Rannsaka þátt rútubílstjóra sem fylgdist með hraðanum í síma Jón Þór Stefánsson skrifar 29. júlí 2024 11:57 Rútan valt og fjöldi er slasaður að sögn lögreglu. aðsend Ökumaður rútu sem valt við Fagranes í Öxnadal þann fjórtánda júní síðastliðinn er sakborningur í rannsókn lögreglu á slysinu. Á meðal þess sem lögreglan er með til skoðunar er hvort reka megi slysið til gáleysis af hálfu bílstjórans sem mun hafa notast við hraðamæli á GPS-búnað í síma til að fylgjast með hraða rútunnar. Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, var úrskurðaður í farbann í kjölfar slyssins en það rann út síðastliðinn föstudag. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að framlengja farbannið. Rannsóknin er langt komin en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékklandi voru í rútunni en þar af voru fimm fluttir á sjúkrahús og voru við fyrsta mat lögreglu taldir mjög alvarlega slasaðir. Tveimur þeirra var haldið sofandi í nokkra daga á eftir. Þá þóttu tíu einstaklingar þónokkuð slasaðir og sjö minna eða lítið slasaðir. Þegar lögregla kom á vettvang var einn farþegi enn fastur í rútunni. Verkfæri flugu um farþegarýmið Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra varðandi farbann rútubílstjórans er haft eftir lögreglumanni sem varð vitni að slysinu að rútan hafi farið að vagga á veginum fram og til baka og til hliðar í aðdraganda slyssins. Þá hafi rykský byrjað að myndast í kringum hliðar rútunnar áður en hún valt. Talið er að rútan hafi oltið eina og hálfa veltu. Um er að ræða sérsmíðaðan vörubíl með húsi fyrir farþega. Þá er ökumannsrými lokað af frá farþegarýminu. Í úrskurðinum segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um öryggisbúnað í rútunni, líkt og öryggisbelti. Samkvæmt frásögn vitna kastaðist nokkur fjöldi farþega út úr rútunni í slysinu. Þá virðist sem verkfæri og varahlutir sem voru í hólfi í gólfi farþegarýmisins hafi losnað og flogið um farþegarýmið við veltuna. Notaði síma til að fylgjast með hraðanum Þá mun hraðamælir rútunnar hafa verið óvirkur og bílstjórinn því notast við GPS-búnað í farsíma til að fylgjast með hraðanum. Lögreglan tók blóðsýni úr ökumanninum sem benda ekki til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar í málinu er þungi rútunnar. Það er bæði heildarþungi sem og skipting þyngdarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist bíllinn hafa verið talsvert yfir leyfilegri þyngd á afturás. Rútuslys í Öxnadal Samgönguslys Hörgársveit Tengdar fréttir Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, var úrskurðaður í farbann í kjölfar slyssins en það rann út síðastliðinn föstudag. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að framlengja farbannið. Rannsóknin er langt komin en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékklandi voru í rútunni en þar af voru fimm fluttir á sjúkrahús og voru við fyrsta mat lögreglu taldir mjög alvarlega slasaðir. Tveimur þeirra var haldið sofandi í nokkra daga á eftir. Þá þóttu tíu einstaklingar þónokkuð slasaðir og sjö minna eða lítið slasaðir. Þegar lögregla kom á vettvang var einn farþegi enn fastur í rútunni. Verkfæri flugu um farþegarýmið Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra varðandi farbann rútubílstjórans er haft eftir lögreglumanni sem varð vitni að slysinu að rútan hafi farið að vagga á veginum fram og til baka og til hliðar í aðdraganda slyssins. Þá hafi rykský byrjað að myndast í kringum hliðar rútunnar áður en hún valt. Talið er að rútan hafi oltið eina og hálfa veltu. Um er að ræða sérsmíðaðan vörubíl með húsi fyrir farþega. Þá er ökumannsrými lokað af frá farþegarýminu. Í úrskurðinum segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um öryggisbúnað í rútunni, líkt og öryggisbelti. Samkvæmt frásögn vitna kastaðist nokkur fjöldi farþega út úr rútunni í slysinu. Þá virðist sem verkfæri og varahlutir sem voru í hólfi í gólfi farþegarýmisins hafi losnað og flogið um farþegarýmið við veltuna. Notaði síma til að fylgjast með hraðanum Þá mun hraðamælir rútunnar hafa verið óvirkur og bílstjórinn því notast við GPS-búnað í farsíma til að fylgjast með hraðanum. Lögreglan tók blóðsýni úr ökumanninum sem benda ekki til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar í málinu er þungi rútunnar. Það er bæði heildarþungi sem og skipting þyngdarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist bíllinn hafa verið talsvert yfir leyfilegri þyngd á afturás.
Rútuslys í Öxnadal Samgönguslys Hörgársveit Tengdar fréttir Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15