Bless Barkley, Shaq og félagar: TNT stöðin missir NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 10:00 Shaquille O'Neal, Ernie Johnson, Kenny Smith og Charles Barkley hafa farið lengi á kostum í Inside the NBA þáttunum á TNT. TNT Sports NBA deildin í körfubolta ætlar að segja skilið við margra áratuga samstarf sitt við TNT sjónvarpsstöðina en þetta varð endanlega ljóst þegar gengið var frá sjónvarpssamningum við Disney, NBC og Amazon Prime Video í gær. Þetta er ellefu ára samningur og mun færa deildinni um 76 milljarða Bandaríkjadala á þessum tíma eða meira en tíu þúsund og fimm hundruð milljarða íslenskra króna. Ótrúleg upphæð sem mun skila leikmönnum enn hærri launum á næstu árum. Discovery, eigandi TNT Sports, bauð 1,8 milljarða dala á ári til að halda áfram samstarfinu en því var ekki tekið. Næsta tímabil, 2024-25, verður því það síðasta sem NBA er á TNT Sports stöðinni. NBA hefur verið á TNT í næstum því fjóra áratugi. Turner Sports er mjög ósátt með þróun mála og telur að það hafi verið í samningi sínum við NBA að deildin yrði að taka þeirra tilboði. Eða eins og TNT orðaði það „NBA mistúlkaði alvarlega okkar samningarétt“. „Við höfum jafnað tilboðið frá Amazon eins og samningurinn hefur okkur leyfi til. Við teljum að NBA geti ekki hafnað því,“ sagði í tilkynningu frá TNT Sports. NBA svaraði með þessu með því að segja að tilboð TNT hafi í raun ekki verið jafngott og það frá hinum. Disney (ABC/ESPN), NBCU (NBC/Peacock) og Amazon munu nú skipta leikjunum á milli sína. Þetta þýðir jafnframt, sem margir telja að sé mesti skaðinn, er að hinn vinsæli þáttur á TNT, „Inside the NBA“, mun nú heyra sögunni til. Þar hafa þeir Charles Barkley, Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Ernie Johnson farið á kostum og aukið með því hróður deildarinnar. Barkley hefur talað mikið um þetta mál í fjölmiðlum og það er líklegast að hann hætti algjörlega afskiptum sínum að sjónvarpi sem yrði líka mikil synd. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) NBA Fjölmiðlar Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Þetta er ellefu ára samningur og mun færa deildinni um 76 milljarða Bandaríkjadala á þessum tíma eða meira en tíu þúsund og fimm hundruð milljarða íslenskra króna. Ótrúleg upphæð sem mun skila leikmönnum enn hærri launum á næstu árum. Discovery, eigandi TNT Sports, bauð 1,8 milljarða dala á ári til að halda áfram samstarfinu en því var ekki tekið. Næsta tímabil, 2024-25, verður því það síðasta sem NBA er á TNT Sports stöðinni. NBA hefur verið á TNT í næstum því fjóra áratugi. Turner Sports er mjög ósátt með þróun mála og telur að það hafi verið í samningi sínum við NBA að deildin yrði að taka þeirra tilboði. Eða eins og TNT orðaði það „NBA mistúlkaði alvarlega okkar samningarétt“. „Við höfum jafnað tilboðið frá Amazon eins og samningurinn hefur okkur leyfi til. Við teljum að NBA geti ekki hafnað því,“ sagði í tilkynningu frá TNT Sports. NBA svaraði með þessu með því að segja að tilboð TNT hafi í raun ekki verið jafngott og það frá hinum. Disney (ABC/ESPN), NBCU (NBC/Peacock) og Amazon munu nú skipta leikjunum á milli sína. Þetta þýðir jafnframt, sem margir telja að sé mesti skaðinn, er að hinn vinsæli þáttur á TNT, „Inside the NBA“, mun nú heyra sögunni til. Þar hafa þeir Charles Barkley, Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Ernie Johnson farið á kostum og aukið með því hróður deildarinnar. Barkley hefur talað mikið um þetta mál í fjölmiðlum og það er líklegast að hann hætti algjörlega afskiptum sínum að sjónvarpi sem yrði líka mikil synd. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
NBA Fjölmiðlar Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira