Aston Villa eyðir mest af öllum félögum í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 13:01 Ross Barkley er einn af nýju leikmönnum Aston Villa. Getty/Christian Hofer Sumarið á leikmannamarkaðnum í evrópska fótboltanum hefur verið með rólegra móti en það er eitt félag sem hefur verið afar duglegt að spreða peningum. Þegar leikmannakaup liðanna í evrópska fótboltanum eru skoðuð og lögð saman kemur í ljós að það er enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa sem er eitt á toppnum. Knattspyrnustjórinn Unai Emery hefur nefnilega fengið nóg af peningum til að styrkja liðið í sumar en fram undan er þátttaka í Meistaradeildinni. Aston Villa endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem var besti árangur liðsins í 28 ár. Liðið tekur því þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn síðan hún var stofnuð en var síðast í Evrópukeppni meistaraliða 1982 til 1983. Villa vann Evrópukeppni meistaraliða vorið 1982. Aston Villa hefur alls keypt leikmenn fyrir 176 milljónir evra í sumar samkvæmt Transfermarket eða fyrir um 26,4 milljarða íslenskra króna. Liðið keypti Ian Maatsen frá Chelsea, Amadou Onana og Lewis Dobbin frá Everton, Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea frá Juventus, Jaden Philogene frá Hull City og Ross Barkley frá Luton Town. Næst á eftir kemur Bayern München og svo franska félagið Lille. Manchester United er síðan í fjórða sæti og síðasta liðið sem hefur keypt leikmenn fyrir meira en hundrað evrur. View this post on Instagram A post shared by Stadium Astro 🇲🇾 (@stadium.astro) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Þegar leikmannakaup liðanna í evrópska fótboltanum eru skoðuð og lögð saman kemur í ljós að það er enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa sem er eitt á toppnum. Knattspyrnustjórinn Unai Emery hefur nefnilega fengið nóg af peningum til að styrkja liðið í sumar en fram undan er þátttaka í Meistaradeildinni. Aston Villa endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem var besti árangur liðsins í 28 ár. Liðið tekur því þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn síðan hún var stofnuð en var síðast í Evrópukeppni meistaraliða 1982 til 1983. Villa vann Evrópukeppni meistaraliða vorið 1982. Aston Villa hefur alls keypt leikmenn fyrir 176 milljónir evra í sumar samkvæmt Transfermarket eða fyrir um 26,4 milljarða íslenskra króna. Liðið keypti Ian Maatsen frá Chelsea, Amadou Onana og Lewis Dobbin frá Everton, Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea frá Juventus, Jaden Philogene frá Hull City og Ross Barkley frá Luton Town. Næst á eftir kemur Bayern München og svo franska félagið Lille. Manchester United er síðan í fjórða sæti og síðasta liðið sem hefur keypt leikmenn fyrir meira en hundrað evrur. View this post on Instagram A post shared by Stadium Astro 🇲🇾 (@stadium.astro)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira