Franska hetjan með miklu fleiri gull en allir þeir bandarísku til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 09:30 Leon Marchand kominn með fjórða gullið um hálsinn og hlustar á gríðarlegan fögnuð landa sinna í stúkunni. Getty/Quinn Rooney/ Franski sundmaðurinn Leon Marchand er langsigursælasti íþróttamaður Ólympíuleikanna í París til þessa en hann vann sín fjórðu gullverðlaun í gær. Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira