„Liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda” Árni Gísli Magnússon skrifar 19. júlí 2024 21:31 John Andrews, þjálfari Víkings. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkings, var mjög ánægður eftir 2-0 sigur gegn sterku liði Þór/KA norðan heiða í dag. Víkingur var betri aðilinn og átti sigurinn skilið. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, nýjasti leikmaður liðsins, skoraði ásamt Lindu Líf Boama sem kláraði leikinn endanlega í blálokin. „Algjörlega frábært. Það er aldrei auðvelt að koma hingað, það er mjög erfitt, sérstaklega gegn liði sem er svona skipulagt og með frábæran þjálfara en ég verð að segja að við áttum sigurinn skilið. Mér fannst liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda, algjörlega frábærar.” Víkingsliðið kom að fullum krafti inn í leikinn og pressaði Þór/KA hátt á vellinum og hélt boltanum vel innan liðsins sem var leikplanið samkvæmt John. „Það var planið og við vissum að vindurinn myndi koma þannig við vildum spila með vindi í fyrri hálfleik svo við myndum vera ofan á eins og við gerðum og þú sagðir sjálfur. Það virkaði og mér fannst við geta verið bætt enn meira við í fyrri hálfleik því við fengum þrjú eða fjögur færi. Í seinni hálfleik þegar boltinn kom niður á jörðina og við þurftum að spila gerðum við það mjög vel þannig í heildina bara virkilega stoltur af leikmönnunum.” Lið Víkings var vel skipulagt í dag og gáfu leikmenn sig alla í verkefnið og unnu fyrir hvorn annan. „Það sem þú færð alltaf frá mínum liðum er vinnusemi og gott úthald. Við spilum ekki út frá tilfinningum heldur áræðni þannig þó það væri mikil pressa sett á okkur vissum við hvað væri rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Aftasta lína og tveir varnarsinnuðu miðjumennirnir voru frábærir í dag og það hélst í hendur við næstu fjóra leikmenn sem voru að pressa hátt á vellinum. Þegar þær (Þór/KA) fóru í þriggja manna vörn pressuðum við hátt og leyfðum þeim ekki að koma boltanum á sína bestu leikmenn og það virkaði. Linda Líf gerir þetta svo á hverjum degi á æfingu þannig frábært mark”, sagði John en Linda Líf skoraði seinna mark Víkings í blálok leiksins eftir frábæran sprett. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking eftir komuna frá Örebro og skoraði fyrsta mark leiksins. John var mjög hrifinn af henni í dag. „Við horfðum á hvernig hún spilaði á síðasti ári með Breiðablik og hvernig hún spilaði með Örebro og hugsum að hún smellpassaði í okkar leikstíl svo hún kom inn og fyllti frábærlega upp í það svæði sem þurfti. Það voru nokkur skipti sem við gátum bætt við marki en við nýttum þau tækifæri ekki. Hún passar mjög, mjög vel inn í liðið okkar. Við erum að spila með góða leikmenn; erum með Bergdísi, Selmu, Birtu, Shainu og bara allar þessar stelpur. Það er auðvelt að passa í lið þegar það er með góða leikmenn og þetta eru allt góðir leikmenn.” Bergþóra er uppalinn Bliki en samdi við Víkinga. Hvers vegna? „Ég veit það ekki, spurðu hana að því!”, sagði John léttur og hélt áfram: „Ég held að það sé vegna þess hvernig við spilum. Okkur líkar það að spila fótbolta og fá boltann niður á jörðina en þegar frábært lið eins og Þór/KA ætlar að setja boltann hátt og langt og pressa þig verðum við að hafa hjartað til að mæta þeim og berjast. Mér er alveg sama hvers vegna hún valdi okkur en ég er bara mjög glaður að hún gerði það.” Víkingar hafa ekki náð að tengja marga sigra saman í sumar og vonast John að sjálfsögðu eftir að það gangi eftir í þetta skipti. „Við verðum að reyna það núna gegn Þrótti í næstu viku. Við töpuðum gegn Val í síðasta leik. Þróttur virðist vera koma upp aftur með sinn leik og ég þarf að skoða þeirra lið aðeins og sjá hvað þær gera vel. Það væri frábært að tengja saman tvo sigra en við eigum framundan fimm og hálfs klukkustunda ferðalag í Fossvoginn og ég held að við njótum þess áður en við förum að hugsa um Þrótt.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
„Algjörlega frábært. Það er aldrei auðvelt að koma hingað, það er mjög erfitt, sérstaklega gegn liði sem er svona skipulagt og með frábæran þjálfara en ég verð að segja að við áttum sigurinn skilið. Mér fannst liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda, algjörlega frábærar.” Víkingsliðið kom að fullum krafti inn í leikinn og pressaði Þór/KA hátt á vellinum og hélt boltanum vel innan liðsins sem var leikplanið samkvæmt John. „Það var planið og við vissum að vindurinn myndi koma þannig við vildum spila með vindi í fyrri hálfleik svo við myndum vera ofan á eins og við gerðum og þú sagðir sjálfur. Það virkaði og mér fannst við geta verið bætt enn meira við í fyrri hálfleik því við fengum þrjú eða fjögur færi. Í seinni hálfleik þegar boltinn kom niður á jörðina og við þurftum að spila gerðum við það mjög vel þannig í heildina bara virkilega stoltur af leikmönnunum.” Lið Víkings var vel skipulagt í dag og gáfu leikmenn sig alla í verkefnið og unnu fyrir hvorn annan. „Það sem þú færð alltaf frá mínum liðum er vinnusemi og gott úthald. Við spilum ekki út frá tilfinningum heldur áræðni þannig þó það væri mikil pressa sett á okkur vissum við hvað væri rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Aftasta lína og tveir varnarsinnuðu miðjumennirnir voru frábærir í dag og það hélst í hendur við næstu fjóra leikmenn sem voru að pressa hátt á vellinum. Þegar þær (Þór/KA) fóru í þriggja manna vörn pressuðum við hátt og leyfðum þeim ekki að koma boltanum á sína bestu leikmenn og það virkaði. Linda Líf gerir þetta svo á hverjum degi á æfingu þannig frábært mark”, sagði John en Linda Líf skoraði seinna mark Víkings í blálok leiksins eftir frábæran sprett. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking eftir komuna frá Örebro og skoraði fyrsta mark leiksins. John var mjög hrifinn af henni í dag. „Við horfðum á hvernig hún spilaði á síðasti ári með Breiðablik og hvernig hún spilaði með Örebro og hugsum að hún smellpassaði í okkar leikstíl svo hún kom inn og fyllti frábærlega upp í það svæði sem þurfti. Það voru nokkur skipti sem við gátum bætt við marki en við nýttum þau tækifæri ekki. Hún passar mjög, mjög vel inn í liðið okkar. Við erum að spila með góða leikmenn; erum með Bergdísi, Selmu, Birtu, Shainu og bara allar þessar stelpur. Það er auðvelt að passa í lið þegar það er með góða leikmenn og þetta eru allt góðir leikmenn.” Bergþóra er uppalinn Bliki en samdi við Víkinga. Hvers vegna? „Ég veit það ekki, spurðu hana að því!”, sagði John léttur og hélt áfram: „Ég held að það sé vegna þess hvernig við spilum. Okkur líkar það að spila fótbolta og fá boltann niður á jörðina en þegar frábært lið eins og Þór/KA ætlar að setja boltann hátt og langt og pressa þig verðum við að hafa hjartað til að mæta þeim og berjast. Mér er alveg sama hvers vegna hún valdi okkur en ég er bara mjög glaður að hún gerði það.” Víkingar hafa ekki náð að tengja marga sigra saman í sumar og vonast John að sjálfsögðu eftir að það gangi eftir í þetta skipti. „Við verðum að reyna það núna gegn Þrótti í næstu viku. Við töpuðum gegn Val í síðasta leik. Þróttur virðist vera koma upp aftur með sinn leik og ég þarf að skoða þeirra lið aðeins og sjá hvað þær gera vel. Það væri frábært að tengja saman tvo sigra en við eigum framundan fimm og hálfs klukkustunda ferðalag í Fossvoginn og ég held að við njótum þess áður en við förum að hugsa um Þrótt.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira