Ferðast rúmlega einn hring í kringum hnöttinn í æfingaleiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júlí 2024 13:00 Tottenham og Newcastle mættust í sýningaleik í Ástralíu þremur dögum eftir síðasta tímabil. Robert Cianflone/Getty Images Þessa stundina búa félög í ensku úrvalsdeildinni sig undir komandi tímabil. Gríðarlegur munur er á liðunum sem ferðast mest í æfingaleiki og þeim sem ferðast minnst. Þau lið sem ferðast mest til að spila æfingaleiki fljúga vegalengdir sem samsvara vel rúmlega einum hring í kringum hnöttinn. Tíu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa flogið til Bandaríkjanna og þrjú ferðuðust til Austurlanda fjær. Þau sjö lið sem eftir eru hafa hins vegar haldið sig í Evrópu, eða innan Bretlandseyja. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman ferðalög liðanna. Þar kemur fram að á þessu undirbúningstímabili muni Manchester United fljúga mest, eða tæplega 21.000 kílómetra, til Noregs, Skotlands og Bandaríkjanna. Þar á eftir koma Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham, sem bæði munu fljúga í kringum 20.000 kílómetra. Pre-season destination 1️⃣: Trondheim 🇳🇴✨#MUFC pic.twitter.com/hxVFkavCwe— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2024 Everton er hins vegar það lið í ensku úrvalsdeildinni sem mun fljúga hvað minnst. Liðið þarf ekki að ferðast langt í sinn eina leik utan Bretlands, sem fer fram á Írlandi. Þá hafa nokkur félög skipulagt leiki gegn utandeildarliðum í nágrenni sínu. Slíkt dregur vissulega úr kolefnislosun, ásamt því að veita minni liðum aukið fjármagn. Southampton mun til að mynda spila gegn Eistleigh, West Ham leikur gegn Dagenham, Aston Villa mætir Walsall og Crystal Palace spilar gegn Crawley. Ef við tökum allt saman eru það hins vegar Tottenham og Newcastle sem fljúga hvað lengstu vegalengdirnar. Liðin mættust í sýningarleik í Ástralíu - leik sem Alan Shearer lýsti sem „geðveiki“ - aðeins þremur dögum eftir síðasta tímabil og bæði félög fljúga því samtals tæplega 50.000 kílómetra. Til samanburðar er ummál jarðar rúmir 40.000 kílómetrar. Bæði Newcastle og Tottenham hafa það yfirlýsta markmið að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 og að vera kolefnishlutlaus tíu árum síðar. Kolefnishlutleysi krefst þess að félögin minnki og fjarlægi alla „ónauðsynlega losun“ og því spyrja sig kannski margir hvort öll þessi ferðalög séu nauðsynleg. Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Þau lið sem ferðast mest til að spila æfingaleiki fljúga vegalengdir sem samsvara vel rúmlega einum hring í kringum hnöttinn. Tíu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa flogið til Bandaríkjanna og þrjú ferðuðust til Austurlanda fjær. Þau sjö lið sem eftir eru hafa hins vegar haldið sig í Evrópu, eða innan Bretlandseyja. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman ferðalög liðanna. Þar kemur fram að á þessu undirbúningstímabili muni Manchester United fljúga mest, eða tæplega 21.000 kílómetra, til Noregs, Skotlands og Bandaríkjanna. Þar á eftir koma Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham, sem bæði munu fljúga í kringum 20.000 kílómetra. Pre-season destination 1️⃣: Trondheim 🇳🇴✨#MUFC pic.twitter.com/hxVFkavCwe— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2024 Everton er hins vegar það lið í ensku úrvalsdeildinni sem mun fljúga hvað minnst. Liðið þarf ekki að ferðast langt í sinn eina leik utan Bretlands, sem fer fram á Írlandi. Þá hafa nokkur félög skipulagt leiki gegn utandeildarliðum í nágrenni sínu. Slíkt dregur vissulega úr kolefnislosun, ásamt því að veita minni liðum aukið fjármagn. Southampton mun til að mynda spila gegn Eistleigh, West Ham leikur gegn Dagenham, Aston Villa mætir Walsall og Crystal Palace spilar gegn Crawley. Ef við tökum allt saman eru það hins vegar Tottenham og Newcastle sem fljúga hvað lengstu vegalengdirnar. Liðin mættust í sýningarleik í Ástralíu - leik sem Alan Shearer lýsti sem „geðveiki“ - aðeins þremur dögum eftir síðasta tímabil og bæði félög fljúga því samtals tæplega 50.000 kílómetra. Til samanburðar er ummál jarðar rúmir 40.000 kílómetrar. Bæði Newcastle og Tottenham hafa það yfirlýsta markmið að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 og að vera kolefnishlutlaus tíu árum síðar. Kolefnishlutleysi krefst þess að félögin minnki og fjarlægi alla „ónauðsynlega losun“ og því spyrja sig kannski margir hvort öll þessi ferðalög séu nauðsynleg.
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira