B. Johnson, tók við embætti Bandaríkjaforseta og skipaði hina svokölluðu Warren-nefnd sem rannsakaði andlátið og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði myrt Kenndy og verið einn að verki. Svona voru forsíður Vísis, Morgunblaðsins, og Alþýðublaðsins daginn eftir að Kennedy var sktotinn til bana.Tímarit.is Oswald kom sér af vettvangi og skaut lögreglumann til bana í íbúðahverfi í nágrenninu skömmu síðar. Í kjölfarið var hann handtekinn grunaður um þessi tvö morð. Í yfirheyrslum neitaði hann sök, sagðist ekki eiga riffil né skammbyssu, og að myndir sem sýndu hann halda á riffli og skammbyssu væru falsaðar. Hann sagðist vera blóraböggull í málinu. Tveimur dögum eftir árásina á Kennedy var Oswald sjálfur skotinn til bana í beinni útsendingu í sjónvarpi í kjallara lögreglustöðvar í Dallas. Það var maður að nafni Jack Ruby sem myrti Oswald og var handtekinn strax í kjölfarið. Í fyrstu var Ruby dæmdur til dauða en þeim dómi var snúið við og hann átti ný réttarhöld yfir höfði sér þegar hann greindist með krabbamein. Hann lést árið 1967 vegna þess. Oswald vildi meina að þessi mynd væri fölsuð.Getty Tvær skotárásir á örfáum dögum Gerald Ford var skotmark tveggja skotárása í Kalíforníuríki í september 1975. Fimmta dag mánaðarins var Ford staddur í Sacramento-borg að heilsa almenningi þegar fylgjandi Charles Mansons, kona sem hét Lynette Fromme, tók í hönd forsetans og ætlaði að skjóta hann með skammbyssu. Það vantaði þó kúlu í sjálft byssuhólfið og því tókst henni ekki að hleypa af. Lífverðir Ford yfirbuguðu Fromme sem hlaut síðar lífstíðardóm fyrir árásina. Henni var sleppt úr haldi árið 2009, næstum því þremur árum eftir að Ford lést. Einungis sautján dögum eftir árásina í Sacramento var Ford staddur í San Francisco þegar önnur kona, sem hét Sara Jane Moore, skaut að forsetanum með skammbyssu. Óbreyttur borgari að nafni Oliver Sipple greip í hönd Moore sem hæfði forsetann þar af leiðandi ekki. Byssukúlan skaust í vegg og særði leigubílstjóra lítillega í staðinn. Hún hlaut líka lífstíðardóm en losnaði úr fangelsi á gamlársdag 2007, rétt rúmu ári eftir andlát Ford. Þessi mynd á að hafa verið tekin á því augnabliki sem Gerald Ford heyrði hvellinn úr byssu Söru Jane Moore.Getty Ætlaði að heilla Jodie Foster Þegar Ronald Reagan var búinn að gegna embætti Bandaríkjaforseta í tvo mánuði varð hann fyrir skotárás þann 30. mars 1981. Reagan hafði verið að halda ræðu á Hilton-hótelinu í Washington-borg og var á leið í limmósínuna sína þegar maður að nafni John Hinckley Jr. skaut að honum. Fjórir særðust í árásinni, þar á meðal forsetinn sem var mjög illa haldinn og sagður nær dauða en lífi þegar hann komst á sjúkrahús. Hann náði þó bata og útskrifaðist tólf dögum síðar. Hinir þrír lifðu árásina af, en James Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, lamaðist. Hann lést þó árið 2014 og var komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði dáið vegna áverkanna sem hann hlaut í árásinni og því hafi verið um morð að ræða. Ringulreið fyrir utan Hilton-hótelið í Washington eftir árás Hinckley.Getty Hinckley var metinn ósakhæfur, en hann framdi árásina í von um að heilla leikkonuna Jodie Foster, sem var einungis átján ára gömul en hafði gert garðinn frægan í Taxi Driver. Hann dvaldi á sjúkrahúsi í mörg ár, en var endanlega látinn laus í júní 2022. Á síðustu árum hefur hann vakið nokkra athygli á YouTube. Þar birtir hann myndbönd af sjálfum sér syngja ástarlög sem mörg hver eru frumsamin. Handsprengju kastað að forsetanum George Bush var í formlegri heimsókn í Tíblisí í Geórgíu þann 10. maí 2005. Hann og Mikheil Saakashvili voru með opinber ræðuhöld þegar handsprengju var kastað í áttina að þeim. Það var maður að nafni Vladimir Arutyunian sem kastaði sprengjunni, sem var af sóvíeskum uppruna, en sprakk ekki. Það var vegna þess að hún hafði verið þétt vafin í rauðan hálsklút sem varð til þess að öryggið fór ekki af. Bush var ekki upplýstur um tilræðið fyrr en eftir viðburðinn. Arutyunian komst af vettvangi en var handtekinn í júlí sama ár. Við handtökuna hófst byssubardagi þar sem Arutyunian drap háttsettan mann í innanríkisráðuneyti Georgíu. Hann hlaut lífstíðardóm árið 2006. Mikheil Saakashvili og George Bush yngri í heimsókninni sem um ræðir. Bush vissi ekki af handsprengjunni fyrr en af ræðuhöldum loknum.Getty Málið sem skekur heiminn Það var síðan um helgina, þrettánda júlí síðastliðinn, þegar Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð skotmark skotárásar. Trump var að halda kosningafund við bæinn Butler í Pennsylvaníuríki þegar skothríð hófst, en ein kúla hafnaði í eyra forsetans, þá lést einn og að minnsta kosti tveir aðrir særðust. Árásarmaðurinn hét Thomas Matthew Crooks. Hann kom sér fyrir á þaki sem var ekki langt í burtu frá sviði þar sem Trump var að halda ræðu og hleypti af úr launsátri. Viðbrögð Trump vöktu athygli, en hann féll til jarðar en stóð skömmu síðar upp og lyfti hnefa á loft áður en honum var komið af vettvangi. Þess má þó geta að nokkrir gestir kosningafundarins sáu hann uppi á þakinu og reyndu að gera lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum viðvart áður en hann framdi árásina. Crooks var skotinn til bana af lífvarðarsveit forsetans fyrrverandi. Trump hefur borið sárabindi um eyrað í kjölfar árásarinnar.Getty Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hver ástæða árásar Crooks var. Hann var skráður í Repúblikanaflokkinn, en hafði styrkt samtök tengd Demókrötum með lítilli peningagjöf. Trump var fljótur að jafna sig og mætti á Landsfund Repúblikana daginn eftir árásina með sárabindi um eyrað.