Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2024 22:57 Mynd úr flugi yfir Skálm síðdegis. Sveinbjörn Darri Matthíasson Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að samkvæmt mælingum hafi verulega dregið úr rennslinu í Skálm. Mælirinn sé staðsettur á brúnni yfir Skálm við þjóðveg 1 og því hafi hlaupið úr Mýrdalsjökli hafi náð hámarki þar. Samkvæmt allra fyrsta mati sé talið að stærðargráðan á hlaupinu hafi verið um þúsund rúmmetrar á sekúndu við þjóðveginn. Engin merki sjáist um að hlaupvatn hafi borist í Múlakvísl eða aðrar ár undan Mýrdalsjökli. Fram kemur að verulega hafi dregið úr óróanum sem fór að mælast um klukkan ellefu í morgun og því sé ekki við öðru að búast en að smám saman fari að draga úr rennslinu í Skálm. Nokkrir dagar geti liðið þangað til að rennslið í Skálm komist í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá heldur Veðurstofan áfram að vakta svæðið og fylgjast náið með óróa og jarðskjálftavirkni undir jöklinum. Tekið getur allt að sólarhring fyrir þá virkni að komast aftur í það sem kallast „eðlileg bakgrunnsvirkni“, þannig að hægt verði að lýsa því yfir að þessari atburðarás sé lokið. Eldgos ekki orsök jökulhlaupsins í dag Loks kemur fram að engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar um að eldgos hafi orsakað jökulhlaupið sem varð í dag. Þó svo að um óvenju stórt hlaup hafi verið að ræða, sé jökulhlaupið vegna jarðhita í kötlum jökulsins, bræðsluvatn safnist fyrir sem síðar hlaupi fram undan jöklinum. GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýni skýr merki um að breytingar sem mældust í öskjunni að um venjubundið jökulhlaup sé að ræða. Þó sé óljóst hvað veldur því að meira vatn fari af stað en almennt gengur og gerist úr slíkum hlaupum. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug með vísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands nú síðdegis til að kanna aðstæður. Samkvæmt Veðurstofunni var staðfest í því flugi að hlaupvatn hafi einungis komið undan Sandfellsjökli og borist þaðan í farveg árinnar Skálmar. Ekki hafi verið skyggni yfir Mýrdalsjökli til þess að staðfesta úr hvaða kötlum hlaupvatnið kom. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að samkvæmt mælingum hafi verulega dregið úr rennslinu í Skálm. Mælirinn sé staðsettur á brúnni yfir Skálm við þjóðveg 1 og því hafi hlaupið úr Mýrdalsjökli hafi náð hámarki þar. Samkvæmt allra fyrsta mati sé talið að stærðargráðan á hlaupinu hafi verið um þúsund rúmmetrar á sekúndu við þjóðveginn. Engin merki sjáist um að hlaupvatn hafi borist í Múlakvísl eða aðrar ár undan Mýrdalsjökli. Fram kemur að verulega hafi dregið úr óróanum sem fór að mælast um klukkan ellefu í morgun og því sé ekki við öðru að búast en að smám saman fari að draga úr rennslinu í Skálm. Nokkrir dagar geti liðið þangað til að rennslið í Skálm komist í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá heldur Veðurstofan áfram að vakta svæðið og fylgjast náið með óróa og jarðskjálftavirkni undir jöklinum. Tekið getur allt að sólarhring fyrir þá virkni að komast aftur í það sem kallast „eðlileg bakgrunnsvirkni“, þannig að hægt verði að lýsa því yfir að þessari atburðarás sé lokið. Eldgos ekki orsök jökulhlaupsins í dag Loks kemur fram að engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar um að eldgos hafi orsakað jökulhlaupið sem varð í dag. Þó svo að um óvenju stórt hlaup hafi verið að ræða, sé jökulhlaupið vegna jarðhita í kötlum jökulsins, bræðsluvatn safnist fyrir sem síðar hlaupi fram undan jöklinum. GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýni skýr merki um að breytingar sem mældust í öskjunni að um venjubundið jökulhlaup sé að ræða. Þó sé óljóst hvað veldur því að meira vatn fari af stað en almennt gengur og gerist úr slíkum hlaupum. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug með vísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands nú síðdegis til að kanna aðstæður. Samkvæmt Veðurstofunni var staðfest í því flugi að hlaupvatn hafi einungis komið undan Sandfellsjökli og borist þaðan í farveg árinnar Skálmar. Ekki hafi verið skyggni yfir Mýrdalsjökli til þess að staðfesta úr hvaða kötlum hlaupvatnið kom.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira