„Ekkert hrun“ í ferðaþjónustu en stöðnun getur hitt sum fyrirtæki illa fyrir
![Gangur ferðaþjónustunnar, sem er núna í nokkrum mótvindi, skiptir hagkerfið miklu máli enda er hún ein stærsta útflutningsgrein landsins og nærri ellefu prósent alls vinnuafls er í ferðaþjónustu eða tengdum greinum.](https://www.visir.is/i/3CA2A490DE9B566C9DBE41E8AF7C3B79FA9B5708CF1747AA889F2491EB4B6C1D_713x0.jpg)
Nýjustu tölur um fjölda gistinátta erlendra ferðamanna í júní benda til þess að það sé „ekkert hrun“ í ferðaþjónustu, að sögn hagfræðinga Arion banka, en fyrir atvinnugrein sem hefur vaxið hratt og fjárfest í samræmi við það getur stöðnun hitt mögulega sum fyrirtæki illa fyrir. Stöðug fækkun að undanförnu í gistinóttum ferðamanna frá Bretlandi, næst fjölmennasta þjóðin til að sækja landið heim, gæti aukið á árstíðarsveifluna en þeir hafa verið duglegir að ferðast til Íslands yfir vetrarmánuðina.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/A25D37A34E95C8BA2CB561D158C0EBD846B08D1BF00BA6D3AFA7752496C1D83E_308x200.jpg)
Arion: Ferðaþjónusta mun sækja í sig veðrið á næsta ári
Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna.
![](https://www.visir.is/i/3C2F30481BFEB244A50D175DAC7A6D926B806F74D0742DAC97D77980C11F04A0_308x200.jpg)
Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“
Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum.
![](https://www.visir.is/i/6EA1297D9FFA503DD890363F63AA85A8CC213414DC771989C1E2CD78FED1C3E1_308x200.jpg)
Hótelrekendur vonast til að sala hrökkvi í gang eftir afbókanir
Allir hótelrekendur finna fyrir því að hægst hefur á bókunum og sala á hótelherbergjum verður eitthvað minni í sumar en í fyrra. Salan gengur betur í Reykjavík og á Suðurlandi en annars staðar úti á landi þar sem hótel hafa brugðið á það ráð að bjóða lægri verð til að ná upp sölunni. Spár um fjölda ferðamanna við upphaf árs munu ekki ganga eftir, segja viðmælendur Innherja.