Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 10:34 Dagur Sigurðsson var tilbúinn með sína menn fyrir slaginn á móti Þjóðverjum í dag. Getty/Igor Kralj Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. Króatíska liðið átti sinn besta leik í keppninni til þessa og vann á endanum fimm marka sigur, 31-26. Þetta var fyrsta tap strákanna hans Alfreðs því þýska liðið var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Króatar töpuðu síðasta leiknum sínum sem var á móti Slóveníu. Alfreð má hafa áhyggjur ef lið hans ætlar að spila svona í næstu leikjum. Ivan Martinovic átti stórleik í króatíska liðinu og skoraði níu mörk. Reynsluboltarnir Domagoj Duvnjak (5 mörk) og Luka Cindric (5 mörk) léku einnig vel. Króatar byrjuðu leikinn vel og komust í 3-1 en þrjú þýsk mörk í röð komu þá Þjóðverjum yfir í 5-4. Liðin voru þarna að skipta á góðum sprettum því Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alfreð tók leikhlé eftir fimmtán mínútna leik þegar Króatar voru 7-5 yfir. Króatíska liðið var áfram með undirtökin og komst nokkrum sinnum þremur mörkum yfir. Í hálfleik munaði síðan tveimur mörkum á liðunum, 15-13, eftir flautumark frá Þjóðverjanum Juri Knorr. Króatinn Ivan Martinovic var markahæstur á vellinum í fyrri hálfleik með sex mörk en þýski línumaðurinn Johannes Golla var kominn með fimm mörk úr fimm skotum í hálfleik. Golla skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og því var munurinn orðinn eitt mark en nær komust þeir ekki. Króatar gáfu nefnilega ekkert eftir og voru komnir fimm mörkum yfir, 20-15, þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Króatar skoruðu þá tvisvar í röð í autt mark eftir að Alfreð tók úr markvörðinn sinn. Alfreð tók leikhlé í stöðunni 21-16 fyrir Króatíu enda lið hans í miklum vandræðum. Þjóðverjar náðu smá spretti en munurinn minnkaði ekki mikið. Á endanum voru það lærisvenar Dags sem lönduðu öruggum og frekar sannfærandi sigri. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Sjá meira
Króatíska liðið átti sinn besta leik í keppninni til þessa og vann á endanum fimm marka sigur, 31-26. Þetta var fyrsta tap strákanna hans Alfreðs því þýska liðið var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Króatar töpuðu síðasta leiknum sínum sem var á móti Slóveníu. Alfreð má hafa áhyggjur ef lið hans ætlar að spila svona í næstu leikjum. Ivan Martinovic átti stórleik í króatíska liðinu og skoraði níu mörk. Reynsluboltarnir Domagoj Duvnjak (5 mörk) og Luka Cindric (5 mörk) léku einnig vel. Króatar byrjuðu leikinn vel og komust í 3-1 en þrjú þýsk mörk í röð komu þá Þjóðverjum yfir í 5-4. Liðin voru þarna að skipta á góðum sprettum því Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alfreð tók leikhlé eftir fimmtán mínútna leik þegar Króatar voru 7-5 yfir. Króatíska liðið var áfram með undirtökin og komst nokkrum sinnum þremur mörkum yfir. Í hálfleik munaði síðan tveimur mörkum á liðunum, 15-13, eftir flautumark frá Þjóðverjanum Juri Knorr. Króatinn Ivan Martinovic var markahæstur á vellinum í fyrri hálfleik með sex mörk en þýski línumaðurinn Johannes Golla var kominn með fimm mörk úr fimm skotum í hálfleik. Golla skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og því var munurinn orðinn eitt mark en nær komust þeir ekki. Króatar gáfu nefnilega ekkert eftir og voru komnir fimm mörkum yfir, 20-15, þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Króatar skoruðu þá tvisvar í röð í autt mark eftir að Alfreð tók úr markvörðinn sinn. Alfreð tók leikhlé í stöðunni 21-16 fyrir Króatíu enda lið hans í miklum vandræðum. Þjóðverjar náðu smá spretti en munurinn minnkaði ekki mikið. Á endanum voru það lærisvenar Dags sem lönduðu öruggum og frekar sannfærandi sigri.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Sjá meira