Í færslu sem Bjarni skrifar á Facebook segir hann hafa rætt laxveiðar talsvert við konunginn, en Karl veiddi reglulega á Íslandi á árum áður.
„Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima og hafði sérstaklega á orði að veiðitímabilið virtist hafa farið ágætlega af stað í ár,“ skrifar Bjarni.